Vetrarfuglará Snæfellsnesi

Árlegum vetrarfuglatalningum er nýlokið á 15 talningarsvæðum við norðanvert Snæfellsnes (sjá kort). Náttúrustofa Vesturlands heldur utan um heildarniðurstöður talninganna og telur meirihluta svæðanna en starfsmenn Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi og fuglaáhugamenn telja hluta svæðanna. Talning vetrarfugla er hluti af […]

Sýning á Háskólatorgi á jöklum í vísindum, listum og myndum

Síðastliðinn föstudag var opnuð sýning á Háskólatorgi, í Tröðinni sem nefnist “Jöklar í vísindum, listum og myndum“.  Sýningin mun standa yfir í fjórar vikur, þ.e. til 23. febrúar. Myndirnar á sýningunni eru eftir Snævarr Guðmundsson jöklajarðfræðing hjá Náttúrustofu Suðausturlands og Þorvarð Árnason, umhverfisfræðing og forstöðumann Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði. Sýningin fjallar um […]

The post Sýning á Háskólatorgi á jöklum í vísindum, listum og myndum appeared first on Nattsa.

Annáll Náttúrustofu Vesturlands 2017

  Árið 2017 var annasamt hjá starfsfólki náttúrustofunar eins og endranær. Á stofunni unnu 3-4 fastráðnir starfsmenn á hverjum tíma, auk sumarstarfsmanna, háskólanema og sjálfboðaliða. Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee, líffræðingar, unnu bæði í fullu starfi að fjölbreyttum […]

Vetrarfuglatalningar: Stari sást á Þingeyri en enginn hrafn sást á Suðureyri

Vetrarfuglatalningar eru búnar þennan veturinn og er Náttúrustofa Vestfjarða búin að senda sínar upplýsingar til Náttúrufræðistofnunar sem leiðir verkefnið. Markmið talningana er að safna upplýsingum um dreifingu fugla og fjölda þeirra að vetralagi og er petta langtíma verkefni og því ekki endilega hægt að koma með yfirlýsingar á breytingum frá ári til árs. Vetrafuglatalningar fara fram í kringum áramót og eru stundaðar af sjálfboðaliðum.

Hægt er að skoða niðurstöður hér: http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur

Merkilegustu niðurstöður talningana í ár eru þessar:

Tvær brandendur sáust í Önunarfirði þann 4. janúar. 9 starar sáust á Þingeyri en einnig nokkrir svartþrestir og skógarþrestir. Samkvæmt Málfríði Vagnsdóttur á Þingeyri kom fyrsti stari til hennar árið 2016.

Einkennilegt er að það sást engan hrafn á Suðurreyri á meðan fjöldi þeirra er yfir 100 í Bolungarvík.

Ýmsar vangaveltur hafa komið upp um það hvort að hrafninn sá að koma yfir Grárófuheiðina en ef einhver er með nánari upplýingar um það, þá höfum við áhuga á að fá þær.

Við þökkum þeim sjálfbóðaliðum sem tóku þátt í þessum talningum í ár og hvetjum þá sem hafa áhuga á að vera með næsta vetur til þess að hafa samband við Náttúrustofu Vestfjarða.

 

Gæsamerkingar

Dagana 18.-21.7. og 24.-28.7.2017 stóð Náttúrustofan ásamt Verkís og WWT í Bretlandi fyrir gæsamerkingum á Norður-, Austur- og Suðausturlandi. Landsvirkjun lagði til sumarstarfsfólk frá Blöndustöð og Fljótsdalsstöð sem hjálpuðu við merkingarnar og fá þakkir fyrir. Aðal tilgangur merkinganna var að setja GSM/GPS-senditæki á 25 heiðagæsir og þrjár grágæsir til að kortleggja ferðir þeirra og nýtingu á landi. Auk þess fengu aðrar gæsir litplastmerki ýmist á fót eða háls sem hægt er að lesa á úr fjarlægð.
Heiðagæsirnar voru merktar í Eyvindarstaðaheiði, í Skagafirði, á Jökuldalsheiði og á Vesturöræfum. Náttúrustofan setti fimm senda á kvenfugla á Vesturöræfum sem fylgst verður með næstu tvö árin eða meðan líftími senditækjanna varir. Þeim var gefið nafn og bókstafur settur á hvert merki sem vísar til heitis. Þær fengu nafngiftina Kristín (K), Rán (R), Guðrún (G), Erlín og Elín (E) og Áslaug (A).
Grágæsir voru merktar á Blönduósi, í Skagafirði auk Vatnshlíðarvatns og á Norðfirði. Helsingjar voru merktir austan við Jökulsárlón á Suðausturlandi. Helsingjarnir fengu litplastmerki á annan fótinn og stálmerki á hinn. [widgetkit id=123]


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is