Vöktun bjargfugla

Sumarið 2016 samdi Umhverfisstofnun við Náttúrustofu Norðausturlands um árlega vöktun fimm tegunda bjargfugla á landsvísu til að styrkja grundvöll veiðistjórnunar. Um er að ræða fýl Fulmarus glacialis og ritu Rissa tridactyla sem veiða má frá 1. september til 15. mars, og langvíu Uria aalge, stuttnefju Uria lomvia og álku Alca torda sem veiða má frá […]

Viltu beisla mátt fjöldans við náttúrurannsóknir og hanna hreindýravefsjá/app í sumar?

Auglysing Náttúrustofa Austurlands vill ráða nema í grunn - eða meistaranámi til að  vinna verkefni sem styrkt er af Nýsköpunarsjóði námsmanna til starfa í sumar.   Verkefnið  Námsmaður hannar og setur upp hreindýravefsjá sem verður hluti af vöktun hreindýra  á Austurlandi og hefur það markmið að safna upplýsingum frá almenningi (e: crowdsourcing)  um dreifingu hreindýra og samsetningu hjarða. Verkið innifelur m.a. að hanna  landupplýsingagagnagrunn og mögulegt einfalt app til að senda inn myndir og staðsetningar  af hreindýrum. Hreindýravefsjáin verður aðgengileg öllum.    Nemandinn verður ráðinn frá 1. júní til 31. ágúst 2017 eða eftir samkomulagi og  laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.   Hæfnin Við leitum af nema í grunn- eða meistaranámi t.d. í tölvunarfræði eða landfræði með áherslu  á landupplýsingatækni. Æskilegt er að viðkomandi sé sjálfstæður í vinnubrögðum, hafi  frumkvæði og metnað til að sýna árangur og eigi auðvelt með að vinna með öðrum.   Vinnustaðurinn  Náttúrustofa Austurlands vaktar hreindýrastofninn á Austurlandi og sinnir fjölbreyttum  verkefnum í tengslum við rannsóknir, ráðgjöf og þekkingarmiðlun á náttúrufari.  Skrifstofur eru í Neskaupstað og á Egilsstöðum.  Umsóknarfrestur er til og með 10. maí n.k. Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður tekur við  umsóknum og fyrirspurnum í netfangið kristin@na.is eða í síma 8460922.

Fugladagurinn 6.maí 2017

HrossagaukurÁrleg fuglatalning og fuglaskoðun verður næstkomandi helgi, samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands..

Laugardaginn 6. maí 2017 síðdegis, mæting kl 17 á Norðfirði við Leiruna og kl 18 á Reyðarfirði við Andapollinn.

Sérfræðingar leiðbeina og fræða og koma með „fuglaskóp“ en gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Allir velkomnir.

 


Þann 10 maí næstkomandi er alþjóðlegi farfugladagurinn og er yfirskrift ársins 2017 "þeirra framtíð er okkar framtíð".
Á vef fuglaverndar má nálgast nánari upplýsingar um daginn.

Helsingjanef ( Lepas sp)

2017 helsingjanef duflStarfsmenn Náttúrustofu Austurlands fengu sendar myndir af helsingjanefjum (Lepas sp) sem voru föst neðan á dufli en það hafði rekið á land í Húsavík sem er milli Loðmundafjarðar og Borgarfjarðar Eystri. Duflið losnaði upp 370 sjómílur austur af Charleston í Suður Karolínu í mars árið 2016 og er hluti af DART (Deep-ocean Assessment and Reporting of Tsunamis) rannsóknarduflaneti NOAA sem rannsakar skjálftaflóðbylgjur.
Helsingjanef eru krabbadýr sem tilheyra ættbálki skelskúfa (Cirripedia) og eru skyldir hrúðurkörlum sem algengir eru í fjörum landsins. Þessi sérkennilegu krabbadýr lifa ekki við strendur Íslands en rekur oft hingað með ýmsum hlutum sem þeir hafa fest sig við með löngum vöðvafestum. Fyrr á öldum voru helsingjar og margæsir taldir koma úr helsingjanefjum því þessir fuglar birtust allt í einu að vori og hurfu jafn snögglega og sáust ekki aftur fyrr en að hausti. Sennilega hefur rekaviður með helsingjanefjum fundist um svipað leyti og fuglarnir sáust og fólk talið að þarna væri skýringin af þessum dularfullu fuglum en helsingjnef þykja líkjast nefi þessara fugla.
Þeir sem vilja fræðast meira um duflið þá er heimasíða þess http://www.ndbc.noaa.gov/station_page.php?station=41424 og hægt er að fræðast meira um rannsóknaverkefnið á þessari slóð http://www.ndbc.noaa.gov/dart.shtml.

2017 helsingjanef  2017 22396498 10210700195163124 80074313 o

Heimild.
Finnur Guðmundsson og Agnar Ingólfsson (1968). Helsingjanef á Surtseyjarvikri. Náttúrufræðingurinn 37, (3.-4.), 222-226.

Fiðrildavöktun árið 2016 á Suðausturlandi

Sumarið 2016 voru settar upp þrjár fiðrildagildrur á vegum Náttúrustofu Suðausturlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands.  Tvær gildrur í Einarslundi við Hornafjörð á tveimur ólíkum stöðum í lundinum og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 15. apríl var kveikt á gildrunum og loguðu þær langt út í nóvember. Fyrstu fiðrildin veiddust á Höfn […]

The post Fiðrildavöktun árið 2016 á Suðausturlandi appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is