Vetrarfuglatalningar

Nú standa yfir vetrarfuglatalningar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við fuglaáhugamenn víða um land.

Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar nýtast til vöktunar einstakra stofna. Náttúrustofa Vestfjarða hefur tekið þátt í þessum talningum. Nú er búið að telja við Steingrímsfjörð á Ströndum og voru taldir samtals 4.026 fuglar af 23 tegundum. Náttúrustofan hvetur talningamenn á Vestfjörðum að telja á „sínum“ svæðum. 

 

Náttúrustofan Vestfjarða í Bolungarvík flutt um set á nýju ári

Starfsfólk Náttúrustofu Vestfjarða óskar samstarfsaðilum sínum og öðrum gleðilegt nýtt ár og þakkar samstarf á liðnum áraum.

Náttúrustofan að Aðalstræti 21 hefur flutt um set, að Aðalstræti 12 í Bolungarvík, í skrifstofuhúsnæði gömlu bæjarskrifstofunnar ásamt Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Arnarlax. Mikið rask hefur verið á starfseminni síðustu vikur og biðjumst við forláts á því, en stofan verður komin í sína reglulegu starfsemi von bráðar. 

Haldið verður upp á flutininginn í janúar en viðburðurinn auglýstur síðar. 

 

Jólakveðja

jolakort2017

Jólakveðja

jolakort2017

Jólakveðja frá Náttúrustofu Suðausturlands 2017

Náttúrustofa Suðausturlands sendir öllum vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

The post Jólakveðja frá Náttúrustofu Suðausturlands 2017 appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is