Útbreiðsla grjótkrabba við strendur Íslands

Viðtal birtist við Sindra Gíslason, forstöðumann Náttúrustofunnar, þar sem stiklað var á stóru um útbreiðslu grjótkrabba hér við land. www.visir.is/g/2017170928966Click to set custom HTMLSunna Björk [...]

Alþjóðlegt samstarf um ágengar lífverur

Ágengar tegundir[1] eru taldar á meðal helstu umhverfisógna ásamt loftslagsbreytingum og eyðingu búsvæða. Náttúrustofa Vesturlands stundar rannsóknir á ágengum tegundum á Íslandi, einkum hinum amerískættuðu mink og alaskalúpínu. Á undanförnum árum hefur starfsfólk Náttúrustofunnar í auknum mæli tekið þátt í […]

Spánarsnigill fannst á Patreksfirði

Spánarsnigill fannst á Patreksfirði í síðustu viku og var komið með hann til greiningar á Náttúrustofuna í Bolungarvík, en staðfesting fékkst á tegundinni í vikunni. 

Náttúrustofa hvetur fólk á Patreksfirði til að líta í umhverfi sitt og garða og sjá hvort þar finnist fleiri svona stóri sniglar líkir þessum á mynd og safna þeim ef þeir finnast, ásamt því að hafa samband við Náttúrustofuna í Bolungarvík. Þetta er annað eintakið sem staðfest hefur verið frá Vestfjörðum en hefur áður fundist í Hnífsdal. 

Spánarsnigill er ágeng tegund og dreifist nær eingöngu af mannavöldum, einkum sem egg eða ungviði með plöntum og jarðvegi. Hann er orðinn geysialgengur í nágrannalöndunum og er þar orðinn til mikils skaða í görðum og garðrækt. Snigillinn hefur því átt greiða leið til Íslands með innfluttum plöntum og jarðvegi í blómapottum.

Spánarsnigill er að öllu jöfnu auðþekktur frá öðrum sniglum hérlendum, þar sem hann er einlitur rauður þó rauði liturinn geti verið breytilegur. Fullvaxinn er hann tröllvaxinn, miklu stærri en aðrir sniglar af Arion ættkvíslinni. Reyndar hefur þróunin orðið sú að spánarsniglar sem fundist hafa á seinni árum eru mun smávaxnari en þeir sem fundust fyrstu árin og er það aðlögun að stuttu sumri hér á norðurslóðum.

Spánarsnigill á að líkindum eftir að reynast eitt mesta meindýr sem við höfum borið með okkur til landsins. Mikilvægt er að sporna gegn landnámi spánarsnigils eins og frekast er unnt og skal því tortíma þeim sniglum sem ekki gefst kostur á að skila til Náttúrufræðistofnunar eða til okkar ef ekki gefst kostur á að skila þeim þangað. 

Upplýsingar fengnar frá heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands 

Stór snigill fannst á Patreksfirði

Stór snigill fannst á Patreksfirði í vikunni og var komið með hann til greiningar á Náttúrustofuna í Bolungarvík. Líklega er um spánarsnigil að ræða en eftir er að fá staðfestingu frá sérfræðing. Náttúrustofa hvetur fólk á Patreksfirði til að líta í umhverfi sitt og garða og sjá hvort þar finnist fleiri svona stóri sniglar líkir þessum á mynd og safna þeim ef þeir finnast, ásamt því að hafa samband við Náttúrustofuna í Bolungarvík. 

Spánarsnigill er ágeng tegund og dreifist nær eingöngu af mannavöldum, einkum sem egg eða ungviði með plöntum og jarðvegi. Hann er orðinn geysialgengur í nágrannalöndunum og er þar orðinn til mikils skaða í görðum og garðrækt. Snigillinn hefur því átt greiða leið til Íslands með innfluttum plöntum og jarðvegi í blómapottum.

Spánarsnigill á að líkindum eftir að reynast eitt mesta meindýr sem við höfum borið með okkur til landsins.

Upplýsingar fengnar frá heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands 

Óskað eftir samstarfi við minkaveiðimenn

Náttúrustofa Vesturlands leitar nú eftir samvinnu við minkaveiðimenn vegna rannsóknarverkefnisins „Íslenski minkastofninn – stofngerð og áhrifaþættir stofnbreytinga“. Minkur er framandi og ágeng tegund hér á landi. Mikilvægt er að lágmarka tjón af hans völdum og auka þekkingu á stofninum. Nú […]

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is