Fugladagurinn

Fuglaáhugafólk Árleg fuglatalning og fuglaskoðun verður næstkomandi helgi, samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands.
Laugardaginn 5. maí 2018 að morgni.
Mæting kl 10:30 á Norðfirði við Leiruna og kl 11:30 á Reyðarfirði við Andapollinn.
Sérfræðingar leiðbeina og fræða og koma með „fuglaskóp“ en gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Allir velkomnir.

Fréttir af senditækja gæsum

SenditækjagæsirVið hjá Náttúrustofunni höfum flutt fréttir af heiðagæsum sem bera senditæki hér á síðunni síðan þær voru merktar í júlí 2017. Eftir sex mánaða vetrardvöl á Bretlandseyjum hafa þrjár þeirra verið að skila sér til baka undan farna daga. Þær spóka sig nú á Suðurlandi. Gæsin Erlín/Elín heldur til við Hellu og Kristín við Hof í Öræfum og Guðrún við Hornafjörð eins og sjá má á myndinni. Hér má fylgjast með ferðum þeirra.

Fiðrildagildrur tendraðar og yfirlit yfir fiðrildin frá 2017

Í gær, 16. apríl 2018 var kveikt á þremur fiðrildagildrum á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, en fiðrildavöktun er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. (sjá vef NÍ) Árið 2017 voru gildrurnar einnig þrjár á Suðausturlandi. Tvær í Einarslundi við Hornafjörð og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 17. apríl var kveikt á þeim og loguðu […]

The post Fiðrildagildrur tendraðar og yfirlit yfir fiðrildin frá 2017 appeared first on Nattsa.

Ágangur fugla í ræktað land

Álftapar -ljósmynd Halldór W. StefánssonUmhverfisstofnun hefur gefið út rit um ágang fugla í ræktað land.
Þar er fjallað um fugla í ræktuðu landi á Íslandi og um leiðir sem hægt er að beita til að bæta sambýli manna og fugla, báðum til heilla.
Ritið var unnið í samvinnu Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnunar og var dreift með bændablaðinu þann 12. apríl 2018. Ítarlegra efni er svo að finna á vef beggja stofnananna.
Útgefið efni á vef NA

Fyrirlestur um márhalminn í Breiðafirði

Hafdís Sturlaugsdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða á Hólmavík, hélt fróðlegan fyrirlestur um rannsóknir á marhálm í Breiðafirði á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands sem haldinn var í Bolungarvík þann 11. apríl.

Marhálmur (Zostera angustifolia) er graskennd sjávarjurt sem vex víða við vestanvert landið einkum við Breiðafjörð en er sjaldgæfur annarsstaðar. Hann er frekar hávaxin dökkgræn jurt með bandlaga blöð sem vex á leirum en einnig í lygnum vogum og vikum. Hann veitir litlum fiskum og öðrum dýrum skjól á flóði. Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir t.d. margæsir og álftir. Marhálmur er undir sérstakri vernd samkvæmt OSPAR samningsins (Samningur um verndun Norð Austur Atlantshafsins) sem fullgiltur var á Íslandi 1997.

Erindin á ársfundinum voru tekin upp og eru aðgengileg á facebook síðu Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is