Eitt verkefni Nave hlýtur styrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis

Náttúrustofa Vestfjarða sendi inn 3 umsóknir um styrki til Umhverfissjóðs sjókvíaledis í byrjun árs og var ein umsókn samþykkt en hún er ein af samtals 13 samþykktum umsóknum á þessu ári.

Verkefnið Grunnvöktun á fjöru Ísafjarðardjúps mun fá styrk að upphæð 6,4 milljónir króna.

Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir Náttúrustofuna og fiskeldið en meginmarkmið sjóðsins er að fjármagna verkefni sem stuðla að því að aðlaga fiskeldi hér á landi sem mest þeim umhverfisskilyrðum sem fyrir hendi eru og lágmarka þannig umhverfisáhrif áf völdum sjókvíaledis.

Senditækjakýrin Linda

Fyrstu dagana í apríl voru30414870 2049447251756878 7906772408088920064 o hér tveir Frakkar að gera heimildamynd um Ísland og þar á meðal hreindýrin. Heimsóttu þau senditækjakúnna Lindu sem var við Háreksstaði stutt frá vegi en varað hafði verið við hreindýrum á Jökuldalsheiði í útvarpinu um morguninn. Er dýrin fældust frá vegi sendu Frakkarnir dróna á eftir þeim og samkvæmt staðsetningum virtist hann ekki hafa haft mikil áhrif á þau. Gulir punktar á korti eru frá kl1200 og 1800 en dróninn fór á eftir þeim um 1500.

 

Senditækjakúin Linda

Fyrstu dagana í apríl voru30414870 2049447251756878 7906772408088920064 o hér tveir Frakkar að gera heimildamynd um Ísland og þar á meðal hreindýrin. Heimsóttu þau senditækjakúnna Lindu sem var við Háreksstaði stutt frá vegi en varað hafði verið við hreindýrum á Jökuldalsheiði í útvarpinu um morguninn. Er dýrin fældust frá vegi sendu Frakkarnir dróna á eftir þeim og samkvæmt staðsetningum virtist hann ekki hafa haft mikil áhrif á þau. Gulir punktar á korti eru frá kl1200 og 1800 en dróninn fór á eftir þeim um 1500.

 

Hörfandi jöklar

Út er komin skýrslan; Hörfandi jöklar – Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul. Eins og heitið bendir til eru í henni kynntar gönguleiðir, þaðan sem hægt er að fá glögga sýn á þær breytingar sem orðið á jöklum á síðustu áratugum. Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir samstarfsaðilar eru Veðurstofa Íslands, […]

The post Hörfandi jöklar appeared first on Nattsa.

Loðna á fjörum við Steingrímsfjörð

Nokkuð er af loðnu (Mallottus villosus) á förum við Steingrímsfjörð. Loðnan deyr eftir hrygningu og rekur þá á fjörur. Einnig sjást hrogn á fjörum líka þó ekki í miklum mæli. Þetta er gósentíð fyrir fugla og aðrar skepnur sem leita að æti í fjörum. Loðnan er uppsjávarfiskur um 13-18 cm að lengd. Hún er silfruð á lit og glampar á hana þegar hún liggur á fjörunum. Áður fyrr var hún nýtt í skepnufóður þegar hún rak á land og eflaust hægt að gera það ennþá þar sem auðvelt er safna henni saman.

 


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is