Heiðagæsirnar spóka sig nú í Bretlandi

KristínÍ lok júlí sl. setti Náttúrustofa Austurlands í samvinnu við Verkís og WWT (Wildfowl and Wetland Trust) GPS senditæki á fimm heiðagæsir í sárum á Vesturöræfum. Megin tilgangurinn var að skrásetja ferðir og landnýtingu gæsanna með nákvæmari hætti en áður hefur verið gert. Þær senda nú frá sér upplýsingar um staðsetningu daglega.
Gæsirnar fimm voru allt kvenfuglar sem fengu nöfnin; Kristín, Rán, Áslaug, Guðrún og Erlín/Elín. Eftir að þær urðu aftur fleygar var hægt að fylgjast með þeim yfirgefa merkingasvæðið fyrir utan Rán sem hætti að senda merki frá sér í byrjun ágúst. Gæsirnar fjórar sem sendu frá sér staðsetningar yfirgáfu Ísland um miðjan september og dvelja nú á vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum. Lengi vel var óttast að Rán hefði drepist skömmu eftir merkingu en svo bárust þær gleðifréttir frá vinum okkar í Bretlandi að hún hefði sést hress og kát þann 29. október við Lytham Ross. Þær Kristín og Guðrún halda sig í nágrenni við Liverpool en Áslaug og Erlín/Elín eru í Skotlandi við Dundee og Aberdeen.


Nú er hægt að fylgjast með gæsunum á meðfylgjandi vefslóð og vonandi lifa þær veturinn af og skila sér á varpslóðir vorið 2018. Þar er m.a. hægt að sjá að Áslaug fór fyrst af stað yfir hafið, en hún lagið af stað austan Þrándarjökuls snemma dags þann 14. september og var komið til Skotlands um kvöldið. Kristín var austan Snæfells þegar hún ákvað að fara af landi brott að kvöldi 14. september. Hún var svo lent snemma morguns þann 15. september í Skotlandi. Guðrún fór fyrst suður að Höfn áður en hún flaug yfir hafið en Erlín/Elín fór hinsvegar úr Fljótsdalsheiðinni beint til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum.
http://gps.verkis.is/heidagaes17/
Af tæknilegum ástæðum hefur hluti staðsetninga gæsanna fallið út en unnið er að lagfæringum.

Rán  Áslaug   

Guðrún  Elín/Erlín

Heiðagæsirnar spóka sig nú í Bretlandi

KristínÍ lok júlí sl. setti Náttúrustofa Austurlands í samvinnu við Verkís og WWT (Wildfowl and Wetland Trust) GPS senditæki á fimm heiðagæsir í sárum á Vesturöræfum. Megin tilgangurinn var að skrásetja ferðir og landnýtingu gæsanna með nákvæmari hætti en áður hefur verið gert. Þær senda nú frá sér upplýsingar um staðsetningu daglega.
Gæsirnar fimm voru allt kvenfuglar sem fengu nöfnin; Kristín, Rán, Áslaug, Guðrún og Erlín/Elín. Eftir að þær urðu aftur fleygar var hægt að fylgjast með þeim yfirgefa merkingasvæðið fyrir utan Rán sem hætti að senda merki frá sér í byrjun ágúst. Gæsirnar fjórar sem sendu frá sér staðsetningar yfirgáfu Ísland um miðjan september og dvelja nú á vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum. Lengi vel var óttast að Rán hefði drepist skömmu eftir merkingu en svo bárust þær gleðifréttir frá vinum okkar í Bretlandi að hún hefði sést hress og kát þann 29. október við Lytham Ross. Þær Kristín og Guðrún halda sig í nágrenni við Liverpool en Áslaug og Erlín/Elín eru í Skotlandi við Dundee og Aberdeen.


Nú er hægt að fylgjast með gæsunum á meðfylgjandi vefslóð og vonandi lifa þær veturinn af og skila sér á varpslóðir vorið 2018. Þar er m.a. hægt að sjá að Áslaug fór fyrst af stað yfir hafið, en hún lagið af stað austan Þrándarjökuls snemma dags þann 14. september og var komið til Skotlands um kvöldið. Kristín var austan Snæfells þegar hún ákvað að fara af landi brott að kvöldi 14. september. Hún var svo lent snemma morguns þann 15. september í Skotlandi. Guðrún fór fyrst suður að Höfn áður en hún flaug yfir hafið en Erlín/Elín fór hinsvegar úr Fljótsdalsheiðinni beint til vetrarstöðvanna á Bretlandseyjum.
http://gps.verkis.is/heidagaes17/
Af tæknilegum ástæðum hefur hluti staðsetninga gæsanna fallið út en unnið er að lagfæringum.

Rán  Áslaug   

Guðrún  Elín/Erlín

Hrafnaþing 29. nóvember 2017

Hvetjum áhugafólk um grjótkrabbann að mæta á Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands á morgun, 29. nóvember klukkan 15:15 Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, flytja erindið & [...]

Fjallafinka (Fringilla montifringilla)

Fjallafinka (Fringilla montifringilla) sást á Hólmavík meðal annars 26. október síðastliðinn. Hún sást af og til í eina viku að minnsta kosti, en líklegt var að um nokkra fugla hafi verið að ræða. Fjallafinka er á stærð við steindepil, með rauðgula bringu og hálsi en dekkri á höfði og herðum. Fjallafinka er algengust á haustin og hefur sést víða um land. Hun hefur orpið af og til í öllum landshlutum. Búsvæði hennar eru barrskógar í Evrópu og Asíu (Jóhann Óli Hilmarsson, Íslenskur fuglavísir).

Meðfylgjandi myndir tók Björk Ingvarsdóttir en fuglinn flaug á rúðu og vakaðist en náði sér aftur og flaug á braut. 

Bjartur passaði upp á fuglinn meðan hann var að ná sér.

 

 

Uppskerutapí ræktarlöndum í Austur-Skaftafellssýslu vegna ágangs gæsa, árið 2016

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um uppskerutap í ræktarlöndum vegna ágangs gæsa 2016.  Verkefnið var samstarfsverkefni Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Búnaðarsambands Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands. Skýrslan greinir frá verkefni sem unnið var í Austur-Skaftafellssýslu árið 2016. Þar var borin saman uppskera af friðuðum grasreitum við reiti sem fuglar komust að. Einnig voru skoðuð tengsl […]

The post Uppskerutap í ræktarlöndum í Austur-Skaftafellssýslu vegna ágangs gæsa, árið 2016 appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is