Fugladagurinn 2018

Fugladagurinn á ReyðarfirðiÁrlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðarmanna var að þessu sinni haldinn 05. maí 2018. Fugladagurinn hefur verið haldinn árlega frá 2000 og hafa stórir og smáir fuglaáhugamenn komið samann á Norðfirði og í Reyðarfirði  og fuglar skoðaðir í og við fjörur í fjarðarbotnum. Náttúrustofan mætir með fjarsjá og fuglabækur sem allir sem vilja geta fengið að kíkja í.  Allir hjálpast að við að finna fugla og greina þá til tegundar. Þeir sem eiga kíkja mæta með slíkt en oftast er lítið mál að fá að kíkja hjá öðrum. Umræður spinnast gjarnan í kringum það sem sést og eru þá gjarnan skoðuð bæði greiningareinkenni tegunda en einnig velt fyrir sér ýmsu atferli, búsvæðum og fæðutegundum.  Enginn fugl er ómerkilegur og spurningar og forvitni þeim tengdum eru kærkomnar og velkomnar.

Sjö ára gamall „portúgalskur“ jaðrakan sást í Bolungarvík

Fuglar eru litmerktir til að auðveldara sé að fylgjast með ferðum þeirra og lífsháttum. Hver fugl ber einstaka samsetningu lithringja eða litflagga og má þekkja þá á löngu færi án þess að ná þeim aftur.

Þessi jaðrakan (Limosa limosa) sem sást til 7. maí í Bolungarvík er slíkt dæmi og var fuglinn merktur í Portúgal nóvember 2011. Síðan hann var merktur hefur sést til hans nokkrum sinnum í Portúgal, einu sinni í Hollandi og síðast tvísvar í Vorsabæ í Árnessýslu um vorið 2017. Ekki hefur sést til hans á Vestfjörðum fyrr en núna. Nú er spurning hvort að þessi fugl sé að verpa hér á svæðinu eða hvort hann hafi bara komið í heimsókn. Jaðrakanar verpa dreift um Vestur- og mið-Evrópu, oft í Hollandi og austur um Rússland. Til eru íslenskir jarðrakanar (Limosa limosa islandica) en þeir verpa nær eingöngu á Íslandi og halda svo að norður- og vesturmörkum útbreiðslusvæðis tegundarinnar yfir vetrartímann til dæmis til Bretlandseyja, stranda Vestur-Evrópu; frá Þýskalandi, til Portúgals og Marókko en flestir finnast á Írlandi.

Flestar algengar fuglategundir mættar vestur

Um þessar mundir eru flestar algengar fuglategundir mættar til Vestfjarða. Skógarþrösturinn (Turdus iliacus) er mættur en þann 22. mars sást til hans í garðinum a Bassastöðum í Steingrímsfirði. Heiðlóan (Pluvialis apricaria) er mætt en til hennar sást á Hólmavík þann 19. apríl. Til jarðraka (Limosa limosa) sást á Bassastöðum og í Önundarfirði en hrossagaukurinn (Gallinago gallinago) hefur sést á Bassastöðum, í Súðavík og á Flateyri. Til sandlóu (Charadrius hiaticula) sást í botni Hestfjarða þann 30. apríl. Spói (Numenius phaeopus) sást sama dag í Engidal. Spói er algengur varpfugl á Íslandi. Hann heldur sig í Vestur-Afríku yfir vetrartímann og eru dæmi um að hann hafi flogið frá Íslandi til Afríku án þess að stoppa á leiðinni.

Nú erum við að bíða eftir kríunni en hún ætti að vera á leiðinni frá Suður-Afríku og Suðurskautslandinu þar sem hún dvelur frá u.þ.b. september til maí.

Við þökkum þeim fuglaáhugamönnum sem hafa látið vita af þeim fuglum sem þeir hafa fylgst með og sent upplýsingar á netfangið svartfugl@snerpa.is.

Fugladagurinn

Fuglaáhugafólk Árleg fuglatalning og fuglaskoðun verður næstkomandi helgi, samvinnuferð Ferðafélags Fjarðamanna og Náttúrustofu Austurlands.
Laugardaginn 5. maí 2018 að morgni.
Mæting kl 10:30 á Norðfirði við Leiruna og kl 11:30 á Reyðarfirði við Andapollinn.
Sérfræðingar leiðbeina og fræða og koma með „fuglaskóp“ en gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Allir velkomnir.

Fréttir af senditækja gæsum

SenditækjagæsirVið hjá Náttúrustofunni höfum flutt fréttir af heiðagæsum sem bera senditæki hér á síðunni síðan þær voru merktar í júlí 2017. Eftir sex mánaða vetrardvöl á Bretlandseyjum hafa þrjár þeirra verið að skila sér til baka undan farna daga. Þær spóka sig nú á Suðurlandi. Gæsin Erlín/Elín heldur til við Hellu og Kristín við Hof í Öræfum og Guðrún við Hornafjörð eins og sjá má á myndinni. Hér má fylgjast með ferðum þeirra.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is