Blessuð sé minning þeirra

2022 08 17 071  2

Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum varð hörmulegt flugslys í Sauðahlíðum norðaustan við Hornbrynju á sunnudag. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur, starfsfólk Náttúrustofunnar. Þau létust bæði við slysið, auk flugmanns vélarinnar.
Fríða og Skarphéðinn sinntu rannsóknum og vöktun á hreindýrastofninum hér á landi, og var flugið þáttur í því verkefni. Árlega eru farnar nokkrar flugferðir til þess að telja hreindýr úr lofti og hefur það verið hluti af verkefnum Náttúrustofunnar um árabil.
Orð geta ekki lýst því hversu þungbært það er að missa vinnufélaga og vini í svo hörmulegu slysi. Höggvið var stórt skarð í fámennan og þéttan starfsmannahóp. Verkefni næstu daga verða fyrst og fremst að halda utan um hvert annað, styðja og styrkja til að takast á við áfallið saman.
Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu og ástvinum allra þeirra sem létust. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands

Kríum fækkar á Snæfellsnesi

Náttúrustofan hefur nú lokið við úttekt á kríuvörpum á Snæfellsnesi. Metinn var heildarfjöldi kríuhreiðra í stóra kríuvarpinu við Rif og Hellissand, en það var einnig gert í fyrra í fyrsta sinn. Útbreiðsla varpsins var kortlögð og þéttleiki hreiðra mældur á fjölmörgum stöðum í varpinu, sem valdir voru með tilviljanakenndum hætti. Úrvinnsla stendur yfir og verða […]

Fuglaskoðun við Áshildarholtsvatn

Fuglaskoðun við Áshildarholtsvatn

Næstkomandi þriðjudag, 4. júlí, stendur Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Ferðafélag Skagfirðinga fyrir fuglaskoðun kl 17:15. Mæting er við hesthúsin hjá fuglatjörninni. Leiðsögumaður er Einar Þorleifsson náttúrufræðingur.

Grindhvalavaða heldur til við Ólafsvík

Grindhvalavaða hefur haldið til við Ólafsvík síðustu tvo sólarhringa. Nokkrum sinnum hefur hópurinn komið mjög nærri landi og verið nálægt því að stranda.Í gær tókst björgunarsveitarfólki að reka hópinn frá landi norðvestan Ennis en síðdegis í dag fundu starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hópinn (um 50 dýr) aftur og nú við […]

Vöktun fugla á fartíma

Í dag, 31. maí, lauk fuglatalningum á leirum í Helgafellssveit. Fjögur rannsóknarsvæði í nágrenni við Stykkishólm voru talin á fjöru allan maímánuð – samtals í 11 talningum. Markmið vöktunarrannsóknarinnar, sem hófst í maí 2022, er að mæla tímasetningu og útslag sveiflu í fjölda varpfugla sem fara um fjörur sunnanverðs Breiðafjarðar hvert vor. Allir fuglar voru […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni