Vöktun á vegum Náttúrustofunnar

Vorið er á næsta leiti þó að vorkoman sé eitthvað að hiksta núna eftir góðan vetur. Vorinu fylgir vöktun á lífríkinu hjá Náttúrustofunni.

Í byrjun apríl hófst vöktun á blómgun blómplantna. Það er verkefnið „Sóley“ sem Náttúrustofan hefur tekið þátt í frá 2010 eða frá upphafi. Á svæði við Hólmavík er nú fylgst með blómgun vetrarblóms (saxifraga oppositifolia). Staðan 17. apríl var sú að af 20 plöntum sem fylgst er með sér í lit blóma á 8 þeirra og hin eru komin með knúppa. Í byrjun maí verður svo fylgst með blómgun klóelftingar (equisetum arvense) og um miðjan maí byrjar lambagras (silene acaulis) og ilmreyr (anthoxanthum odoratum) að blómstra. Einnig er fylgst með holtasóley (Dryas octopetala) en hún er heldur seinni en hin blómin. Í Bolungarvík verður eins og undanfarin ár fylgst með lambagrasi, holtasóley og ilmrey.

Fiðrildavöktun hófst einnig hjá Náttúrustofunni 2010. Notaðar eru ljósgildrur til að veiða fiðrildi. Vitjað er um gildrurnar einu sinni í viku. Vöktunin hefst um miðjan apríl og stendur til loka október. Náttúrustofan er með þrjár gildrur á sínum vegum, við Þverárvirkjun og í Stakkamýri á Hólmavík og eina Reiðhjallavirkjun í Bolungarvík. Fiðrildavöktun er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands, Náttúrustofa um allt land og ýmissa annarra aðila.

Niðustöður fiðrildavöktunar 2016

Náttúrustofan starfrækir tvær fiðrildagildrur, í Ási í Kelduhverfi og Skútustöðum í Mývatnssveit. Kveikt er á gildrunum um miðjan apríl og þær teknar niður í nóvember. Vikulega eru gildrurnar tæmdar og yfirfarnar. Veturinn er síðan nýttur til að telja og greina fiðrildin til tegundar. Nú hefur verið unnið úr sýnum ársins 2016 að því undanskyldu að […]

2 verkefni Nave hljóta styrki úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis

Náttúrustofa Vestfjarða sendi inn 2 umsóknir um styrki til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis í byrjun árs og voru báðar umsóknir samþykktar en þær eru 2 af samtals 9 samþykktum umsóknum.

Verkefnið Vöktun á lús á viltum laxfiskum á Vestfjörðum mun fá styrk að upphæð 4,94 milljónir króna og verkefnið Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla að upphæð 1,8 milljóna króna.

Þetta eru afar jákvæðar fréttir bæði fyrir Náttúrustofuna og fiskeldið en eins og kunnugt er, er rannsókna þörf þar sem uppbyggingin á fiskeldi á Íslandi er mikil um þessar mundir.

 

 

Náttúrustofuþing á Húsavík

Náttúrustofuþing verður haldið á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 6. apríl. Á þinginu verður fjölbreytt dagskrá sem sjá má hér að neðan. Allir velkomnir.      

Þrösturinn mættur til Vestfjarða

Skógarþrösturinn (Turdus iliacus) er mættur til Vestfjarða en þann 29. mars 2017 sást til hans á Bassastöðum í Steingrímsfirði.

Skógarþrösturinn dvelur á Íslandi frá um lok mars til um miðjan október en fer svo til Vestur Evrópu, þá aðallega til Skotlands, Irlands, Frakklands og Spánar. Hann er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og garða í þéttbýli. Á eftir þúfutittlingnum er hann sá algengasti spörfugla hérlendis.

Guðbandur Sverrisson á Bassastöðum í Steingrímsfirði sendi okkur myndirnar og þökkum við honum fyrir.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is