Starf forstöðumanns laust til umsóknar

Starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Norðurlands vestra er þekkingar- og þjónustuaðili sem vinnur að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun í tengslum við náttúrufar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs með möguleika á framlengingu.

Kennsl boriná tæplega þúsund háhyrninga við Snæfellsnes

Borin hafa verið kennsl á tæplega eitt þúsund mismunandi háhyrninga sem ljósmyndaðir voru við Snæfellsnes. Þetta sýnir ný skýrsla Orca Guardians og Náttúrustofu Vesturlands.  Greint er á milli háhyrninga út frá stærð og lögun bakhyrnunnar og grás bletts (söðulblettur) fyrir aftan og til hliðar við bakhyrnuna. Hver háhyrningur er einstakur að þessu leyti. Byggð hefur […]

Nýr starfsmaður til liðs við Náttúrustofuna

Í desember var gengið frá ráðningu Jakobs Johanns Stakowski í starf verkefnisstjóra verndar Breiðafjarðar. Starfið er til eins árs með möguleika á framlengingu.  Alls bárust 12 umsóknir um starfið og stóð valið á milli nokkurra mjög vel hæfra einstaklinga.  Jakob hefur lokið B.S., viðbótardiplómu og M.S. í landfræði við Háskóla Íslands, með áherslu á umhverfisfræði, […]

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Ný grein um ferðamenn og selaskoðun

Landselur við Illugastaði. Mynd Cécile M. Chauvat.

Ný grein „Visitor's values and perceptions of seal watching management in Northwestern Iceland“ birtist á dögunum í vísindaritinu „Journal of Sustainable Tourism“ og fjallar hún um viðhorf ferðamanna til ýmissa atriða í tengslum við selaskoðun.

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni