Sumarstörf í boði fyrir tvo háskólanema hjá BioPol og NNV

BioPol, í samstarfi við Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskar eftir að ráða tvo háskólanema (í grunn- eða meistaranámi í raunvísindum) til að smíða umhverfismæla fyrir sjávarrannsóknir. Verkefnið verður unnið eftir fyrirmynd „OpenCDT“ með ákveðnum breytingum.

Grein um grjótkrabba birtist í vísindariti ICES JMS

Greinin Population dynamics of three brachyuran crab species (Decapoda) in Icelandic waters: impact of recent colonization of the Atlantic rock crab (Cancer irroratus) er nú komin út í hinu virta vísindariti ICES Journal of Marine Science.  Náttúrustofa Suðvesturlands, Háskóli  Íslands og Hafrannsóknastofnun unnu að greininni.      Rannsók [...]

Fiðrildavöktun 2020 hafin

Fiðrildaveiðar eru nú hafnar hjá okkur á Suðurnesjum þetta árið og munu standa yfir næstu 32 vikurnar. Náttúrustofan hefur frá árinu 2016 staðið árlega að vöktun fiðrilda í Norðurkoti. Vöktun fiðrilda hófst fyrst hér á landi árið 1995 fyrir tilstilli Náttúrufræðistofnunar Íslands. Náttúrust [...]

Fuglar og fuglaskoðun á Reykjanesskaga

Sumarið er gengið í garð og sá tími árs þegar farfuglarnir flykkjast til landsins. Reykjanesið er upplagt til fuglaskoðunar og þar er aðgengi að flestum skoðunarstöðum gott. Til fuglaskoðunar þarf lítið annað en góð föt, nesti og góðan kíki. Sjónauki á fæti og myndavél með góðri aðdráttarlinsu gera leikinn [...]

Ljós tendruð á fiðrildagildrum

Að venju voru fiðrildagildrur settar upp í dag, 16. apríl. Hingað til hefur Náttúrustofan verið með tvær gildrur, aðra við Ás í Kelduhverfi og hina við Skútustaði í Mývatnssveit. Gildran við Skútustaði hefur ekki gengið nógu vel. Perur hafa sprungið ört sem kemur niður á gæði gagnanna. Því var ákveðið að finna þeirri gildru nýjan […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni