Um samtökin

Samtök náttúrustofa voru stofnuð 16. maí 2002.

Aðilar að samtökunum eru starfandi náttúrustofur á landinu, þ.e. Náttúrustofur Suðvesturlands, Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands vestra, Norðausturlands, Austurlands, Suðausturlands og Suðurlands.

Lög samtaka náttúrustofa

Á myndinni sjást aðilar á stofnfundi Samtaka náttúrustofa, frá vinstri: Sigrún Edda Eðvarðsdóttir formaður stjórnar Náttúrustofu Reykjaness, Guðrún Áslaug Jónsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands. Sveinn Kári Valdimarsson forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness, Róbert A. Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, Þorleifur Eiríksson forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, Ármann Höskuldsson fráfarandi forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra og Einar Már Sigurðarson meðstjórnandi Náttúrustofu Austurlands.

 

Starfsfólk Náttúrustofa. Tekið á Náttúrustofuþingi á Höfn í Hornafirði vor 2015
Starfsfólk Náttúrustofa. Tekið á Náttúrustofuþingi á Höfn í Hornafirði vor 2015

 

Starfsfólk náttúrustofa landsins á Náttúrustofuþingi í Skagafirði vorið 2019

Starfsfólk náttúrustofa landsins á Náttúrustofuþingi í Skagafirði vorið 2019.

 


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni