Krían er komin til Bolungarvíkur

Nokkrir dagar eru síðan krían sást á Ísafirði og í Bolungarvík en í dag voru um 300 stykki á sandinum í Bolungarvík. Kríuvarpið í Bolungarvík telur um 4000 fugla og hefur Náttúrustofan hug á að rannsaka það betur vegna breytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu.

Krían er komin til Bolungarvíkur

Nokkrir dagar eru síðan krían sást á Ísafirði og í Bolungarvík en í dag voru um 300 stykki á sandinum í Bolungarvík. Kríuvarpið í Bolungarvík telur um 4000 fugla og hefur Náttúrustofan hug á að rannsaka það betur vegna breytinga sem hafa átt sér stað á svæðinu.

Ársfundur Náttúrustofu Vestfjarða

Ársfundur Náttúrustofu Vestfjarða verður haldinn þann 10. maí í samkomuhúsinu á Þingeyri og verður ársfundurinn hluti af ársfundadegi Fjórðungssambands Vestfjarða, Náttúrustofu Vestfjarða, Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks og Vestfjarðastofu. Dagskrá ársfundadagsins hefst kl 10:15 en ársfundur Náttúrustofunnar hefst 12:40 og er til 13:40. 

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 

1. Setning

2. Kjör fundarstjóra ritara

3. Ársskýrsla 2018

4. Ársreikningur 2018

5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna

6. Kynning á samtökum náttúrustofa

7. Verkefnin og framtíðin

8. Önnur mál.  

 

Hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemina

Rákönd sást í Bolungarvík

Rákönd (Anas carolinensis eða Anas crecca carolinensis) sást í byrjun maí á Syðridalsvatni. Rákönd er algengur fugl í Norður - Ameríku en flækingur hér um slóðir. Rákönd og urtönd eru mjög líkar en munurinn er að rákönd er með lóðrétta hvíta línu við bringuna. 

Sigríður Línberg Runólfsdóttir náði mynd af fuglinum sem er með fréttinni og þökkum við henni fyrir afnot myndarinnar. 

 

 

Karratalningar

Nú fara fram vortalningar á körrum um land allt. Þessi árstími hentar einkar vel því á vorin eru karrar mjög áberandi, tylla sér á háa staði, hreykja sér hátt og verja sín óðul. Út frá þessum talningum er stofnvísitala rjúpnastofnsins metin. Árlega eru gengin ákveðin snið á varpsvæðum rjúpun [...]

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is