Föstudagshádegi í Nýheimum

Á morgun í hádeginu, föstudaginn 22. febrúar mun Dr. Lilja Jóhannesdóttir vistfræðingur hjá Náttúrustofu Suðausturlands flytja erindi í Nýheimum. Fyrlesturinn kallast “Fuglaparadísin Austur-Skaftafellssýsla” og fjallar um sérstöðu svæðisins og mikilvægi þess fyrir fugla. Inn í fyrirlesturinn fléttast umfjöllun um fuglarannsóknir Náttúrustofu Suðasturlands og hvernig þær endurspegla þessa sérstöðu. Erindið hefst kl. 12:30, en frá kl. […]

The post Föstudagshádegi í Nýheimum appeared first on Nattsa.

Náttúrurannsóknir - Skemmtileg blanda útivistar og úrvinnslu.

NatturustofaAusturlandsStarf.jpgNáttúrurannsóknir - Skemmtileg blanda útivistar og úrvinnslu.
Okkur vantar öflugan liðsfélaga með brennandi áhuga á náttúrufari.
Viðfangsefni okkar eru fjölbreytt og á ólíkum sviðum náttúrurannsókna. Við stundum m.a. rannsóknir og vöktun á hreindýrastofninum, fuglum, gróðri og lífríki í ám og sjó. Störfin eru góð blanda af útivist og úrvinnslu. Verkefni geta verið t.d. verkefnastjórn og þróun nýrra verkefna, rannsóknir á vettvangi, greiningar, kortagerð, gerð vefsjáa og fræðsluefnis, allt í takt við sérsvið umsækjenda. Á litlum vinnustað hjálpast allir að við ólík verkefni.

Hressir krakkarí tunglskoðun hjá Náttúrustofu Suðausturlands

Að morgni 31. janúar fengum við hressa krakka úr sjötta bekk grunnskóla Hornafjarðar í heimsókn. Tilefnið var samstaða tunglsins með reikistjörnunum Venus og Júpíter. Í ljósaskiptunum þann morguninn voru þessir hnettir reyndar afar lágt á lofti og sáust því í mikilli tíbrá. Þó mátti greina stóra gíga í yfirborði tunglsins. Aðstæður voru þó allt annað […]

The post Hressir krakkar í tunglskoðun hjá Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.

Viðtal við Margréti Hallmundsdóttir á Rás 1

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir var í viðtali á Rás 1 í gær og fjallaði um fornleifarannsóknir almennt en aðallega um fornleifarannsóknir í Arnarfirði.

í uppgrefti við Arnarfjörð; Á Hrafnseyri, og á Parti í landi  Auðkúlu hefur komið í ljós að mikil járnvinnsla hefur átt sér stað á bæjunum.  

Á Parti í landi Auðkúlu er skáli sem rannsóknir eru hálfnaðar á og er fyrirhugað að halda áfram með uppgröftinn í sumar. Í fyrstu aldursgreiningunni kom í ljós að skálinn er frá 9 öld.  Í fyrra sumar var grafinn öskuhaugurinn og á eftir að koma út úr aldursgreiningunni á honum en búist er við að sé frá 10 - 11 öld. Þar hafa fundist glerperlur, silfurhringur og dæmigerðir víkingaaldagripir. 

Hægt er að hlusta á viðtalið hér: 

 

http://www.ruv.is/spila/ras-1/samfelagid/20190123-0 

Vetrafuglatalningar á Vestfjörðum 2018-2019

Lokin er árleg vetrafuglatalning sem framkvæmd er af Náttúrustofu Vestfjarða ásamt sjálfboðaliðum sem að þessu sinni voru Hilmar Pálsson, Guðbjörg Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Matthías Lýðsson. Fuglar eru taldir í hluta Álftafjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Skutulsfjarðar, Súgandafjarðar, Steingrímsfjarðar og Bolungarvíkur. Verkefnið er skipulagt af Náttúrufræðistofnun Íslands og hægt er að skoða niðurstöður talninga fyrir allt landið á heimasíðu NÍ.  https://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur"etrarfuglatalningar-nidurstodur

Á þeim svæðum sem talin voru á Vestfjörðum sáust um 12 þúsund fuglar og 32 tegundir. Flestir fuglanna voru í Steingrímsfirði, Skutulsfirði og Dýrafirði eða um 2000 fuglar í hverjum. Af þeim tegundum sem sáust var æðarfugl algengastur en af honum voru um 8 þúsund fuglar. Næstar í fjölda voru hávella og stokkönd með tæplega 1 þúsund fugla hvor. Flestar tegundanna sem sáust eru áberandi á Íslandi yfir vetrartímann. Fimm tegundanna, silfurmáfur, svartþröstur, skógarþröstur, hettumáfur og fýll eru ekki áberandi á svæðinu yfir vetrartímann. Stari og æðarkóngur eru tiltölulega sjaldgæfar á svæðinu. Þá sást einnig sjaldgæf austræn undirtegund blesgæsar (Anser albifrons albifrons) í Bolungarvík.

Tjaldar sáust 51 á Þingeyri og 20 í Skutulsfirði. Starar voru 21 á Þingeyri og 4 í Skutulsfirði en hann verpti líklega í fyrsta sinn á Vestfjörðum þetta sumar. https://nave.is/frettir/Starar_verpa_a_Isafirdi/

Æðarkóngar sáust tveir, annar í Skutulsfirði og hinn í Súgandafirði. Mest var af hávellum í Súgandafirði og þar sást líka einn fýll. Haförn og fálki, og nokkrir silfurmáfar voru í Steingrímsfirði. Nokkrar gulendur voru í Steingrímsfirði og Skutulsfirði auk þess sem ein sást í Súgandafirði. Nokkrir toppskarfar voru í Álftafirði, Dýrafirði og Steingrímsfirði.

Lítið var af hröfnum á Suðureyri en það kom ekki á óvart vegna fyrri talninga. https://nave.is/frettir/Vetrarfuglatalningar_Stari_sast_a_Thingeyri_en_enginn_hrafn_sast_a_Sudureyri/


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is