Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2023

Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða er komin út og má nálgast hér og undir útgefið efni 2023.

The post Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2023 appeared first on nave.is.

Fugladagurinn 2024

Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna var haldinn laugardaginn 11.maí 2024. Fjaran var að þessu sinni á góðum tíma og að venju var mæting við Leirurnar á Norðfirði kl 9:30 og Leirurnar á Reyðarfirði kl 10:30 eða klukkutíma síðar.

Veðrið á Norðfirði var með besta móti, sól og ágætlega hlýtt en hvessti örlítið eftir því sem leið á morguninn og dró þá ský fyrir sólu. Á Reyðarfirði var breytileg gola og skýjað og hiti í kringum 8°C.

Í ár mættu fjórir einstaklingar á Reyðarfirði en átta á Norðfirði auk starfsfólks frá Náttúrustofunni. Fjöldi tegunda sem sást að þessu sinni voru alls 32 fuglategundir á Reyðarfirði en 26 á Norðfirði.

Á Reyðarfirði: grágæsir, skúfendur, bjargdúfur, hettumáfar, stelkar, hrossagaukar, heiðlóur, jaðrakan, kríur, skógarþrestir, hrafnar, maríuerlur, stokkendur, urtönd, sandlóur, rauðhöfðaendur, tjaldar, spóar, silfurmáfur, tildrur, súla, teistur, æðarfuglar, straumendur, sendlingar, hávellur, fýlar (múkkar), svartbakar, toppendur, bjartmáfar, lóuþrælar og auðnutittlingur.
Á Norðfirði: Heiðagæsir, grágæsir, rauðhöfðaendur, stokkendur, æðarfuglar, straumendur, hávellur, toppendur, tjaldar, sandlóur, spóar, jaðrakan, stelkar, tildrur, lóuþrælar, sendlingar, kjói, hettumáfar, silfurmáfar, hvítmáfar, kríur, lómar, fýll (ótalinn), hrafn, maríuerla, þúfutittlingur

 Fugladagurinn

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2023

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum.  

Arsskyrsla samsett mynd fyrir vefsidu

Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum

Starfsmenn Náttúrustofunnar störtuðu fuglavinnu sumarsins með uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Látrabjarg. Myndavélar á Látra- og Hornbjargi eru notaðar við Bjargfuglavöktun en á hverri klukkustund taka vélarnar mynd af sama hluta bjargsins og fuglunum sem þar eru.

The post Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum appeared first on nave.is.

Heiðlóa og aðrir farfuglar

Þrjár heiðlóur sáust við Haganes í Skutulsfirði, laugardaginn 20 apríl og í vikunni sáust einnig tveir hrossagaukar. Undanfarið hefur bæst […]

The post Heiðlóa og aðrir farfuglar appeared first on nave.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni