Ný vísindagrein um stafafuru
Nýlega birtist grein í vísindaritinu NeoBiota þar sem fjallað er um útbreiðslu og áhrif stafafuru (Pinus contorta) í Steinadal. Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiddi rannsóknina og meðhöfundar eru Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði og Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofunni.
Greinin fjallar um útbreiðslu stafafuru frá gróðursetningu hennar í Steinadal um miðja síðustu öld og breytingar á árunum 2010–2021. Fjöldi og þéttleiki trjáa jukust með veldisvexti, og útbreiðslusvæðið tífaldaðist á þessum ellefu árum. Stafafura hafði sáð sér í fjölbreytt gróðurlendi, og niðurstöður gróðurmælinga bentu til rýrnunar á fjölda og fjölbreytni æðplöntutegunda með tilkomu hennar. Rannsóknin leiðir í ljós að stafafura sýnir einkenni ágengra tegunda í Steinadal og gæti haft sambærileg áhrif víða á láglendi Íslands.