Jóhanna Sigurðardóttir líffræðingur ráðin til Náttúrustofunnar
Jóhanna Sigurðardóttir líffræðingur kom til starfa hjá Náttúrustofunni sl. haust.
Hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2023 og snéri lokaverkefnið hennar að köfunarhegðun og fæðuatferli hnúfubaka. Jóhanna hefur komið að ýmsum verkefnum frá því hún kom til starfa og m.a. tekið þátt í námskeiði um greiningu púpuhama í ferskvatni. Jóhanna er með með aðsetur á Egilsstöðum og sinnir ýmsum rannsóknum á fuglum, gróðri og smádýralífi. Við bjóðum Jóhönnu hjartanlega velkomna í hópinn okkar.