Jóhanna Sigurðardóttir líffræðingur ráðin til Náttúrustofunnar

att.ereEDRJw8a0iDJBpIGmJXIPuzMsBV62MvYK fZv9azgJóhanna Sigurðardóttir líffræðingur kom til starfa hjá Náttúrustofunni sl. haust.

Hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2023 og snéri lokaverkefnið hennar að köfunarhegðun og fæðuatferli hnúfubaka. Jóhanna hefur komið að ýmsum verkefnum frá því hún kom til starfa og m.a. tekið þátt í námskeiði um greiningu púpuhama í ferskvatni. Jóhanna er með með aðsetur á Egilsstöðum og sinnir ýmsum rannsóknum á fuglum, gróðri og smádýralífi. Við bjóðum Jóhönnu hjartanlega velkomna í hópinn okkar.

Handbók um náttúrutúlkun komin á vefinn

Árið 2011 gaf Náttúrustofa Norðausturlands út handbók í náttúrutúlkun eftir Sigþrúði Stellu Jóhannsdóttur. Fram til þessa hefur verið hægt að kaupa eintak af bókinni hjá náttúrustofunni og einstaka sölustöðum en nú hefur pappírsútgáfu bókarinnar verið hætt og í staðinn er hægt að nálgast hana hér á heimasíðu stofunnar. Fyrir vefútgáfu voru nokkrir kaflar bókarinnar uppfærðir […]

Langtímaverkefnið Grólind

Langtímaverkefnið Grólind

Náttúrustofa Norðurlands vestra í samstarfi við Land og Skóg hefur tekið að sér langtímaverkefnið Grólind fyrir landshlutann. Þrír starfsmenn stofunnar fóru fyrr í vikunni að taka út fyrstu reitina.