Ný grein um vöktun gróðurs á Snæfellsöræfum og Fljótsdalsheiði

Náttúrustofa Austurlands vaktar ástand gróðurs í rannsóknarreitum á Snæfellsöræfum (42) og Fljótsdalsheiði (30) vegna hugsanlegra áhrifa Kárahnjúkavirkjunar, einkum Hálslóns. Meginmarkmiðið er að kanna langtímabreytingar á gróðri. Verkefnið hófst í Kringilsárrana árið 2006, sama ár og byrjað var að safna vatni í Hálslón. Næstu tvö ár var ástand gróðurs kannað á Vesturöræfum og Fljótsdalsheiði og mælingar á öllum svæðunum voru endurteknar áratug síðar.

Skýrslur á íslensku með niðurstöðum frá hverju svæði birtust á árunum 2016-2018 og eru aðgengilegar á síðu Náttúrustofunnar. Áhugi var fyrir að taka niðurstöður frá öllum svæðunum saman auk þess að gera gögnin aðgengileg til mögulegrar notkunar í stærri rannsóknum. Náttúrustofan skrifaði grein sem nú hefur verið birt í vísindaritinu Applied Vegetation Science. Titill greinarinnar er "Decadal vegetation changes in a subarctic-alpine ecosystem: Can effects of Iceland's largest hydropower reservoir, climate change, and herbivory be detected?"

Í greininni er fjallað um þær breytingar á gróðri sem vart var við á rannsóknartímanum og helstu mögulegu áhrifaþættir ræddir, þ.e. bein áhrif Hálslóns, loftslagsbreytingar og beitaráhrif. Gróður var fjölbreyttur og ýmis konar breytingar urðu á tímabilinu, en engin ein alhliða breyting varð á öllu rannsóknarsvæðinu. Mestu breytinganna varð vart á Fljótsdalsheiði, þar sem heildargróðurþekja minnkaði marktækt milli ára í mólendis- og votlendisreitum.

Niðurstöðurnar bentu til þess að svæðið væri undir margvíslegum og samverkandi áhrifum, m.a. af mannavöldum. Möguleg áhrif Hálslóns á gróður í reitum á tímabilinu voru einkum óbein, m.a. vegna taps á beitar- og varplandi og breytinga á hagagöngu hreindýra. Miklar stofnstærðarbreytingar hjá bæði hreindýrum og heiðagæsum um þetta leyti voru einnig líklegar til að hafa haft áhrif. Möguleg áhrif loftslagsbreytinga féllu í skuggann af miklum breytingum á landnotkun.

Greinin er tileinkuð einum af höfundunum, Skarphéðni G. Þórissyni og hana má nálgast með því að smella hér. 

Mynd

Lundarannsóknir 2023

Nýtt! Lundarannsóknir 2023  

Stórir og smáir gestir

Náttúrustofunni hafa borist fregnir af bæði stórum og smáum gesti. Glóbrystingur (Erithacus rubecula) hefur gert sig heimakominn í garði í […]

The post Stórir og smáir gestir appeared first on nave.is.

Tveir styrkirúr Atvinnu- og rannsóknasjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2024

Landselur liggur á sandbakka við Fjallsá og klórar sér í andlitinuÞann 8. mars hlaut Náttúrustofa Suðausturlands tvo styrki úr Atvinnu- og rannsóknasjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Annars vegar 325.000 kr. til frekari rannsókna á klettafrú og hins vegar 325.000 kr. til að hefja reglulegar talningar á landsel í Hornafirði og Skarðsfirði.

The post Tveir styrkir úr Atvinnu- og rannsóknasjóði Sveitarfélagsins Hornafjarðar árið 2024 appeared first on Nattsa.is.

Flækingur á Dalatanga

Þann 15. mars síðastliðinn sá Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir á Dalatanga Hagaskvettu Saxicola rubicola  í útihúsi á bænum og tók hún þessar myndir þar.
Hagaskvetta er smár spörfugl sem er algengur varpfugl í Evrópu en er sjaldgæfur flækingar hérlendis. Flestar tilkynningar hafa borist um hana að vori. Hagaskvettan sem sást á Dalatanga  virðist vera fullorðinn karlfugl, en þeir eru með dökkann haus og áberandi hvíta skellu undir kinn samanborið við ljósara höfuð kvenfugls.

1000001545Hagaskvetta


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni