Vetrafuglatalningar á Vestfjörðum 2018-2019

Lokin er árleg vetrafuglatalning sem framkvæmd er af Náttúrustofu Vestfjarða ásamt sjálfboðaliðum sem að þessu sinni voru Hilmar Pálsson, Guðbjörg Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Matthías Lýðsson. Fuglar eru taldir í hluta Álftafjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Skutulsfjarðar, Súgandafjarðar, Steingrímsfjarðar og Bolungarvíkur. Verkefnið er skipulagt af Náttúrufræðistofnun Íslands og hægt er að skoða niðurstöður talninga fyrir allt landið á heimasíðu NÍ.  https://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur"etrarfuglatalningar-nidurstodur

Á þeim svæðum sem talin voru á Vestfjörðum sáust um 12 þúsund fuglar og 32 tegundir. Flestir fuglanna voru í Steingrímsfirði, Skutulsfirði og Dýrafirði eða um 2000 fuglar í hverjum. Af þeim tegundum sem sáust var æðarfugl algengastur en af honum voru um 8 þúsund fuglar. Næstar í fjölda voru hávella og stokkönd með tæplega 1 þúsund fugla hvor. Flestar tegundanna sem sáust eru áberandi á Íslandi yfir vetrartímann. Fimm tegundanna, silfurmáfur, svartþröstur, skógarþröstur, hettumáfur og fýll eru ekki áberandi á svæðinu yfir vetrartímann. Stari og æðarkóngur eru tiltölulega sjaldgæfar á svæðinu. Þá sást einnig sjaldgæf austræn undirtegund blesgæsar (Anser albifrons albifrons) í Bolungarvík.

Tjaldar sáust 51 á Þingeyri og 20 í Skutulsfirði. Starar voru 21 á Þingeyri og 4 í Skutulsfirði en hann verpti líklega í fyrsta sinn á Vestfjörðum þetta sumar. https://nave.is/frettir/Starar_verpa_a_Isafirdi/

Æðarkóngar sáust tveir, annar í Skutulsfirði og hinn í Súgandafirði. Mest var af hávellum í Súgandafirði og þar sást líka einn fýll. Haförn og fálki, og nokkrir silfurmáfar voru í Steingrímsfirði. Nokkrar gulendur voru í Steingrímsfirði og Skutulsfirði auk þess sem ein sást í Súgandafirði. Nokkrir toppskarfar voru í Álftafirði, Dýrafirði og Steingrímsfirði.

Lítið var af hröfnum á Suðureyri en það kom ekki á óvart vegna fyrri talninga. https://nave.is/frettir/Vetrarfuglatalningar_Stari_sast_a_Thingeyri_en_enginn_hrafn_sast_a_Sudureyri/

Eyruglan sást á Mýrum í Dýrafirði

Guðjón Torfi frá Mýrum í Dýrafirði sá Eyruglu (Asio otus) milli runna í Dýrafirði þann 8. janúar. Eyrugla er útbreiddur varpfugl í Evrópu, Asíu og N-Ameríku og er þekktur flækingsfugl hér á landi. 

 

Fiðrildavöktun 2018 á Suðausturlandi

Sumarið 2018 voru þrjár fiðrildagildrur í gangi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Tvær gildrur í Einarslundi við Hornafjörð og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 17. apríl var kveikt á gildrunum og loguðu þær til 12.  nóvember, en ljós þeirra dregur til sín fiðrildi að næturlagi.  Fyrstu fiðrildin veiddust […]

The post Fiðrildavöktun 2018 á Suðausturlandi appeared first on Nattsa.

Uppskerutap vegnaágangs gæsa á valin ræktarlönd á Suðausturlandi vorið 2018

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um uppskerutap vegna ágangs gæsa á valin ræktarlönd á Suðausturlandi vorið 2018. Verkefnið var samstarfsverkefni Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Búnaðarsambands Austur-Skaftafellssýslu og Landbúnaðarháskóla Íslands. Skýrslan greinir frá framhaldsverkefni sem unnið var í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum árið 2018. Borin var saman uppskera af friðuðum grasreitum við reiti sem fuglar komust […]

The post Uppskerutap vegna ágangs gæsa á valin ræktarlönd á Suðausturlandi vorið 2018 appeared first on Nattsa.

Jólakveðja Náttúrustofu Suðvesturlands

[...]

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is