Sśrnun hafsins

Hrönn Egilsdóttir hélt fyrirlestur ķ fyrirlestraröš NSV mišvikudaginn 15. febrśar. Var žetta annar fyrirlesturinn ķ röšinni og bar hann heitiš Fiskurinn, fęšan og sśrnun hafsins. Erindiš sem Hrönn flutti var ķ samstarfi viš Stykkishólmshöfn og fjallaši um manngerša sśrnun hafsins […]

Stefįn Gķslason ręddi fatasóun

Fyrsti fyrirlestur ķ fyrirlestraröš Nįttśrustofu Vesturlands var haldinn į Rįšhśsloftinu ķ Stykkishólmi 8. febrśar sl. Var žaš fyrirlestur um fatasóun sem bar heitiš Tvisvar ķ sömu fötum!? Er žaš ķ lagi!? og var hann fluttur af Stefįni Gķslasyni. Vel var […]

Hvinönd ķ Önundarfirši

Karlkyns hvinönd sást í Önundarfirði þann 6. febrúar síðastliðinn. 

Hvinönd (Bucephala clangula) er sjaldséður flækingsfugl á Íslandi af andaætt en enska heitið hans er Common Goldeneye. Hvinöndin er meðalstór önd með kúpt höfuð og frekar stuttan háls. Karlfuglinn er með svart höfuð sem fær dökkrænan gljáa á varptíma, er með gul augu og áberandi hvítan blett á milli augna og svarta goggsins. Hann er með hvíta bringu og mjóar svartar línur eru einkennandi á hvítum fjöðrum. Kvenfuglinn er með gráa eða brúna fjaðrir og dökkbrúnan gogg en engan hvítan blett. 

Hvinendur eru reglulegur vetrargestir á Íslandi og að jafnaði má finna um 50-150 fugla hér í vetursetu en varp hefur aldrei verið staðfest. Meirihluti þeirra er á ferskvatnsám og - vötnum á Suðurlandi en fáeinar hvinendur dvelja hér yfir sumarið og er þá oftast um steggi að ræða. Ekki er víst hvaðan fuglarnir koma en liklegt þykir að þær séu ættaðar frá Skandinavíu. Hvinendur eru líka að finna í N-Ameríku en þar er um stærri tegund að ræða.

Riša ķ hreindżrum

HreindýrHjartarriða ( e: Chronic Wasting Disease )var fyrst greind í villtu hreindýri í Noregi sl. vor og þar með í fyrsta skiptið í Evrópu.  Stuttu síðar greindust þar tveir elgir með hjartarriðu. Þessi þrjú dýr voru að segja má greind tilviljunarkennt en í framhaldi voru skipulagðar viðamiklar sýnatökur í hjartardýrum á veiðitíma sl. haust til að kortleggja sjúkdóminn í Noregi. Í þeim sýnatökum fundust tvö sýkt hreindýr til viðbótar af alls 699 hreindýrum sem voru prófuð fyrir riðu. Ekki fundist fleiri sýktir elgir, né hirtir eða dádýr. Í framhaldi af þessum tíðindum frá Noregi var ákveðið hjá MAST að fá sýni úr íslenskum  hreindýrum til að skima eftir riðu. Í  haust tók hreindýrasérfræðingur Náttúrustofu Austurlands sýni úr heila 15 dýra fyrir Sigrúnu Bjarnadóttur hjá Matvælastofnun. Niðurstöður liggja nú fyrir og er það gleðiefni að riða fannst ekki í þessum sýnum.
Sjá frétt MBL um málið.Fjörullali ķ Bolungarvķk?

Þann 6. febrúar fengum við áhugasaman hóp úr Grunnskólanum í Bolungarvík í heimsókn en krakkarnir komu með tvær beinagrindur sem þeir höfðu fundið í fjöruferð við Bug og vildu fá greiningu á. Þetta voru hlutir af tjald og nokkuð heil beinagrind af annaðhvort fjörulalla eða kind en ungu rannsóknamennirnir vildu meina að þetta væri líklegast sjaldséður fjörulalli.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is