Stjörnumælingar 2016 til 2017

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, sem greinir frá ljósmælingum á völdum myrkvatvístirnum og fjarreikistjörnum, sem flestar voru gerðar frá Hornafirði árin 2016 til 2017. Myrkvatvístirni eru tvær [sól]stjörnur bundnar sameiginlegri þungamiðju. Frá jörðu séð aðgreinast þær ekki í sjónaukum og  sést aðeins „stök” stjarna. Breytingar á birtustyrk leiða hins vegar í ljós raunverulegt […]

The post Stjörnumælingar 2016 til 2017 appeared first on Nattsa.

Grjótkrabbinn í Fiskifréttum.

Í nýjasta hefti Fiskifrétta er rannsóknum á grjótkrabba gerð góð skil. Farið er yfir rannsóknirnar frá upphafi til dagsins í dag. [...]

Langreyður við Nesjar á Hvalsnesi

Langreyður fannst upprekin í fjöru við bæinn Nesjar á Hvalsnesi þann 7.janúar síðastliðinn. Slíkur fundur er óalgengur en langreyður tilheyrir undirættbálki skíðishvala og er næststærst allra hvala og því næststærsta núlifandi dýrategundin (aðeins steypireyður er stærri).Langreyðin sem hér fannst var ungt fullorði&e [...]

Verkefnið "Rekjanleiki lambakjöts" kynntur á búfjárræktarfundi

Verkefnið "Rekjanleiki lambakjöts frá beitilandi til neytenda" verður kynnt bændum í Búffjárræktarfélaginu Bjarma á morgun í Holti í Önundarfirði. 

Nánar um verkefnið á http://www.rekjanleiki.is 

Auk þess verður bændum kynnt aðferðarfræði við landhnitsetningar Náttúrustofunnar.  

Vetrarfuglatalningar

Nú standa yfir vetrarfuglatalningar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við fuglaáhugamenn víða um land.

Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar nýtast til vöktunar einstakra stofna. Náttúrustofa Vestfjarða hefur tekið þátt í þessum talningum. Nú er búið að telja við Steingrímsfjörð á Ströndum og voru taldir samtals 4.026 fuglar af 23 tegundum. Náttúrustofan hvetur talningamenn á Vestfjörðum að telja á „sínum“ svæðum. 

 


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is