Vķsindagrein ķ tķmaritinu Biological Concervation

Į dögunum kom śt vķsindagrein ķ tķmaritinu Biological Conservation um nišurstöšur rannsókna į farhįttum og vetrarstöšvum stuttnefja ķ Noršur-Atlantshafi. Rannsóknin er fjölžjóšlegt samstarfsverkefni og eru tveir sérfręšingar Nįttśrustofu Noršausturlands mešal höfunda. Stuttnefjum į Ķslandi og Svalbarša hefur fękkaš mikiš į undanförnum įrum į mešan stofnar sem verpa ķ Kanada og į noršvesturströnd Gręnlands hafa veriš […]

Žér er bošiš ķ afmęlisveislu

Þér er boðið til afmælisveislu.20 ára afmælisári Náttúrustofu Austurlands lýkur föstudaginn 24.júní n.k.
Við bjóðum þér að fagna með okkur þann dag og sigla með okkur um
Norðfjarðarflóa milli kl 17:30 og 20:30. Sætaframboð er takmarkað og
því er nauðsynlegt að skrá sig. Skráning á na[hjá]na.is eða í 477-1774 fyrir 21.júní

Dagur hinna villtu blóma

2016 Blómadagurinn Sunnudaginn 19.júní kl 10:00
Reyðarfjörður, Hólmanes.
Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu á Hólmahálsi kl. 10:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda.
Neskaupstaður
Mæting fyrir ofan strandblaksvöllinn kl 10:00. Gengið um skógræktina auk þess sem rýnt verður í nýjan gróður í nágrenni snjóflóðavarnargarðsins.

Leiðsögn: Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands.
    
Frítt fyrir alla, góð samverustund fyrir alla fjölskylduna.
                                                      Nánari upplýsingar fyrir allt landið á vefnum
                                                      http://floraislands.is/Annad/blomdag.html

Brandandarpar viš Hólmavķk

Laugardaginn 11. júní sást brandandarpar (Tadorna tadorna) með átta unga á Tungugrafarvogunum rétt sunnan Hólmavíkur. Þetta er í fyrsta skipti sem vitað er til að varp brandandar skili árangri á þessu svæði. Undanfarin ár hefur sést til brandanda á svæðinu að vori en í fyrra hélt par sig nær allt sumarið á Tungugrafarvogunum. Í ár hafa einnig haldið til brandendur innar í Steingrímsfirði.

Brandöndin er fremur stór önd og skrautleg. Kjörsvæði hennar eru leirur og á grunnsvæði. Brandöndin var flækingur hér á landi til 1990 en þá verpti hún fyrst í Eyjafirði. Nokkuð brandandarvarp er rétt við Hvanneyri í Andakílnum. Brandöndin hér á landi er líklega að mestu farfugl.

 

Įrsskżrsla 2015 komin śt

Ársskýrsla Náttúrustofa Vestfjarða fyrir árið 2015 er komin út. 

2015 var nitjánda starfsárið Náttúrustofunar en hún er ein af átta náttúrustofum sem starfa víðsvegar um landið.

Það eru sex sveitarfélög á Vestfjörðum sem eiga formlega aðild að að Náttúrustofunni Vestfjarða: Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur og Strandabyggð.

Í skýrslu stjórnar segir meðal annars: "(...) Síðustu ár hefur rekstur Náttúrustofu Vestfjarða markast af samdrætti og efiðrí fjárhagsstöðu í kjölfar breyttra aðstæðna og forsendna í samfélaginu. Með samhentu átaki starfsfólks og stjórnenda náðist á árinu 2015 nokkur árangur við að rétta af fjárhag stofunnar. Rekstur stofunnar á árinu 2015 gefur fullt tilefni til bjartsýni á framtíðina. (...)"

Hægt er að skoða hana hér: Náttúrustofa Vestfjarða: Ársskýrsla 2015

 

 


Samtök nįttśrustofu | Ašalstręti 21 | 415 Bolungarvķk | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjį) sns.is