Rafręnn flutningur bókasafns

web 2009 05 19 bokasafn NA 005

Náttúrustofa Austurlands  hefur síðastliðinn áratug verið með bókasafn stofunnar skráð sem safndeild í Rannsóknabókasafni Þekkingarnets Austurlands og síðar Austurbrúar.  
Nú hefur það safn verið lagt niður og hefur safndeild Náttúrustofu Austurland sem hefur að geyma tæplega 1500 bækur/tímarit  verið færð undir Bókasafn Neskaupstaðar.  Bókakosturinn er eins og áður geymdur  í húsakynnum Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað og á Egilsstöðum og því er einungis um rafrænan flutning að ræða innan Landskerfis  bókasafna.

Tvęr óalgengar skordżrategundir fundust į Vestfjöršum

Tvær framandi skordýrategundir hafa fundist á síðustu þrem vikum á Vestfjörðum. Þann 28. september fannst fíflalús (Uroleucon taraxaci) í miklum fjölda í bílskúr á Ísafirði (mynd 3) og þann 16. október uppgötvaðist Skrautygla (Phlogophora meticulosa) við útiljósaperu  í Arnardal í Skutulsfirði þar sem hún var á sveimi og var hún veidd (mynd 1). Skrautyglan fannst einnig í ljósgildru Náttúrustofunnar í Stakkamýri á Hólmavík í sömu viku (mynd 2).

Fíflalús hefur fundist áður á Vestfjörðum, árið 2010 í Bolungarvík og árið 2014 á Bíldudal. Fíflalúsin lifir á túnfíflum og þrífst best í óræktargörðum.  Fíflalús er nýlegur landnemi á Íslandi en hún fannst fyrst í Reykjavík árið 2007. Lúsin er með stærstu blaðlúsunum og er mjög dökk á lítinn en ekki eins græn eins og flestar aðrar blaðlýs. Einkenni hennar  er að flæða í fylkingum upp húsveggi, frá miðjum ágúst og fram eftir september og fara jafnvel inn um opna glugga og er það oft illa séð af garðeigendum.

Skrautyglan sem er evrópskt tegund er líklega að finnast í fyrsta skipti á Vestfjörðum en hún sést hér á landi árlega en í mismiklum mæli. Árið 1959 sást til hennar í Öræfum í umtalsverðum fjölda. Skrautygla er frekar stór ygla, guldrapplituð með einkennandi gulbrúnu og drapplituðu hringmynstri á framvæng, minnir á visnað laufblað og hringmynstrið á skorinn agatstein. Á frambol eru þrjú áberandi hárahorn og áberandi brot er langsum eftir aðfelldum framvæng. Yglurnar verpa að vetrardvala loknum, lirfur vaxa upp yfir hásumarið og púpa sig síðsumars. Ný kynslóð fullorðinna skríður þá úr púpum og leggst í dvala. Skrautygla nærist á fjölmörgum jurtkenndum plöntum. Fjölliðuð haustkynslóð leggst gjarnan í langferðir og berst þá m.a. út yfir Atlantshaf til Færeyja og Íslands. Undanfarin ár hafa fengist fleiri vísbendingar um að tegundin sé farin að festa sig í sessi hér með hlýnandi loftslagi.

Náttúrustofan hvetur Vestfirðinga til þess að taka myndir og láta okkur vita ef þeir sjá ókunnug skordýr eða fugla.

Tęknidagurinn ķ fjórša sinn.

malmleitartaekiNú um nýliðna helgi var Tæknidagur fjölskyldunnar haldinn  í fjórða sinn, fjöldi gesta kom á Tæknidaginn og margir langt að, samkvæmt skráningu í gestabók var nýtt aðsóknarmet slegið. Náttúrustofa Austurlands  tók á móti gestum og gangandi með myndasýningu, fróðleik um hreindýr,  sýndi m.a.  senditæki sem sett hafa verið á hreindýr og netbyssu sem notuð er ef fanga þarf hreindýr í rannsóknaskyni.  Einnig var í boði að skoða skordýr í víðsjá og nota spjaldtölvu sem málmleitartæki,  að ógleymdum sandkassanum sem er samstarfsverkefni með Advania, Trackwell og Verkmenntaskóla Austurlands.
Á meðfylgjandi mynd má sjá áhugasama krakka leita með "málmleitartæki"

Sķšasta nįttśrufręšinįmskeiš sumarsins.

IMG 1913Vegna góðrar þátttöku og mikils áhuga á Náttúrufræðinámskeiði sem fór fram í júlí var ákveðið að halda annað námskeið. Það fór fram dagana 8. - 12. ágúst og var haldið á vegum Náttúrustofu Austurlands fyrir börn á aldrinum 8-10 ára, líkt og fyrra námskeið. Námskeiðið var styrkt af samfélagssjóði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Alcoa Fjarðarál. Námskeiðið var fullt og tóku 10 hressir krakkar þátt. Það var með eindæmum vel heppnað en krakkarnir skoðuðu með leiðbeinendum sínum ýmiskonar lífverur í mismunandi vistkerfum. Spurningum og fróðleik af ýmsu tagi var velt upp, til að mynda um  tegundasamsetningu vistkerfa, búsvæða- og fæðuval lífvera og lífeðlisfræði þeirra. Plöntur voru skoðaðar, greindar og pressaðar, settar voru upp jarðvegsgildrur og smádýrin sem veiddust skoðuð. Einnig var gengið út í urðir í sól og blíðu og helstu fuglategundir skráðar. Þá var gengið upp að Hólatjörnum í góðu veðri þar sem vaðið var út í tjarnir og lífríki ferskvatns var kannað. Í lok hvers dags voru skráðir í feltbók helstu atburðir dagsins og tegundir sem fundust. Fimmtudeginum var varið inni inn í skólastofu Verkmenntaskóla Austurlands, m.a. vegna veðurs. Þar voru sýnin sem söfnuðust fyrripart  viku skoðuð í víðsjá og tegundir greindar, ýmiss konar skemmtilegir fiskar, sem veiddir höfðu verið á Bjarti NK, skoðaðir og sumir krufðir. Sömuleiðis var hið stórskemmtilega Fuglabingó brúkað til hins ýtrasta. Seinasta degi námskeiðsins var eytt í fjörunni, þar sem lífríki fjörubúa var kannað, marflær veiddar og doppur skoðaðar. Í lok dags voru pressaðar plöntur settar í möppur á vísindalegan hátt og rifjað upp það helsta sem við höfðum séð í vikunni. Við námskeiðslok fengu allir viðurkenningarskjöl til votts um dugnað og áhugasemi á námskeiðinu.
Starfsmenn Náttúrustofunnar þakkar sérlegum aðstoðarmanni sínum Önnu Karen kærlega fyrir hjálpina og krökkunum fyrir ánægjulegar stundir. Við skemmtu okkur vel enda var hópurinn samansettur af hressum og skemmtilegum krökkum sem sýndu náttúrunni áhuga.[widgetkit id=98]

Tęknidagur fjölskyldunnar 2016

Taeknidagurfjolskyldunnar2016Hinn árlegi Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað laugardaginn 15.október frá klukkan 12:00 – 16:00.  Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi kynnir nýjasta nýtt. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Ýmislegt verður í boði að þessu sinni, til dæmis verður reynt að ganga á vatni í fyrsta sinn í sögu Austurlandsfjórðungs.


Náttúrustofa Austurlands verður að vanda með ýmislegt í pokahorninu í þessum skemmtilega degi, 
sandkassinn verður td á sínum stað en hann naut mikilla vinsælda síðast.
Allir velkomnir.

Sandkassinn


Samtök nįttśrustofu | Ašalstręti 21 | 415 Bolungarvķk | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjį) sns.is