Ársskýrsla 2017 og skýrsla um ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum árið 2017

Ársskýrsla Náttúrstofunnar fyrir árið 2017 er komin út ásamt skýrslu um ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum árið 2017. Skýrslurnar eru aðgengilegar á netinu og má nálgast þær með því að smella á myndirnar.

Varptími heiðagæsa

Varptími heiðagæsaÞessa dagana stendur varptími heiðagæsa yfir og hafa þrjár af senditækjagæsum stofunnar skilað sér á heimaslóðir. Ljóst er að gæsin Guðrún er orpin í Kringilsárrana en Kristín virðist vera að koma sér fyrir á Vesturöræfum. Lélegt samband hefur verið við gæsina Erlín/Elín sem sendi síðast staðsetningu frá sér í Jökuldalsheiði 10.maí, vonandi skýrist fljótlega hvert hún er komin. Meðfylgjandi mynd sýnir nýjustu ferla og staðsetningar og hægt er að fylgjast með þeim með því að smella hér.

Starar verpa á Ísafirði

Tvö vel falin starahreiður fundust á Ísafirði á dögunum. Stari er ekki algengur fugl á Vestfjörðum þó svo að hann finnst í auknum mæli í Reykjavík og á Akureyri. Litill starahópur sást á Þingeyri í vetur þegar vetrartalningar fóru fram. Það lítur út fyrir að einhverjir þessara fugla hafa flutt sig um set og eru komnir til Ísafjarðar til að stofna fjölskyldu í bænum. Á næstu dögum munum við athuga hver staðan á Þingeyri er.

Tjaldsungar á Hvítasunnudag

Fyrsta tjaldshreiðrið (Haematopus ostralegus) sem staðfest er í Skutulsfirði þetta árið hefur klakist en þrír ungar yfirgáfu hreiðrið á hvítasunnudag. Til unganna sást á mánudag en miðað við stærð þeirra ættu þeir hafa klakist á Hvítasunnudag. Foreldarnir eru báðir merktir, annar frá árinu 2013 og hinn 2014. Sá fyrrnefndi hefur sést í Skutulsfirði allt árið um kring. Nú vonum við að ungarnir fái gott veður héðan í frá.

Tjaldsungar á hvítasunnu

Fyrsta tjaldvarpið sem staðfest er í Skútulsfirði virðist heppnast (Haematopus ostralegus) en þrír ungar yfirgáfu hreiðrið á hvítasunnudag. Til ungana sást ekki fyrr en á mánudag en miðað við stærð þeirra ætti útungunin hafa átt sér stað á sunnudag. Foreldarnir höfðu báðir verið merktir af Böðvari Þórissyni og eitt þeirra er þekkt fyrir að vera í Skútulsfirði allt árið um kring. Nú vonum við að ungarnir fái gott veður héðan í frá.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is