Safnadagurinní Safnahúsinu í Neskaupstað

Dagbjört Lilja var dregin úr potti réttra svara og Hrefna Ágústa, sérlegur fulltrúi Náttúrustofunnar, afhenti verðlaunin.Fimmtudaginn 18. maí sl. var Alþjóðlegi safnadagurinn haldinn hátíðlegur víða um landið. Safnahúsið í Neskaupstað var opið og stóð Náttúrustofa Austurlands fyrir opnun í safninu og var gestum og gangandi boðið að koma og skoða safnið. Að auki stóð Náttúrustofan fyrir spurningaleik fjölskyldunnar þar sem gestir voru hvattir til að svara nokkrum snjall-spurningum um fugla í náttúru Íslands. Leikurinn fór fram með þeim hætti að spurningar voru staðsettar víðsvegar um Náttúrugripasafnið og var hægt að finna svörin með því að skanna QR kóða á spurningaspjöldum.
Fjölmargir gestir komu í safnið og þátttakan í leiknum var mjög góð. Dagbjört Lilja var dregin úr pottinum og hlaut hún í verðlaun bókina Undur Mýtatns - um fugla, flugur, fiska og fólk.
Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og minnum á að safnið er opið mánudaga til laugardaga milli kl 13.00 og 21.00 og sunnudaga milli kl 13:00 og 17:00.

 

Guðrún Óskarsdóttir, starfsmaður Náttúrustofunnar, dró úr réttum svörum.

mynd 1: Guðrún Óskarsdóttir, starfsmaður Náttúrustofunnar, dró úr réttum svörum.

Sumarstarfsmenn

Sumarið er jafnan annasamasti tími ársins hjá Náttúrustofunni en þá fer gagnasöfnun að mestu fram. Verkefnin eru jafnan mörg og fjölbreytt en þeim má skipta í vöktunarverkefni, tímabundin rannsóknaverkefni og þjónusturannsóknir. Vöktunarverkefni Náttúrustofunnar eru mörg hver tengd fuglum en auk fuglavöktunar hefur Náttúrustofan verið með vatnavöktun og fiðrildavöktun. Síðustu ár hafa tímabundin rannsóknaverkefni Náttúrustofunnar að […]

Af flugum

Föstudaginn 19. maí s.l. voru flugnagildrur Náttúrustofunnar settar upp fyrir sumarið. Flugnagildrurnar, fimm talsins, eru staðsettar við Miklavatn og Sílalækjarvatn í Aðaldal og Víkingavatn, Skjálftavatn og Ástjörn í Kelduhverfi. Gildrurnar eru jafnan settar upp í kringum 20. maí ár hvert og tæmdar mánaðarlega yfir sumarið. Um er að ræða svokallaðar rúðugildrur, gerðar úr plexigleri (sjá […]

Þörungablómi í Súgandafirði

Þegar vorar og tekur að hlýna hitnar yfirborðið og sjór verður lagskiptur fyrir áhrif hlýnunar og ferskvatns frá landi. Við þessar aðstæður skapast kjörskilyrði fyrir þörunga og þeir fjölga sér hratt. Þetta er nefnt vorblómi svifþörunganna eða vorhámark. Guðni Einarsson lét Náttúrustofuna vita af vorblóma í Súgandafirði í vikunni en líklegt þykir að hann sé af tegundinni Ulva eða Ulvaria en Guðni hefur aldrei séð svona mikinn vöxt þar áður. Sýni voru tekin og send til Hafró til greininga.

Þörungablómi getur valdið tjóni í sjókvíaeldi vegna þess að það verður súrefnisskortur í vatninu en þörungarnir nota súrefni til öndunar.  

Rætt um refinn

Fjöldi fólks hlýddi á Ester Rut Unnsteinsdóttur, refasérfræðing Náttúrufræðistofnunar Íslands og formann stjórnar Melrakkaseturs, þegar hún hélt erindi sitt Lesið í blóð og bein – íslenski refastofninn fyrr og nú. Erindið var liður í fyrirlestrarröð NSV sem hefur verið í gangi í vetur […]

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is