Helsingjar merktirá Breiðamerkursandi sumarið 2017

Starfsmenn Náttúrustofu Suðausturlands, Fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands, Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt fleirum tóku þátt í að merkja helsingja á Breiðamerkursandi í lok júlí. Verkefnið er hluti af stærra fuglamerkingaverkefni á vegum Arnórs Sigfússonar, dýravistfræðings hjá Verkís, fuglafræðinga hjá Wildfowl & Wetlands í Bretlandi (http://www.wwt.org.uk/) og Halldórs Walters Stefánssonar á Náttúrustofu Austurlands. Eru þessar merkingar m. a. liður í því […]

The post Helsingjar merktir á Breiðamerkursandi sumarið 2017 appeared first on Nattsa.

Rifilskot við Krýsuvíkurbjarg

Starfsmenn Náttúrustofunnar rákust á þessi riffilskot á ferð sinni um Krýsuvíkurbjarg. Það er sorglegt að vita til þess að einhverjir geri sér það að leik að skjóta á fugla á hreiðrum og biðjum við alla sem verða vitni að slíku athæfi að tilkynna það til lögreglu.Í lögum 64/1994 17.gr kemur skýrt fr [...]

Vatnamýs í Þistilfirði

Sumarið 2016 tóku ábúendur á Borgum í Þistilfirði eftir sérkennilegum kúlum við bakka Kollavíkurvatns. Á dögunum höfðu þau samband við Náttúrustofuna sem mætti á staðinn og staðfesti grun þeirra um að þarna væri um svokallaðar vatnamýs að ræða. Teknar voru myndir og sýni til nánari skoðunar. Vatnamýs eru fremur sjaldgæf fyrirbæri á Íslandi en þær […]

Gulsveðjur fundust á Vestfjörðum

Þrjár gulsveðjur (Urocerus sah) fundust í bílskúr á Ísafirði í lok maí. Ekki er vitað hvenær þær komust inn í bílskúrinn en öll þrjú dýrin voru dauð þegar þau fundust. Ekki er vitað hvort að þessi skordýr búa í Tunguskógi í Tungudal en það verður athugað á næstu vikum. Það lítur út fyrir að þetta skordýr finnst nú í fyrsta skipti á Vestfjörðum. Vitað er um þrjá aðra fundarstaði á Íslandi: Reykjavík (1986), Keflavík (2002) og Vogar (2004).

Alguli hausinn er aðaleinkenni gulsveðjunnar en lítið er vitað um lífshætti hennar nema að hún lífir á barrtrjám, eini, þin (Abies), greni (Picea) og furu (Pinus). Hún berst hingað til lands með við en er útbreiddust á Spáni, í S-Rússlandi, N-Afríku og í Miðausturlöndum.

Nánari upplýsingar: Gulsveðja (Urocerus sah)

Náttúrustofa Vestfjarða þakkar fyrir þessi dýrasýni og langar okkur að ítreka við fylgjendur okkar um að hafa samband við okkur þegar einhver óvenjuleg náttúrufyrirbæri finnast.

Sumarstarfsmenn

Í sumar munu tveir sumarstarfsmenn starfa hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Pálína Pálsdóttir hóf störf 1. júní og mun hafa aðsetur í Skaftárhreppi. Hún mun vinna í samstarfsverkefni með Landgræðslunni – “Bændur græða landið” og einnig í verkefni um ágang gæsa í ræktarlönd. Eiríka Ösp Arnardóttir hóf störf 7. júní og mun vinna við set- og kornastærðargreiningu […]

The post Sumarstarfsmenn appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is