2 verkefni Nave hljóta styrki úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis

Náttúrustofa Vestfjarða sendi inn 2 umsóknir um styrki til Umhverfissjóðs sjókvíaeldis í byrjun árs og voru báðar umsóknir samþykktar en þær eru 2 af samtals 9 samþykktum umsóknum.

Verkefnið Vöktun á lús á viltum laxfiskum á Vestfjörðum mun fá styrk að upphæð 4,94 milljónir króna og verkefnið Bætt vöktun fiskeldis með notkun líffræðistuðla að upphæð 1,8 milljóna króna.

Þetta eru afar jákvæðar fréttir bæði fyrir Náttúrustofuna og fiskeldið en eins og kunnugt er, er rannsókna þörf þar sem uppbyggingin á fiskeldi á Íslandi er mikil um þessar mundir.

 

 

Náttúrustofuþing á Húsavík

Náttúrustofuþing verður haldið á Fosshótel Húsavík fimmtudaginn 6. apríl. Á þinginu verður fjölbreytt dagskrá sem sjá má hér að neðan. Allir velkomnir.      

Þrösturinn mættur til Vestfjarða

Skógarþrösturinn (Turdus iliacus) er mættur til Vestfjarða en þann 29. mars 2017 sást til hans á Bassastöðum í Steingrímsfirði.

Skógarþrösturinn dvelur á Íslandi frá um lok mars til um miðjan október en fer svo til Vestur Evrópu, þá aðallega til Skotlands, Irlands, Frakklands og Spánar. Hann er einkennisfugl íslenskra birkiskóga og garða í þéttbýli. Á eftir þúfutittlingnum er hann sá algengasti spörfugla hérlendis.

Guðbandur Sverrisson á Bassastöðum í Steingrímsfirði sendi okkur myndirnar og þökkum við honum fyrir.

Grágæsin mætt til Vestfjarða

Grágæs (Anser anser) er farfugl sem dvelur á Bretlandseyjum yfir vetrartímann en kemur til Íslands til að dvelja hér frá mars til október. Grágæsin er stærst þeirra gæsa sem verpa og dvelja hérlendis en hún er 75-90 cm að stærð og vegur um 3,5 kg. Hun verpur í maí og þá alltaf nálægt vatni, í mýrum, hólmum, grónum eyjum, á vatnsbökkum eða í lyngmóum. Grágæsir halda sig oftast í hópum utan varptíma og fara þá um í svokölluðu oddaflugi en þær halda sig þá oft á ræktuðu landi, á ökrum, í votlendi og á túnum.

Þann 16. mars mætti Brandur á Bassastöðum við Steingrímsfjörð átta grágæsum á Þröskuldum í norðan hríðarhraglanda og þann 21. mars sá starsfmaður Náttúrustofunnar 40 grágæsir við Höfða í Dýrafirði og 18 grágæsir í Önundarfirði.

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2017

Fjórði ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn á Icelandair Hótelinu á Kirkjubæjarklaustri miðvikudaginn 29. mars 2017  kl. 20:00. Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Kvískerjajöklar – Jöklabreytingar í ljósi gamalla ritheimilda og vitnisburðar Kvískerjabræðra: Snævarr Guðmundsson Kynning á verkefninu „Hættumat vegna jökulvatna í Skaftárhreppi“: Kristín Hermannsdóttir. Stærsti sjónauki til […]

The post Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2017 appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is