Fjallafinka (Fringilla montifringilla)

Fjallafinka (Fringilla montifringilla) sást á Hólmavík meðal annars 26. október síðastliðinn. Hún sást af og til í eina viku að minnsta kosti, en líklegt var að um nokkra fugla hafi verið að ræða. Fjallafinka er á stærð við steindepil, með rauðgula bringu og hálsi en dekkri á höfði og herðum. Fjallafinka er algengust á haustin og hefur sést víða um land. Hun hefur orpið af og til í öllum landshlutum. Búsvæði hennar eru barrskógar í Evrópu og Asíu (Jóhann Óli Hilmarsson, Íslenskur fuglavísir).

Meðfylgjandi myndir tók Björk Ingvarsdóttir en fuglinn flaug á rúðu og vakaðist en náði sér aftur og flaug á braut. 

Bjartur passaði upp á fuglinn meðan hann var að ná sér.

 

 

Ljósin slökkt

Tímabil fiðrildavöktunar er lokið hjá Náttúrustofu Norðausturlands þetta árið. Í ár hófst tímabilið miðvikudaginn 19. apríl þegar gildrur voru settar upp við Skútustaði í Mývatnssveit og Ás í Kelduhverfi. Gildrurnar hafa síðan verið tæmdar vikulega og aflinn frystur. Meðfylgjandi myndir eru af gildrunni í Ási þegar hún var tekin niður í gær 6. nóvember. Þrátt […]

Umhverfisvöktun á Bakka

Í tengslum við uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík tók Náttúrustofan að sér gagnasöfnun,  mælingar og vöktun á nokkrum umhverfisþáttum að beiðni PCC BakkiSilicon hf. Vöktunin er hluti af umhverfisvöktunaráætlun PCC BakkiSilicon hf. fyrir verksmiðjuna. Sumarið 2016 voru settir út gróðurreitir í nágrenni verksmiðjunnar til vistfræðimælinga auk viðmiðunarreits utan áhrifasvæðis hennar. Háplöntur eru […]

Vöktun bjargfugla

Sumarið 2016 samdi Umhverfisstofnun við Náttúrustofu Norðausturlands um árlega vöktun fimm tegunda bjargfugla á landsvísu til að styrkja grundvöll veiðistjórnunar. Um er að ræða fýl Fulmarus glacialis og ritu Rissa tridactyla sem veiða má frá 1. september til 15. mars, og langvíu Uria aalge, stuttnefju Uria lomvia og álku Alca torda sem veiða má frá […]

Útbreiðsla grjótkrabba við strendur Íslands

Viðtal birtist við Sindra Gíslason, forstöðumann Náttúrustofunnar, þar sem stiklað var á stóru um útbreiðslu grjótkrabba hér við land. www.visir.is/g/2017170928966Click to set custom HTMLSunna Björk [...]

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is