Ástandsmat á gróðurlendi í Endalausadal í Lóni

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um ástandsmat á gróðurlendi í Endalausadal í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu árið 2015. Samstarfsaðilar voru Landgræðsla Ríkisins, landeigendur í Endalausadal og Herdís Ólína Hjörvarsdóttir líffræðingur. Íslenskur sauðfjárbúskapur byggist fyrst og fremst á frjálsri úthagabeit sauðfjár yfir sumarmánuðina. Gott ástand úthaga skiptir því miklu máli ef sauðfjárrækt á að […]

The post Ástandsmat á gróðurlendi í Endalausadal í Lóni appeared first on Nattsa.

Hnúðlax í Patreksfirði

Starfsmenn Náttúrustofu Vestfjarða hafa unnið að verkefninu „Vöktun á lús á villtum laxfiskum á Vestfjörðum“ í sumar.  Verkefnið felst m.a. í að veiða villta laxfiska í sýnatökunet að fengu leyfi frá Fiskistofu og landeigendum. Á norðanverðum Vestfjörðum eru lögð net í Dýrafjörð, Önundarfjörð, Súgandafjörð og Ísafjarðardjúp. Á sunnanverðum Vestfjörðum í Patreksfjörð, Tálknafjörð og Arnarfjörð en þar eru sýnatökur gerðar í samstarfi við Evu Dögg Jóhannesdóttur sem er að vinna að meistaraverkefni sem er svipað og verkefni Náttúrustofunnar. Þann 30. júlí veiddist hnúðlax í net í Patreksfirði. Eins og sést á mynd þá var þetta fallegur fiskur án áverka og með alla ugga heila. Það voru engin bitför af þeim 5 fiskilúsum sem voru á fiskinum.

Hnúðlax (Oncorhynchus gorbuscha) er einnig þekktur sem bleiklax og er laxategund sem á ættir sínar að rekja í Kyrrahaf og er algeng þar. Laxinn er auðþekktur á dökkum hringlaga blettum á sporðinum og fíngerðu hreistri¹. Hnúðlaxinn sem fannst í Patreksfirði var kynþroska hængur en hann þekkist m.a. á hnúð á bakinu.

Hnúðlaxar sem flækjast um í Evrópu koma líklega frá Rússlandi en þar voru gerðar tilraunir um 1960 til að sleppa hnúðlaxaseiðum í ár á Kólaskaga. Talið er að þessi stofn hafi dreift sér að einhverju leyti og vísbending er um að hann sé að ná fótfestu í nokkrum ám í Noregi¹. Fjöldi veiddra hnúðlaxa var mikill í Noregi um 1960 og hefur aukist aftur í ár. Það er ekki vitað af hverju þeim hefur fjölgað þar en óskað er eftir upplýsingum frá veiðimönnum í veffangið; laks@nina.no². Hnúðlax sem veiðist hefur á Íslandi er talinn koma frá Noregi en lítið hefur veiðist af honum hér á landi¹.

 

https://is.wikipedia.org/wiki/Hn%C3%BA%C3%B0lax

2 http://www.nina.no/Aktuelt/Nyhetsartikkel/ArticleId/4303/Har-du-fatt-pukkellaks-i-sommer

Rifilskot við Krýsuvíkurbjarg

Starfsmenn Náttúrustofunnar rákust á þessi riffilskot á ferð sinni um Krýsuvíkurbjarg. Það er sorglegt að vita til þess að einhverjir geri sér það að leik að skjóta á fugla á hreiðrum og biðjum við alla sem verða vitni að slíku athæfi að tilkynna það til lögreglu.Í lögum 64/1994 17.gr kemur skýrt fr [...]

Vatnamýs í Þistilfirði

Sumarið 2016 tóku ábúendur á Borgum í Þistilfirði eftir sérkennilegum kúlum við bakka Kollavíkurvatns. Á dögunum höfðu þau samband við Náttúrustofuna sem mætti á staðinn og staðfesti grun þeirra um að þarna væri um svokallaðar vatnamýs að ræða. Teknar voru myndir og sýni til nánari skoðunar. Vatnamýs eru fremur sjaldgæf fyrirbæri á Íslandi en þær […]

Gulsveðjur fundust á Vestfjörðum

Þrjár gulsveðjur (Urocerus sah) fundust í bílskúr á Ísafirði í lok maí. Ekki er vitað hvenær þær komust inn í bílskúrinn en öll þrjú dýrin voru dauð þegar þau fundust. Ekki er vitað hvort að þessi skordýr búa í Tunguskógi í Tungudal en það verður athugað á næstu vikum. Það lítur út fyrir að þetta skordýr finnst nú í fyrsta skipti á Vestfjörðum. Vitað er um þrjá aðra fundarstaði á Íslandi: Reykjavík (1986), Keflavík (2002) og Vogar (2004).

Alguli hausinn er aðaleinkenni gulsveðjunnar en lítið er vitað um lífshætti hennar nema að hún lífir á barrtrjám, eini, þin (Abies), greni (Picea) og furu (Pinus). Hún berst hingað til lands með við en er útbreiddust á Spáni, í S-Rússlandi, N-Afríku og í Miðausturlöndum.

Nánari upplýsingar: Gulsveðja (Urocerus sah)

Náttúrustofa Vestfjarða þakkar fyrir þessi dýrasýni og langar okkur að ítreka við fylgjendur okkar um að hafa samband við okkur þegar einhver óvenjuleg náttúrufyrirbæri finnast.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is