Plastí fýlum yfir viðmiðunarmörkum

Náttúrustofa Norðausturlands hefur vaktað plastmengun í sjó fyrir Umhverfisstofnun frá 2018. Vöktunin fer fram með athugunum á plastinnihaldi í meltingarfærum fýla (Fulmarus glacialis).Plast getur sært eða stíflað meltingarfæri fugla en getur líka haft óbein áhrif m.a. vegna upptöku ýmissa óæskilegra efna sem eru í plastinu sjálfu eða sogast að plastögnunum úr umhverfinu og fuglar taka svo upp í vefi sína.

Er viðkoma kafanda í Þingeyjarsýslum á niðurleið?

Náttúrustofan hefur talið vatnafugla á helstu votlendissvæðum á láglendi Þingeyjarsýslna utan Mývatnssveitar frá 2004. Auk talninga á fullorðnum fuglum að vori hafa ungar og fullorðnir fuglar, með áherslu á kafendur, verið taldir á ungatíma seinni hluta sumars á sömu svæðum frá 2008. Nánari lýsingar á aðferðafræði og niðurstöðum má finna í skýrslu NNA „Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023“ undir útgefið efni á heimasíðu nna.is. Skýrslan er uppfærð á þriggja ára fresti

Kóngasvarmi á Flateyri

Nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar fundu kóngasvarma (Agrius convolvuli) á skólalóðinni þann 9. september síðastliðinn. Fiðrildið var enn lifandi og gerðu krakkarnir allt sem þau gátu til að halda því á lífi. […]

The post Kóngasvarmi á Flateyri appeared first on nave.is.