Plastí fýlum yfir viðmiðunarmörkum
			Náttúrustofa Norðausturlands hefur vaktað plastmengun í sjó fyrir Umhverfisstofnun frá 2018. Vöktunin fer fram með athugunum á plastinnihaldi í meltingarfærum fýla (Fulmarus glacialis).Plast getur sært eða stíflað meltingarfæri fugla en getur líka haft óbein áhrif m.a. vegna upptöku ýmissa óæskilegra efna sem eru í plastinu sjálfu eða sogast að plastögnunum úr umhverfinu og fuglar taka svo upp í vefi sína.
		
	
		 
			 
   				 
   				 
   				 
   				