Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi

Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og OkjökulsÍ fréttapistlum hefur Náttúrustofa Suðausturlands fyrr vakið athygli á að Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2025 sem alþjóðaár jökla á hverfanda hveli. Var það notað til að vekja athygli á vatnsfræðilegum, veðurfarslegum áhrifum jökla ásamt samfélagslegri og efnahagslegri þýðingu. Náttúrustofan tók þátt í verkefninu með greinaskrifum og nýverið birtist greinin "The fate of two Icelandic glaciers in a warming climate: Hofsjökull eystri and Okjökull [Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi]" í hefti Annals of Glaciology. Tímaritið birtir frumsamdar ritrýndar vísindagreinar og bréf um valda þætti jöklafræði og gefur út áherslutengt efni sem varðar jökla og loftslag.

The post Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi appeared first on Nattsa.is.

Álftafjörður leynir á sér

Rannsókn sem Náttúrustofa Vesturlands gerði fyrir Vegagerðina bendir til að náttúra Álftafjarðar á norðanverðu Snæfellsnesi sé merkilegri en áður var talið. Náttúrustofan flokkaði og kortlagði vistgerðir1 í fjörum og á grunnsævi Álftafjarðar til að auðvelda mat á umhverfisáhrifum mögulegrar þverunar fjarðarins. Helstu niðurstöðurnar voru þær að svæðið er að mestu samsett úr þremur jafnalgengum vistgerðum; […]

Skrafað um fjörurusl á Norðurslóðum í Trömsö

Starfsmaður Náttúrustofunnar fór á dögunum til Tromsø í Noregi með rusl úr Ýsuhvammi í Reyðarfirði. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í vinnustofu um vöktun strandrusls á norðurslóðum, en Ýsuhvammur er ein af sex fjörum hérlendis sem eru vaktaðar samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR (samningi um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins). Ferðin var farin með Sóley Bjarnadóttur hjá Umhverfis-og orkustofnun en hún er verkefnastjóri yfir vöktun stranda hér á landi. Það voru Norska umhverfisstofnunin (Norwegian Environment Agency) og Norska heimskautastofnunin (The Norwegian Polar Institute) sem héldu vinnustofuna og var markmiðið að aðlaga og bæta skráningu á rusli sem tínt er á OSPAR svæðum og aðlaga aðferðafræði til að vinna úr gögnunum.
Nánar má lesa um þetta verkefni hér 

IMG 4469