Auglýst er eftir forstöðumanni Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum 54/2024 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri.

The post Auglýst er eftir forstöðumanni Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.is.

Kósý afmælisveisla Náttúrustofu Austurlands

2025 afmæisNA localmynd (21 x 29.7 cm)web

Afmælisveislan í Safnahúsinu 27. október n.k. milli 17 og 19

17-18: Stutt erindi í Tryggvasafni á neðri hæð

17-19: Uppákomur á efri hæðum safnsins:

Skoðum saman fjaðrir, leirum uppáhalds dýrið í sýningunni, fjársjóðsleit, skoðum íslensk fiðrildi og steina, leitum að leðurblökunni o.fl. uppákomur.

17-19: Léttar veitingar

 

Dagskrá erinda hefst 17:10 með ávarpi

Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri Fjarðabyggðar - ávarp

 17:10-18:00

Stutt 5-7 mínútna erindi þar sem starfsmenn Náttúrustofunnar reyna að svara spurningum eins og:

· Kunna líffræðingar ekki að telja?

· Af hverju veiðum við hreindýr?

· Hvað gera þau á Náttúrustofunni eiginlega?

· GPS kragar geta sagt okkur hvert grágæsirnar fara en geta þær sagt okkur hvað þær eru margar?

 · Stuttnefja eða álka, eða kannski stuttnefjuð álka? Á hvað skýtur þú ?

· Hvað eru hreindýrin að gera á mismunandi árstímum?

· Af hverju þarf að telja hreindýr árið um kring?

· Af hverju eru mýsnar í Egilsstaðaskógi með naglalakk?

· Er munur á svartfuglum veiddum að hausti og að vori og skiptir það máli?

· Er lúpína lífshættuleg?

· Hraustir hreinar! Eru hreindýrin á Íslandi ekki örugglega best í heimi?

 

Vinnustofa um framandi sjávarlífvera á eyjum

Dagana 2.-3. október var haldin vinnustofa tileinkuð landnámi framandi sjávarlífvera á eyjum. Vinnustofan var haldin af sjávarrannsóknarsetrinu MARE á eyjunni Madeira. Þátttakendur voru 29 talsins í forsvari fyrir 18 eyjar víða um heim, allt sérfræðingar í framandi tegundum. Vinnustofan heppnaðist afbraðgsvel og er mikil og metnaðarfull samvinna í burðarl [...]