Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi
Í fréttapistlum hefur Náttúrustofa Suðausturlands fyrr vakið athygli á að Sameinuðu þjóðirnar tileinkuðu árið 2025 sem alþjóðaár jökla á hverfanda hveli. Var það notað til að vekja athygli á vatnsfræðilegum, veðurfarslegum áhrifum jökla ásamt samfélagslegri og efnahagslegri þýðingu. Náttúrustofan tók þátt í verkefninu með greinaskrifum og nýverið birtist greinin "The fate of two Icelandic glaciers in a warming climate: Hofsjökull eystri and Okjökull [Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi]" í hefti Annals of Glaciology. Tímaritið birtir frumsamdar ritrýndar vísindagreinar og bréf um valda þætti jöklafræði og gefur út áherslutengt efni sem varðar jökla og loftslag.
The post Örlög tveggja jökla, Hofsjökuls eystri og Okjökuls, í hlýnandi loftslagi appeared first on Nattsa.is.