Varpútbreiðsla helsingja 2023

Helsingjaungar í SkúmeyNú er komið á netið minnisblað um helsingjavöktun á Íslandi árið 2023 sem Náttúrustofa Suðausturlands vann í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Aukning í íslenska varpstofninum heldur áfram en heildarfjöldi varppara var nú metinn 3121 pör, til samanburðar voru metin 2493 pör árið 2020 og 2052 pör árið 2019. Það er u.þ.b. 18% aukning milli áranna […]

The post Varpútbreiðsla helsingja 2023 appeared first on Nattsa.is.

Er viðkoma kafanda í Þingeyjarsýslum á niðurleið?

Náttúrustofan hefur talið vatnafugla á helstu votlendissvæðum á láglendi Þingeyjarsýslna utan Mývatnssveitar frá 2004. Auk talninga á fullorðnum fuglum að vori hafa ungar og fullorðnir fuglar, með áherslu á kafendur, verið taldir á ungatíma seinni hluta sumars á sömu svæðum frá 2008. Nánari lýsingar á aðferðafræði og niðurstöðum má finna í skýrslu NNA „Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023“ undir útgefið efni á heimasíðu nna.is. Skýrslan er uppfærð á þriggja ára fresti

Kóngasvarmi á Flateyri

Nemendur Grunnskóla Önundarfjarðar fundu kóngasvarma (Agrius convolvuli) á skólalóðinni þann 9. september síðastliðinn. Fiðrildið var enn lifandi og gerðu krakkarnir allt sem þau gátu til að halda því á lífi. […]

The post Kóngasvarmi á Flateyri appeared first on nave.is.

Ný grein um vöktun framandi tegunda í höfnum

Grein um vöktun framandi tegunda í höfnum kom út í dag í vísindaritinu Journal of Coastal Conservation í vikunni. Um nokkur tímamót er að ræða þar sem formleg vöktun sem þessi á framandi tegundum í höfnum hefur aldrei verið framkæmd hér á landi og er hér greint frá niðurstöðum vöktunar í átta höfnum allt &ia [...]

Háhyrningar fara á milli Íslands og Noregs

Út er komin vísindagrein í tímaritinu Marine Mammal Science, sem er afrakstur háhyrningarannsókna við Snæfellsnes. Hún segir frá því að háhyrningar sem sést hafa nokkrum sinnum við Snæfellsnes sáust við Noreg og svo aftur við Ísland. Þetta er í fyrsta sinn sem staðfest hefur verið að villtir háhyrningar ferðist þessa leið fram og til baka […]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni