Ný grein um landnám svartserks á Íslandi

Í nýjustu útgáfu Náttúrufræðingsins er greint frá fyrstu heimildum um sæsnigilinn svartserk (Melanochlamys diomedea) í Atlantshafi. Greinin er afurð samstarfs Náttúrustofu Suðvesturlands og Hafrannsóknarstofnunar.Svartserkur fannst fyrst í Fossvogi í Reykjavík árið 2020, en frá þeim tíma hefur hann einnig verið staðfestur ví& [...]

Ný grein–Kærir óvinir meðal spendýra

Einstök gögn Náttúrustofu Vesturlands um minka, sem hér eru tvinnuð saman við heimildarannsókn, sýna að getan til að greina þekkta nágranna frá óþekktum flökkudýrum er útbreidd meðal óðalsbundinna spendýra og tengist ekki því hvort tegundir séu félagslyndar. Niðurstöðurnar benda eindregið til þess að jafnvel spendýr sem lifa stök en ekki í hópum eða pörum, hafi […]

Jóhanna Sigurðardóttir líffræðingur ráðin til Náttúrustofunnar

att.ereEDRJw8a0iDJBpIGmJXIPuzMsBV62MvYK fZv9azgJóhanna Sigurðardóttir líffræðingur kom til starfa hjá Náttúrustofunni sl. haust.

Hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2023 og snéri lokaverkefnið hennar að köfunarhegðun og fæðuatferli hnúfubaka. Jóhanna hefur komið að ýmsum verkefnum frá því hún kom til starfa og m.a. tekið þátt í námskeiði um greiningu púpuhama í ferskvatni. Jóhanna er með með aðsetur á Egilsstöðum og sinnir ýmsum rannsóknum á fuglum, gróðri og smádýralífi. Við bjóðum Jóhönnu hjartanlega velkomna í hópinn okkar.