Gagnaritará súlur í Skrúð

20240715 230632Um miðjan júlí fóru starfsmenn Náttúrustofunnar, Jóhann Finnur Sigurjónsson og Gildwin Philipot út í Skrúð til að freista þess að koma  gagnaritum á súlur. Óðinn Logi Þórisson ferjaði og leiðsagði leiðangursmönnum um Skrúðinn og var þeim til aðstoðar og Ingólfur Davíð Sigurðsson náttúruljósmyndari festi Súlurnar og annað fuglalíf á filmu… eða minniskort.


Siglt var út frá Fáskrúðsfirði að kvöldi og unnið fram á nótt og siglt til baka snemma morguns, en oft er veðursælast við Skrúðinn að nóttu til. Leiðangurinn gekk ljómandi vel og voru settir út 15 dægurritar (GLS) og fimm staðsetningaritar (GPS) á varpfugla í byggðinni.


Þessi leiðangur er hluti framlags Náttúrustofu Austurlands í SEATRACK-verkefninu sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem miðar að því að kortleggja ferðir sjófugla úr byggðum umhverfis Norður Atlantshafið, utan varptíma. Fleiri náttúrustofur taka þátt í SEATRACK samstarfinu og undanfarin ár hafa dægurritar verið settir á lunda, ritur, sílamáfa, silfurmáfa, hvítmáfa, toppskarfa, langvíur, suttnefjur, álkur, æðarfugla og skúma hér á landi og nú bætast súlur í hópinn.


Við bíðum nú spennt fram á næsta sumar þegar reynt verður að endurheimta gagnaritana og munum þá vonandi fá frekari upplýsingar um hvar súlurnar í Skrúð hafa haldið sig yfir vetrarmánuðina.

 

20240715 234917

20240715 232556

Við bjóðum Veroniku velkomna til starfa

Veronika KavanováVeronika Kavanová (M.Sc.) hóf störf á Náttúrustofu Austurlands í byrjun júlí sl. Hún mun sinna hreindýrarannsóknum en auk þess taka þátt fjölmörgum öðrum fjölbreyttum verkefnum stofunnar. 

Hún er með meistaragráðu í dýrafræði (vistfræði spendýra) frá háskólanum í Suður-Bæheimi í Tékklandi og er núna í doktorsnámi þar með fókus á hjartardýr. Veronika hefur mikla reynslu af rannsókum á heimskautasvæðum, nánar tiltekið á Svalbarða, en einnig Ísland. Á Svalbarða rannsakaði hún hreindýrin þar, sem var viðfangsefni meistararitgerðar hennar og vísindagreinar.  Auk áherslu á hjartardýr hefur Veronika aðstoðað við ýmsar rannsóknir,  t.d. tengdum gangverki jökla, þróun landslags, mengun o.fl. 

 

Ný grein um hinn nýja landnema svartserk

Grein um hinn framandi sjávarsnigil svartserk kom út í dag í vísindaritinu Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, en um er að ræða samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Suðvesturlands.Eggjamassar úr óþekktu lindýri hafa fundist á Suðvesturlandi Ísland síðan 2020, en það var ekki fyrr en í ágú [...]

Ársskýrsla 2023

Ársskýrsla Náttúrustofunnar fyrir árið 2023 kom út á dögunum. Hana má skoða með því að smella á myndina hér að neðan. 

Bjargfuglavöktun 2024 lokið

Í dag lauk hinni árlegu bjargfuglavöktun Náttúrustofu Suðvesturlands. Krýsuvíkurberg er í dag eina fuglabjargið á suðvesturhorninu sem fellur undir árlega vöktun og er jafnframt það langstærsta. Bjargfuglavöktunin gengur þannig fyrir sig að um miðjan júní eru teknar myndir á föstum sniðum og út frá myndunum er skráður fj&ou [...]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni