Fugladagurinn 2025

Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags Fjarðamanna var haldinn laugardaginn 3.maí 2025. Eins og vanalega var boðið upp á fuglaskoðun á tveimur stöðum, annars vegar við ós Norðfjarðarár kl 11:30 og við Andapollinn á Reyðarfirði kl 12:30.

Gott veður var á Norðfirði, sól og rúmlega 3°C en heldur mikil og köld hafgola. Á Reyðarfirði var blíðskapar veður, heiðskýrt og hiti um 6°C. Það var því svolítið svalt þó það væri bjartur og fallegur dagur á báðum stöðum.

Fjórir mættu við Andapollinn á Reyðarfirði en tólf á Norðfirði auk starfsfólks Náttúrustofunnar. Fjöldi tegunda sem sást að þessu sinni voru alls 26 á Reyðarfirði en 21 á Norðfirði. Eru það aðeins færri tegundir en oft áður á báðum stöðum.

Á Reyðarfirði sáust:bjargdúfa, skúfönd, grágæs, skógarþröstur, hettumáfur, hrossagaukur, heiðlóa, auðnutittlingur, maríuerla, stelkur, tjaldur, sandlóa, kría, sendlingur, hrafn, lóuþræll, tildra, hávella, æður, teista, stokkönd, fýll, heiðagæs, þúfutittlingur, silfurmáfur og rita
Á Norðfirði sáust: Álft, grágæs, rauðhöfði, æður, hávella, straumönd, toppönd, tjaldur, sandlóa, sendlingur, lóuþræll, tildra, stelkur, jaðrakan,hettumáfur, silfurmáfur, kría, þúfutittlingur, fýll, dúfa og stokkendur.

20250503 113817

20250503 131642

Opið hús – Hvalnesbirnan til sýnis

Hvalnesbirnan tilbúin að fara frá sútara til uppstopparans.

Í tilefni Sæluvikunnar í Skagafirði þá ætlar starfsfólk hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra að vera með opið hús að Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þriðjudaginn 29. apríl n.k. milli kl. 15 og 18.

Ný grein um stöðu strandsvæðarannsókna á norðurslóðum

Á dögunum kom út grein um stöðu strandsvæðarannsókna á norðurslóðum í vísindaritinu Trend in Ecology & Evolution. Joana Micael sérfræðingur á Náttúrustofunni er meðal greinarhöfunda, en greinin er afurð alþjóðlegs vinnuhóps Arc-Bon (Arctic Coastal Biodiversity Observation Network) sem Náttúrustofa Suðvesturlands er stofn [...]