10 nýjar tegundir fyrir landið

Á dögunum sat starfsmaður Náttúrustofunnar námskeið í söfnun og greiningu á púpuhömum rykmýs. Leiðbeinendur voru heimsþekktir sérfræðingar á þessu sviði, þeir dr. Peter Langton og dr. Les Ruse frá Bretlandseyjum, sem jafnframt eru höfundar helstu greiningarlykla sem notast er við í þessum fræðum. Námskeiðið sóttu 18 sérfræðingar í vatnalífi víða að af landinu en námskeiðið […]

Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands

Í dag tók María Rúnarsdóttir (Maja) til starfa hjá Náttúrustofunni. Maja lauk B.Sc. prófi frá Landbúnaðarháskóla Íslands vorið 2022 í náttúru-og umhverfisfræði. Í lokaverkefni sínu þar rýndi hún upplifun þátttakenda í verkefninu loftslagsvænn landbúnaður. Að því loknu hélt hún til Stokkhólms og lauk þaðan M.Sc. prófi í vistfræði og líffræðilegri fjölbreytni. Þar var megináherslan lögð […]

The post Nýr starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.is.

Ársskýrslan 2024 er komin út

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðvesturlands 2024 er nú komin út. Í skýrslunni gefur að líta fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna með því að smella á myndina hér að neðan. [...]