Skógarþrestir gera það gott

Skýrsla Náttúrustofu Norðausturlands um "Ástand fuglastofna í Þingeyjarsýslum 2021-2023" sem út kom í desember 2023 sýnir að þó fjöldi skógarþrasta sveiflist milli ára, þá fjölgaði þeim í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 2014-2023 um 116%. Þróun stofnsins fyrir þann tíma var ekki þekkt.

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á rannsóknastofu, ásamt úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrifum á skrifstofu. Um er að ræða 100% stöðu náttúrufræðings/sérfræðings og mun starfsmaðurinn vinna náið með öðru starfsfólki Náttúrustofunnar í þeim verkefnum sem […]

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á rannsóknastofu, ásamt úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrifum á skrifstofu. Um er að ræða 100% stöðu náttúrufræðings/sérfræðings og mun starfsmaðurinn vinna náið með öðru starfsfólki Náttúrustofunnar í þeim verkefnum sem […]

Aðkoma almennings að sjófuglarannsóknum

Komutíma ritu (Rissa tridactyla) í vörp við upphaf varptíma seinkaði um 2,6 daga að meðaltali og brottför að varpi loknu um 1,2 daga fyrir hverja breiddargráðu sem farið var í norðurátt eftir N-Atlantshafi. Þetta var á meðal þess sem fram kom í rannsókn sem Náttúrustofa Vesturlands og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi komu að og […]

Hruní íslenska duggandastofninum?

Vorið 2023 fundust 580 duggandasteggir á vöktunarsvæðum Þingeyjarsýslna og hafa þeir ekki verið færri frá upphafi talninga. Fjöldi steggja að vori virtist ná einhverskonar stöðugleika eftir langvarandi fækkun um 2015 en fækkaði svo verulega 2023. Stofnþróunin er niður á við, hvort heldur sem horft er 10 á aftur í tímann (28% fækkun) eða til síðustu 30 ára (72% fækkun). Duggandasteggjum í felli hefur einnig hríðfækkað eða um 92% á 30 ára tímabili.

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni