Gróðurvöktun 2023

Náttúrustofan tók þátt í vöktun gróðurs á Íslandi í fyrsta sinn sumarið 2023. Heimsótt voru fimm gróðursnið á Vesturlandi sem síðast voru mæld af Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir um áratug. Sniðin voru af tveim mismunandi vistgerðum, þ.e. starungsmýravist og grashólavist. Verkefnið er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og er hluti af vöktun náttúruverndarsvæða. Starungsmýravist: https://www.ni.is/is/grodur/vistgerdir/land/starungsmyravist.Grashólavist: […]

Bjargfuglar 2023:Óvenjulegt ár!

Eins og áður tók Náttúrustofa Vesturlands í sumar þátt í vöktun bjargfugla á landsvísu með því að heimsækja vöktunarsnið á Snæfellsnesi og í eyjum sunnanverðum Breiðafirði. Verkefninu á landsvísu er stýrt af Náttúrustofu Norðausturlands og er einkum unnið af náttúrustofum. Undir verkefnið heyra rita og fýll, ásamt svartfuglunum langvíu, stuttnefju og álku. Ákveðnir staðir í […]

Birki finnstí Bræðraskeri Breiðamerkurjökuls

Kárasker reis úr jökli uppúr 1930, þar hafa fundist 71 tegund æðplantna

Í vöktunarleiðangri á vegum NNv og LBHÍ fannst birki í Bræðraskeri en vaktaðir voru fastir reitir í Kára-, Bræðra- og Maríuskeri Breiðamerkurjökuls. Fimm nýjar tegundir æðplantna fundust í Maríuskeri og hafa fundist 47 tegundir æðplantna þar og 62 í Bræðraskeri en á elsta skerinu, Káraskeri hafa fundist 71 tegund.