Ágengum tegundum fjölgar og áhrif þeirra aukast

Út er komin ný grein um stöðu og stjórnun framandi og ágengra lífvera í Evrópu, sem birtist í vísindatímaritinu Global Change Biology. Tveir starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í rannsókninni og greinarskrifum. Framandi lífverur eru þær sem maðurinn hefur flutt með beinum eða óbeinum hætti inn á svæði þar sem þær koma ekki náttúrulega fyrir. […]

Baunatíta á Sauðárkróki

Baunatíta á Sauðárkróki

Nú á dögunum barst Náttúrustofunni tilkynning frá starfsfólki Vörumiðlunar á Sauðárkróki um óþekkt skordýr sem kom með vörubretti til þeirra. Við nánari skoðun reyndist um Baunatítu (Nezara viridula) að ræða en hér var rauðbrúnt afbrigði á ferð.

Af gæsum

Starfsmenn Náttúrustofu Norðausturlands (NNA) hafa á síðustu misserum aðstoðað við handsömun fótfrárra grágæsa í sárum. Um er að ræða stórt samstarfsverkefni íslenska og breska ríkisins sem Náttúrustofa Austurlands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Verkís og NatureScot halda utan um og bera ábyrgð á en breska ríkið leggur til GPS tækin. Verkefnið hófst 2021 og gengur út á að merkja gráæsir með GPS sendum svo hægt sé að staðsetja af nákvæmni ákveðinn fjölda gæsa á hverjum tíma. Markmiðið er fyrst og fremst að ná nákvæmara stofnstærðarmati og bregðast við áhyggjum af viðgangi stofnsins.