Ársfundur ICES WG-ITMO árið 2025

Ársfundur vinnuhóps Alþjóðahafrannsóknaráðsins um flutning og landnám framandi tegunda (ICES WGITMO) var haldinn í háskólanum í Maryland 3.–5. mars síðastliðinn. Sem fyrr var einn fundardagur sameininlegur með vinnuhópi ICES um kjölfestuvatn og aðrar flutningsleiðir framandi tegunda (ICES WGBOVS) of fulltrúa Alþjóðasiglingamálastofnunarin [...]

Tjaldurinn er mættur

Tjaldur Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) er mættur á Austurlandið en til hans sást í Mjóafirði þann 3. mars. Einnig hefur sést til hans á Eskifirði síðustu vikur. Þeir tjaldar sem dvelja hér á landi eru að mestu farfuglar en nokkur þúsund hafa hér vetursetu, meðal annars í Berufirði.

Á næstu vikum má búast við komu ýmissa farfugla til landsins og þar með fer vorið að  gera vart við sig.

Gaman væri að heyra frá almenningi af komu annarra farfugla.

Fléttur á Íslandi taldar og teljast 836

Fléttur á Íslandi taldar og teljast 836

Starri Heiðmarsson, fléttufræðingur og forstöðumaður náttúrustofunnar, mun halda fyrirlestur á hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar miðvikudaginn 26. febrúar n.k. Hægt verður að fylgjast með fyrirlestrinum í streymi á vef Náttúrufræðistofnunar