Nýir austfirðingar

IMG 7697Árið 2020 komu 7 kvenkyns títur í fiðrildagildruna í Neskaupstað, allar komu þær í síðustu tæmingu í haust. Ein karl títa kom í gildruna í fyrra og ein árið 2019. Hafa títurnar nú verið greindar og eru þetta krummatítur (Pachytomella parallela) og eigum við því von á punkti á kortið hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Krummatíta er ekki mjög áberandi í íslenskri náttúru og er útbreiðsla hennar hérlendis bundin við suðvesturhornið og telst því ekki sjaldgæf þar, tegundin hefur þó einnig fundist í Eyjafirði og nú á árið 2019 og 2020 á austurlandi.

Krummatíta er smávaxin og lætur lífið yfir sér, lífshættir hennar eru lítt þekktir en hún finnst í ýmiskonar þurrlendi úti í náttúrunni, jafnvel í blómabeðum og meðfram húsveggjum. Hún er langmest á ferðinni í júlí og ágúst en finnst þá alveg fram í september. kvenkyns títurnar sem komu í ljósgildruna í Neskaupstað eru þó utan þess tíma eða í vikunni 5-12.nóvember 2020

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands má lesa meira um Krummatítur

7.Pachytomella parallela

Náttúrustofa Vestfjarða leitar að náttúrufræðingi

Náttúrustofa Vestfjarða óskar eftir að ráða náttúrufræðing til starfa í fullt starf. Um er að ræða starf sem fer fram bæði utandyra í vettvangsrannsóknum og á skrifstofu við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif.

Menntunar- og hæfiskröfur:

  • Háskólapróf í náttúrufræði
  • Framhaldsmenntun er kostur
  • Reynsla af gróðurrannsóknum er æskileg
  • Reynsla af fuglarannsóknum er kostur
  • Þekking og reynsla í styrkumsóknagerð kostur
  • Færni í greiningu og framsetningu gagna og skýrsluskrifum
  • Geta til þátttöku í vettvangsferðum fjarri heimili
  • Samviskusemi, frumkvæði og metnaður til að sýna árangur
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli

Starfið er tímabundið til eins árs með möguleika áframhaldandi ráðningu. Náttúrustofa Vestfjarða er staðsett á þremur stöðum; í Bolungarvík, á Hólmavík og á Patreksfirði en starfið er ekki bundið við ákveðna starfstöð. Á Náttúrustofunni vinna sjö starfsmenn og hefur stofan sérhæft sig í fiskeldisrannsóknum og rannsóknum tengdum mati á umhverfisáhrifum og fornleifarannsóknum. Þar sem litla stofnun er að ræða þarf viðkomandi að geta sinnt fjölbreytilegum verkefnum og vera sveigjanlegur.

Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Vestfjarða og félagi íslenskra náttúrufræðinga. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf um 20. maí 2021 eða samkvæmt samkomulagi. Umsókn um starfið með ferilskrá, meðmælum og kynningarbréfi þar sem kemur fram hvers vegna umsækjandi vill starfa á Náttúrustofu Vestfjarða og hvað hann hafi fram að færa, sendist til Sigurðar Halldórs Árnasonar forstöðumanns (sigurdur@nave.is) sem gefur einnig nánari upplýsingar.

Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2021

Ársskýrslan er komin út

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðvesturlands 2020 er nú komin út. Í skýrslunni gefur að líta fjölbreytta starfsemi stofunnar á liðnu ári. Áhugasamir geta nálgast skýrsluna með því að smella á myndina hér að neðan. [...]

Ársfundur - rafrænir fundir í apríl

ust arsfundur

Drög að tillögu að matsáætlun í kynningu. Snjóflóðavarnir ofan Bíldudals, Milligil

Náttúrustofa Vestfjarða vinnur nú að mati á umhverfisáhrifum vegna snjóflóðavarna í Milligili ofan Bíldudals í Vesturbyggð. 

Fyrirhugað er að gera ofanflóðavarnir fyrir ofan byggð á Bíldudal til að tryggja öryggi íbúa á Bíldudal. Krapaflóð,
aurskriður og grjóthrun eru þekkt úr giljum sunnan Bæjargils ofan Bíldudals. Árið 2014 var gefin út kynningarskýrsla um snjóflóðavarnir á Bíldudal. Ekki varð af framkvæmdum á grunni þeirra vinnu. Annar áfangi frumathugunar Verkíss var lagður fram og kynntur bæjarstjórn og íbúum í júní 2020. Jafnframt var þá kynntar mótvægisaðgerðir vegna ofanflóðavarna.

Framkvæmdaraðili er Vesturbyggð en Framkvæmdarsýsla ríkisins hefur umsjón með framkvæmdunum. Náttúrustofa Vestfjarða hefur umsjón með gerð matsskýrslu. Frumathugun og hönnun varnargaðanna er gerð af Verkís. Landmótun vann tillögur að landmótun og mótvægisaðgerðum. Framkvæmdin fellur undir mat á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000, bæði vegna stærðar svæðis og efnismagns. 

Tillaga að matsáætlun er fyrsti þáttur mati á umhverfisáhrifum. Þar kemur fram hvernig standa eigi að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar, áætlun um rannsóknir og þar er einnig samantekt á þeim rannsóknum sem til eru. Í matsáætlun verður gerð grein fyrir þeim umsögnum sem berast á kynningartíma og hvernig brugðist verður við þeim.
Þeir umhverfisþættir sem gætu orðið fyrir áhrifum af framkvæmdum eru; fornleifar, fuglalíf, vistgerðir og gróður,
jarðminjar, náttúruminjar, skipulag, landnotkun og útivist, landslag og ásýnd, snjósöfnun og veðurfar, hljóðvist
og loftgæði og vatnafar. 

Tillagan er aðgengileg hér. Allir geta kynnt sér tillöguna og lagt fram athugasemdir en frestur til að senda þær inn er til og með 12. apríl 2021.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni