Álftafjörður leynir á sér

Rannsókn sem Náttúrustofa Vesturlands gerði fyrir Vegagerðina bendir til að náttúra Álftafjarðar á norðanverðu Snæfellsnesi sé merkilegri en áður var talið. Náttúrustofan flokkaði og kortlagði vistgerðir1 í fjörum og á grunnsævi Álftafjarðar til að auðvelda mat á umhverfisáhrifum mögulegrar þverunar fjarðarins. Helstu niðurstöðurnar voru þær að svæðið er að mestu samsett úr þremur jafnalgengum vistgerðum; […]

Skrafað um fjörurusl á Norðurslóðum í Trömsö

Starfsmaður Náttúrustofunnar fór á dögunum til Tromsø í Noregi með rusl úr Ýsuhvammi í Reyðarfirði. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í vinnustofu um vöktun strandrusls á norðurslóðum, en Ýsuhvammur er ein af sex fjörum hérlendis sem eru vaktaðar samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR (samningi um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins). Ferðin var farin með Sóley Bjarnadóttur hjá Umhverfis-og orkustofnun en hún er verkefnastjóri yfir vöktun stranda hér á landi. Það voru Norska umhverfisstofnunin (Norwegian Environment Agency) og Norska heimskautastofnunin (The Norwegian Polar Institute) sem héldu vinnustofuna og var markmiðið að aðlaga og bæta skráningu á rusli sem tínt er á OSPAR svæðum og aðlaga aðferðafræði til að vinna úr gögnunum.
Nánar má lesa um þetta verkefni hér 

IMG 4469

 

Vel heppnuð afmælisveisla

20251027 164528web

Náttúrustofan bauð til veislu í Safnahúsinu í Neskaupstað sl. mánudag í tilefni af 30 ára afmæli sínu, en formlegur afmælidagur var á Jónsmessu þann 24. júlí sl.

Boðið var upp á erindi og uppákomur fyrir bæði börn og fullorðna og reyndar líka fullorðna sem tengja vel við barnið í sér og fullorðinsleg börn. Kósíheit voru í fyrirrúmi og var skemmtileg tilbreyting að skoða safngripina í kertaljósi og að spjalla yfir góðum veitingum.

Frábær mæting var í veisluna, en vel yfir 100 manns mættu og fjöldi fallegra kveðja bárust frá þeim sem ekki áttu heimagengt.

Kæru vinir og velunnarar – við viljum þakka ykkur öllum fyrir komuna og góðar kveðjur!

20251027 181146web

20251027 173750web

20251027 183128web     20251027 183455web

20251027 183508web     20251027 183513web

20251027 184024web    20251027 184034web

IMG 6663web