Skrafað um fjörurusl á Norðurslóðum í Trömsö

Starfsmaður Náttúrustofunnar fór á dögunum til Tromsø í Noregi með rusl úr Ýsuhvammi í Reyðarfirði. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í vinnustofu um vöktun strandrusls á norðurslóðum, en Ýsuhvammur er ein af sex fjörum hérlendis sem eru vaktaðar samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR (samningi um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins). Ferðin var farin með Sóley Bjarnadóttur hjá Umhverfis-og orkustofnun en hún er verkefnastjóri yfir vöktun stranda hér á landi. Það voru Norska umhverfisstofnunin (Norwegian Environment Agency) og Norska heimskautastofnunin (The Norwegian Polar Institute) sem héldu vinnustofuna og var markmiðið að aðlaga og bæta skráningu á rusli sem tínt er á OSPAR svæðum og aðlaga aðferðafræði til að vinna úr gögnunum.
Nánar má lesa um þetta verkefni hér 

IMG 4469

 

Vel heppnuð afmælisveisla

20251027 164528web

Náttúrustofan bauð til veislu í Safnahúsinu í Neskaupstað sl. mánudag í tilefni af 30 ára afmæli sínu, en formlegur afmælidagur var á Jónsmessu þann 24. júlí sl.

Boðið var upp á erindi og uppákomur fyrir bæði börn og fullorðna og reyndar líka fullorðna sem tengja vel við barnið í sér og fullorðinsleg börn. Kósíheit voru í fyrirrúmi og var skemmtileg tilbreyting að skoða safngripina í kertaljósi og að spjalla yfir góðum veitingum.

Frábær mæting var í veisluna, en vel yfir 100 manns mættu og fjöldi fallegra kveðja bárust frá þeim sem ekki áttu heimagengt.

Kæru vinir og velunnarar – við viljum þakka ykkur öllum fyrir komuna og góðar kveðjur!

20251027 181146web

20251027 173750web

20251027 183128web     20251027 183455web

20251027 183508web     20251027 183513web

20251027 184024web    20251027 184034web

IMG 6663web

 

Auglýst er eftir forstöðumanni Náttúrustofu Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum 54/2024 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri.

The post Auglýst er eftir forstöðumanni Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.is.