Skrafað um fjörurusl á Norðurslóðum í Trömsö
Starfsmaður Náttúrustofunnar fór á dögunum til Tromsø í Noregi með rusl úr Ýsuhvammi í Reyðarfirði. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í vinnustofu um vöktun strandrusls á norðurslóðum, en Ýsuhvammur er ein af sex fjörum hérlendis sem eru vaktaðar samkvæmt aðferðafræði og leiðbeiningum frá OSPAR (samningi um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshafsins). Ferðin var farin með Sóley Bjarnadóttur hjá Umhverfis-og orkustofnun en hún er verkefnastjóri yfir vöktun stranda hér á landi. Það voru Norska umhverfisstofnunin (Norwegian Environment Agency) og Norska heimskautastofnunin (The Norwegian Polar Institute) sem héldu vinnustofuna og var markmiðið að aðlaga og bæta skráningu á rusli sem tínt er á OSPAR svæðum og aðlaga aðferðafræði til að vinna úr gögnunum.
Nánar má lesa um þetta verkefni hér






Náttúrustofa Suðausturlands auglýsir starf forstöðumanns laust til umsóknar. Stofan er alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum og starfar eftir lögum 54/2024 um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur. Starfssvæðið nær yfir Sveitarfélagið Hornafjörð og Skaftárhrepp og er stofan með aðsetur á Höfn og starfsstöð á Kirkjubæjarklaustri.