Unnið úr myndum bjargfuglavöktunar

Þessa dagana eru bjargfuglar taldir af ljósmyndum sem teknar hafa verið af fyrirfram ákveðnum sniðum í björgum allt í kringum landið. Með því fæst fjöldi mismunandi tegunda á sniðunum og fjöldinn borinn saman við tölur fyrri ára. Að þessari bjargfuglavöktun koma fimm náttúrustofur víðs vegar um landið en Náttúrustofa Norðausturlands fer með verkefnisstjórn. Niðurstöður er […]

Smyrill fær bót meina sinna og safnar kröftum á Náttúrustofu NV

Smyrill fær bót meina sinna og safnar kröftum á Náttúrustofu NV

Smyrill tók sér tímabundna búsetu á Náttúrustofu NV í dag. Ábúendur á Syðri Stóruborg fundu fuglinn særðan og komu í hendur NNV. Smyrillinn hefur fengið aðhlynningu og mun næstu daga eða vikur, gróa sára sinna og safna kröftum áður en hann hefur sig ...

Samstarf Skotvís og Náttúrustofu Norðulands vestra

Bjarni Jónsson og Áki Ármann Jónsson

Í dag funduðu formaður Skotvís og forstöðumaður NNV um samstarf um rannsóknir á milli Skotvís og stofunnar. Mikil þekking liggur hjá skotveiðimönnum og sömuleiðis áhugi á því að taka þátt í rannsóknum. Það er mikilvægt að geta fléttað saman nýtingu og verndun í rannsóknum og veiðistjórnun.

Fjöruferð með Náttúrustofu Suðvesturlands

Þriðjudaginn 10. júlí stendur Útivist í Geopark í samstarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands fyrir fjöruferð á Reykjanesi.Gengið verður frá bílastæðum við Kirkjubólsvöll (golfvellinum í Sandgerði) klukkan 20:00. Frá golfvellinum liggur leiðin í fjöruna og út að Garðskagavita. Starfsfólk Náttúrustof [...]

Vetrarstöðvar íslenskra svartfugla afhjúpaðar

Niðurstöður rannsókna Náttúrustofunnar og samstarfsaðila á dreifingu og svæðanotkun þriggja svartfuglategunda utan varptímans voru nýverið birtar í tímaritinu Polar Biology. Rannsóknirnar, sem byggðu á notkun dægurrita sem afla upplýsinga um staðsetningu fuglanna, fóru fram í þremur stórum sjófuglabyggðum hér á landi: Látrabjargi, Grímsey og á Langanesi. Niðurstöðurnar benda til þess að stærstur hluti íslenska stuttnefjustofnsins, […]

Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is