
Stór og djúp lægð var austur af landinu um miðbik síðustu viku. Svo virðist vera sem þessi mikla lægð hafi kippt með sér þó nokkuð af farfuglum sem væntanlega hafa verið á leið yfir Norðusjó milli Bretlandseyja, Danmerkur og Noregs. Sennilegast verður að teljast að fuglarnir hafi í fyrstu borist langt í norður og svo smám saman rangsælis um lægðarmiðjuna frá norðri til vesturs og svo aftur til suðurs upp að norðurströnd Íslands. Athyglisvert er að flækingsfugla varð ekki vart í Færeyjum í kjölfar veðursins líkt og hérlendis.