Gögn vöktunarmyndavéla komin í hús
Eitt af síðustu sumarverkum Náttúrustofunnar er að nálgast vöktunarmyndavélarnar fimm sem eru í umsjá stofunnar. Myndum síðastliðins árs er hlaðið niður og gengið úr skugga um að búnaðurinn sé í góðu lagi fyrir komandi vetur. Myndavélarnar eru staðsettar í Skoruvíkurbjargi, Grímsey, Hælavíkurbjargi, Látrabjargi og Elliðaey í Vestmannaeyjum og taka þær ljósmyndir af afmörkuðum hluta bjargs […]