Fimmtudaginn 29. mars n.k. , kl. 12:15 - 12.45 heldur Bjarni K. Kristjánsson, líffræðingur, erindi sem hann nefnir: "Lífríki íslenskra linda" Fyrirlesturinn verður fluttur í gegnum fjarfundabúnað og er öllum velkomið að fylgjast með.
Fimmtudaginn 26.janúar nk. kl. 12:15-12:45 flytur Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur á Náttúrustofu Austurlands, erindi sem hún nefnir: "Hópatferli andarunga" Fyrirlesturinn verður fluttur í gegnum fjarfundabúnað og er öllum velkomið að fylgjast með.
Náttúrustofuþing verður haldið í Neskaupstað miðvikudaginn 26. október næstkomandi. Þar gefst gestum tækifæri til að hlýða á fjölbreytt erindi starfsmanna náttúrustofa og gestafyrirlesara. Náttúrustofur eru sjö talsins, dreifðar vítt og breitt um landið. Þær mynda með sér Samtök náttúrustofa, sem er samstarfs- og samráðsvettvangur þeirra. Frá árinu 2005 hafa náttúrustofurnar skipst á að halda ráðstefnu haust hvert í tengslum við aðalfund samtakanna. Að þessu sinni er gestgjafinn Náttúrustofa Austurlands.
Fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 12:15-12:45 flytur Þorleifur Eiríksson, dýrafræðingur á
Náttúrustofu Vestfjarða, erindi sitt: "Er úrgangur frá fiskeldi vandamál?"
Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum víða um land.
Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni