Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs óskar Náttúrustofa Norðurlands vestra íbúum landshlutans og landsmönnum öllum.

Myndin sýnir skeljaskóf, tekin af Starra Heiðmarssyni

Skeljaskóf er flétta sem finna má um allt land en sérstaklega algeng er hún um sunnan- og vestanvert landið. Fléttur eru sambýli svepps og ljóstillífandi lífveru sem oftast er grænþörungur þó töluvert algengt sé að blábakteríur, löngum nefndar blágrænir þörungar, sjái fléttusambýlinu fyrir orku. Lítill hluti fléttna...

Þingeyski hálandahöfðinginn

Haustið 2019 hófst fuglamerkingarverkefni á vegum Fræðaseturs Háskóla Íslands sem snýr að ferðum og dreifingu íslenskra snjótittlinga. Snjótittlingar eru veiddir og á fætur þeirra settur rauður plasthringur með hvítum einkennisstöfum, auk hefðbundins álhrings. Tveir starfsmenn Náttúrustofunnar eru þátttakendur í þessu rannsóknarverkefni og annar þeirra merkti snjótittling sem hefur fengið viðurnefnið „Þingeyski hálandahöfðinginn“. Þessi tiltekni sjótittlingur var fyrst merktur við Víkingavatn í Kelduhverfi 3. apríl 2020 og hefur sést árlega frá 2022 á skíðasvæði í Cairngorms fjöllunum í Skosku hálöndunum.

Plastí fýlum yfir viðmiðunarmörkum

Náttúrustofa Norðausturlands hefur vaktað plastmengun í sjó fyrir Umhverfisstofnun frá 2018. Vöktunin fer fram með athugunum á plastinnihaldi í meltingarfærum fýla (Fulmarus glacialis).Plast getur sært eða stíflað meltingarfæri fugla en getur líka haft óbein áhrif m.a. vegna upptöku ýmissa óæskilegra efna sem eru í plastinu sjálfu eða sogast að plastögnunum úr umhverfinu og fuglar taka svo upp í vefi sína.