Náttúrustofuþing 2021 - rafrænt

Náttúrustofuþing verður haldið fimmtudaginn 29. apríl, kl. 13:00-15:15. Í ár verður þingið haldið rafræn og er það í fyrsta skipti, allir velkomnir. Spennandi daskrá verður að vanda. Tengjast má þinginu með því að smella á dagskránna hér að neðan. [...]

Náttúrustofuþing 2021 rafrænt

Náttúrustofuþing 2021  3

Náttúrustofuþing 2021

Náttúrustofuþing verður haldið rafrænt 29. apríl 2021 kl 13:00-15:15. 

Dagskrá:

- Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar fundinn

- Þorkell Lindberg Þórarinsson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands flytur ávarp

- Minkur, plasmacytosis og COVID-19. Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee, Náttúrustofu Vesturlands. 

- Tilraunir NA með notkun flygilda við fuglatalningar. Hálfdán Helgi Helgason, Náttúrustofu Austurlands. 

- Vöktun framandi sjávarlífvera við Ísland. Sindri Gíslason, Náttúrustofu Suðvesturlands.

- Vöktun plasts í fýlum. Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Náttúrustofu Norðausturlands. 

- Jöklar og jöklabreytingar. Snævarr Guðmundsson, Náttúrustofu Suðausturlands. 

- Hvað gera fornleifafræðingar á Náttúrustofu? Margrét Hrönn Hallmundsdóttir og Kristín Sylvía Ragnarsdóttir, Náttúrustofu Vestfjarða. 

- Stofnvistfræði og verndun íslenskra nætursjófugla. Erpur S. Hansen, Náttúrustofu Suðurlands. 

Staða GPS-kúa í apríl lok 2021

Gps HreindýrNú styttist í burðinn og það sést greinilega á ferðum GPS-kúnna sem eru með staðsetningartæki um hálsinn.

Staða GPS-kúnna 26. apríl 2021.
Hér skulum við skoða nokkrar þeirra, byrja syðst og fikra okkur svo norðureftir.
12 Steina: Gekk á Breiðamerkursandi í vetur en er nú komin inn fyrir Reynivelli/Fell suður af Gabbródal NV Hólmafjalls.
13 Vök: Gekk í Hvannadal V Steinavatna í mest allan vetur en brá sér síðan yfir á Kálfafellsdal í smá tíma. Er nú aftur komin í Hvannadal hvar menn geymdu naut forðum og hugsanlega fór hún þangað eftir Nautastígnum.
14 Fluga: Gekk á Mýrum í vetur en er nú norðarlega á Viðborðsdal á leið í Gæsadali eins og í fyrra.
3,1 Gulla og Hreiða: Báðar komnar inn á Fljótsdalsmúla, Gulla gengið í Norðurdal í vetur en Hreiða gengið eingöngu í Fellum frá því hún var fönguð í mars í fyrra og þar til hún snaraði sér upp á Fljótsdalsheiði í byrjun mars 2021 (sjá myndir).

 
Hreiða 2.maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hreiða 2. maí 2020, nýborin við Hreiðarstaði í Fellum.

Hreiða 13.september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.
Hreiða 13. september 2020 upp af Freysnesi í Fellum.

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði

 

 

 

 

 


 

 

Hreiða 13.4.2021 á Fljótsdalsheiði.

7 Lína2: Var endurmerkt á Fljótsdalsheiði í mars 2021 og er nú við Tungusporð innst í Hrafnkelsdal og mun líklega halda inn á Vesturöræfi á næstunni.
2 Yxna: Fönguð á Öxi í mars 2021 og er nú á Flatarheiði upp af Suðurdal Fljótsdals á inneftir leið.
6 Katla: Katla fönguð við Ketilstaði á Völlum í mars í fyrra. Þá hélt hún til Í Reykjadalnum í Mjóafirði um burðinn og er nú stutt vestan Reykjadals.
9 Lilja Ormur: Fönguð í Eiðaþinghá í mars 2021 en er nú innst í Borgarfirði eystra. Líklega á leiðinni yfir í Húsavík til að bera.
4,5,8 Arna, Vopna2 og Sigga: Allar nú á svipuðum slóðum á Kverkártungu inn af Bakkafirði. Reiknað með að þær gangi þar suður af í maí.

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2020 og upptökur frá ársfundi

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2020 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Ársfundur stofunnar var haldinn með rafrænum hætti að kvöldi 21. apríl og voru erindi sem þar voru flutt tekin upp. Hér er hægt að sjá erindin þrjú sem voru flutt að loknum venjubundnum fundi og einnig upptöku af ársfundinum. […]

The post Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2020 og upptökur frá ársfundi appeared first on Nattsa.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni