Hvít bláklukka

20210721 192000Náttúrustofu Austurlands hafa í sumar borist tvær tilkynningar/fyrirspurnir um hvíta bláklukku, annarsvegar í Fossárdal í Berufirði í júlí og hinsvegar í nágrenni Geithúsaár í Reyðarfirði nú í byrjun september.

Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands segir um bláklukkur: Bláklukka er algeng á Austurlandi en sjaldgæf annarsstaðar, hún er mest á láglendi en sést þó einnig hátt upp eftir fjöllum. Plantan 15-40 sm á hæð og blómstrar bláum klukkum í júlí - ágúst. Bláklukka er einnig til sem hvítt afbrigði en það er sjaldgæft rétt eins og hvítt blágresi eða hvítir ljósberar.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af bláklukkum í Fossárdal í júlí 2021 bæði hvítri en einnig hefðbundinni blárri.  Einnig er mynd af bláklukku tekin á Kambfelli í Reyðarfirði sumarið 2021.
Á vef Lystigarðsins á Akureyri má lesa um bláklukku.

Hvít bláklukka  Bláklukka

 

2021 Kambfell í Reyðarfirði bláklukka í 1000 m hys

 

 

Rannsóknir í Orravatnsrústum norðan Hofsjökuls

Suðurhluti Orravatnsrústa. Illviðrarhnjúkar og Miklafell/Hofsjökull í baksýn. Myndin sýnir 5 rústir …

Orravatnsrústir eru allstór gróðurvin á hálendinu í rúmlega 700 metra hæð yfir sjávarmáli. Hálendisvinin er vel gróin með fjölda smærri og stærri tjarna og fylgir lægðum í landslaginu. Gróðurvinin teygir sig frá Rústakvísl og Reyðarvatni þar sem vegurinn að Laugafelli liggur upp frá Skagafirði, en til suðurs í átt að Hofsjökli við Illviðrahnjúka og Miklafell.

Helsingjamerkingar 2021– gæs og gassi nefnd í höfuð Kvískerjasystkina

Um miðjan júli tók Náttúrustofa Suðausturlands þátt í helsingjamerkingum í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum, en verkefninu er sem áður stýrt af Arnóri Þóri Sigfússyni dýravistfræðingi hjá Verkís. Þetta er fimmta árið í röð sem helsingjar eru merktir á starfsvæði stofunnar og líkt og síðasta ár voru sett staðsetningatæki á nokkra fugla. Það gerir rannsakendum kleift að […]

The post Helsingjamerkingar 2021 – gæs og gassi nefnd í höfuð Kvískerjasystkina appeared first on Nattsa.is.

Veiðimenn, endilega sendið okkur grágæsavængi eða góðar myndir til að við getum greint ungahlutfall í stofninum.

Náttúrustofa Austurlands hóf í fyrra vöktun á íslenska grágæsastofninum samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun. Verkefnið er til þriggja ára (2020-2022) og er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. Sjá nánar um verkefnið hér.


Mikilvægur þáttur verkefnisins er að fylgjast með hlutfalli unga í veiði, m.a. til að fá betri upplýsingar um varpárangur og fjölda unga í stofninum. Við fengum ágæt viðbrögð í fyrra, einkum af norður- og austurlandi, en það væri frábært að fá vængi víðar af landinu. Því óskum við nú eftir því að veiðimenn takið þátt í þessu verkefni með okkur sendi okkur vængi eða góðar myndir af vængjum og heildarafla. Megin áhersla okkar er á grágæsavængi, en við tökum þakklát við öllum vængjum.

 gæsavængurMeð vængjum eða myndum er mikilvægt að fylgi dagsetning og staðsetning veiða, eins nákvæm og veiðimenn vilja gefa upp. Fyllsta trúnaðar er gætt varðandi gögn sem veiðimenn skila inn.

Myndir má senda inn til na(hja)na.is eða í gegnum facebook síðu stofunnar. Annars vegar þarf nærmynd af væng tekið ofan frá fyrir hverja gæs (sjá mynd) auk myndar af heildarafla (hópmynd) eftir hverja veiðiferð þar sem kviður allra gæsanna vísa upp og sjást vel.

 

 

Staka vængi eða búkinn allan má senda til okkar með Landflutningum eða Eimskip merkta:
Náttúrustofu Austurlands
Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Náttúrustofan greiðir fyrir sendingakostnað.


Fyrstu niðurstöður gæsavöktunar voru birtar í fyrra og má nálgast skýrsluna hér. Gerð er grein fyrir vængjahlutföllum síðasta árs í skýrslu ársins í ár og svo koll af kolli, en þær eru settar fram samhliða niðurstöðum talninga á Bretlandi, sem ekki eru aðgengilegar fyrr.

Vettvangsnámskeið í líffræði

Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru í gær með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er fimmta ári& [...]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni