Ungar snemma á ferðinni

Christian Gallo og Hafdís Sturlaugsdóttir fóru í fuglaskoðun á vegum NAVE nýlega. Bæði grágæs og álftir sáust með ungum. Við viljum minna alla fuglaáhugamenn á að fara gætilega við að eltast við unga því þeir geta orðið viðskila við forledrana. Ekki síst ef leiðin liggur milli hreiðurs og sjávar eða vatna þar sem ungarnir læra að afla sér fæðu. 

Helsingjanef á rekaldi

Sigríður Einarsdóttir og Þór Árnason voru á göngu þegar þau rákust á þennan rekavið í smábátahöfninni á Patreksfirði. Þau tóku myndir og fengu fljótlega greiningar á tegundinn frá Guðnýju Elínborgardóttur. Þetta er glæsileg þekja af hrúðurkarlinum helsingjanef (Lepas anatifera) sem lifir ekki við Íslandsstrendur en hefur borist hingað með sjávarstraumum.

Hrúðurkarlar eru krabbadýr innan hóps sem kallast skelskúfar (Ciripedia) og telur um 1.200 tegundir. Þeir festa sig við einhvers konar undirlag. Þessar tegundir skiptast í flokka og undirflokka. Einn þessara undirflokka er Lepadomorpha en það eru hrúðurkarlar sem hafa stilk til að festa sig við undirlag og ein þessara tegunda er helsingjanef.

Helsingjanef á rekaldi

Sigríður Einarsdóttir og Þór Árnason voru á göngu þegar þau rákust á þennan rekavið í smábátahöfninni í Patreksfirði. Þau tóku myndir og fengu fljótlega greiningar á tegundinn frá Guðnýju Elínborgardóttur. Þetta er glæsileg þekja af helsingjanefi (Lepas anatifera) sem lifir ekki við Íslandsstrendur en hefur borist hingað með sjávarstraumum.

Hrúðurkarlar eru krabbadýr innan hóps sem kallast skelskúfar (Ciripedia) og telur um 1.200 tegundir. Þeir festa sig við einhvers konar undirlag. Þessar tegundir skiptast í flokka og undirflokka. Einn þessara undirflokka er Lepadomorpha en það eru hrúðurkarlar sem hafa stilk til að festa sig við undirlag og ein þessara tegunda er helsingjanef.

Fornleifarannsóknir í Arnarfiði hljóta veglega styrki.

Fyrirhugað er að beita þessari tækni við ljósmyndum á bæjarstæðum í Arnarfirði. Með þessari aðferð er hægt að greina minjar undir sverði sem oft sér ekki stað á yfirborði. Er þetta liður í að rannsaka upphaf og þróun byggðar í Arnarfiði frá landnámi. Rannóknin hefst á næstu dögum en fornleifauppgröftur byrjar á vegum rannsóknarinnar í ágúst. Við hana munu starfa sex fornleifafræðingar. Rannsóknin í ár hlaut hæsta styrk úr Fornminjasjóði ásamt styrk frá prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar. Auk þess nýtur rannsóknin velvildar staðarhaldara á Hrafnseyri sem leggur til húsnæði og aðstöðu á meðan rannsóknum stendur.

Öskuhaugur frá landnámsöld fannst við Grófargil

 

Magrét Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur hjá NAVE, var kvödd til framkvæmdaeftirlits á bæinn Grófargil í Skagafirði. Þar þurfti að rífa hús og grafa gryfju til að farga úrgangi. Tekinn var fyrst könnunarskurður þar sem taka átti riðugröfina. Þar kom í ljós öskuhaugur sem var undir gjósku úr Heklu 1104 og VJ 980, (áður VJ 1000) sem er frá gosi í Vatnajökli. Öskuhaugar voru yfirleitt nær bæjarhúsum en 20 m til forna. Riðugröfin var því færð neðar, en öskuhaugurinn kannaður nánar.

Við frekari gröft fundust nokkrir gripir. Þarna var brot úr snældusnúðum, lítill hnífur og skepti úr öðrum ásamt nokkrum öðrum járngripum. Einnig fundust margir eldsprungnir steinar sem tengjast matartilbúningi og mjög vel varðveitt dýrabein úr máltíðum landnámsmanna. Mest var af húsdýrabeinum t.d úr sauðfé, nautgripum og svínum en minna af fugla- og fiskibeinum. Auðvitað var aðeins brot af þessum öskuhaug rannsakaður. Það er alltaf ánægjulegt þegar nýjar upplýsingar koma fram í svona framkvæmdarannsóknum og gaman að hafa staðfest að búið var á Grófargili á landnámsöld.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni