Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands 2023

Ársskýrsla Náttúrustofu Austurlands fyrir árið 2023 er nú aðgengileg hér á vefnum.  

Arsskyrsla samsett mynd fyrir vefsidu

Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum

Starfsmenn Náttúrustofunnar störtuðu fuglavinnu sumarsins með uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Látrabjarg. Myndavélar á Látra- og Hornbjargi eru notaðar við Bjargfuglavöktun en á hverri klukkustund taka vélarnar mynd af sama hluta bjargsins og fuglunum sem þar eru.

The post Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum appeared first on nave.is.

Heiðlóa og aðrir farfuglar

Þrjár heiðlóur sáust við Haganes í Skutulsfirði, laugardaginn 20 apríl og í vikunni sáust einnig tveir hrossagaukar. Undanfarið hefur bæst […]

The post Heiðlóa og aðrir farfuglar appeared first on nave.is.

Náttúrufræðingur/-nemi óskast til úttektar á ásætufléttum

Sumarstarf í boði við náttúrustofuna við rannsóknir á ásætufléttum og útbreiðslu þeirra í ræktuðum skógum.

Náttúrustofa Austurlands á Tæknidegi Fjölskyldunnar

20240413 143111Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað í níunda sinn sl. laugardag. Fjöldi fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka kynntu starfsemi sína svo dagskráin var fjölbreytt og höfðaði til allra aldurshópa. Dagurinn heppnaðist vel og var fjölsóttur af fólki allsstaðar að af Austurlandi.

Náttúrustofan tók að sjálfsögðu þátt og kynnti ýmis verkefni sem stofan vinnur að. Meðal annars voru sýndir hálskragar sem fara á hreindýr og senda staðsetningargögn, skoðuð voru landupplýsingagögn um hreindýr og gæsir, aldur hreindýrakjálka var metinn, sýnt var hvernig myndir teknar með flygildi nýtast við kortlagningu lúpínu, botndýralíf sjávar var skoðað undir víðsjá og síðast en ekki síst gátu gestir spreytt sig á fuglaratleik um svæðið.

Verkmenntaskólinn á hrós skilið fyrir að standa að þessum flotta Tæknidegi og ljóst er að þeir gestir sem komu og nutu hans upplifðu margt spennandi.

 

20240413 142745


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni