Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða

Þann 1. nóvember síðastliðinn tók Sigurður Halldór Árnason við starfi forstöðumanns Náttúrustofu Vestfjarða. Sigurður Halldór er með B.Sc. próf í líffræði frá Háskólanum á Hawaii, M.Sc. próf í stofnerfðafræði frá Háskóla Íslands og vinnur nú að Ph.D. gráðu í vist- og þróunarfræði við Háskólann á Hólum og Háskóla Íslands. Sigurður Halldór tók við starfinu af Nancy Bechtloff sem látið hefur af störfum. Stjórn Náttúrustofunnar býður Sigurð Halldór velkomin til starfa og þakkar Nancy fyrir störf hennar í þágu stofunnar og óskar henni velfarnaðar.

Fuglarnirí garðinum

Fuglarnir í garðinum

Einar Þorleifsson, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra og Selasetri Íslands mun halda erindi um helstu fugla í nærumhverfi okkar og þær fuglategundir sem er að vænta í góðum fuglagarði. Fyrirlesturinn verður haldinn í Selasetrinu á Hvammstanga þann 21. nóvember á milli kl. 20 og 21.

Skýrsla um örplast kynnt

Valtýr Sigurðsson, starfsmaður NNV og BioPol, fer með erindi um skýrsluna sem fjallar um örplast í h…

NNV og BioPol unnu saman að gerð skýrslu um uppsprettur og farvegi örplasts í hafið kringum Ísland. Skýrslan var unnin fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Tilgangur skýrslunnar var að taka saman upplýsingar til þess að þær megi nýta til að takast á við þann vanda sem plastmengun í hafinu er.

Líffræðiráðstefnan

Virkilega vel heppnaðari Líffræðiráðstefnu er nú lokið, en hún fór fram dagana 17.-19. október.  Að venju var vel mætt og dagskráin fjölbreytt. Náttúrustofa Suðvesturlands átti þátt í fimm framlögum á ráðstefnunni. Lesa má nánar um hvert framlag á eftirfarandi tenglum:The Atlantic rock crab: Post-invasion demography a [...]

Styrkur til Náttúrustofu Vestfjarða

Verkefni hjá Náttúrustofu Vestfjarða sem rannsakar sjávarlús á villtum laxfiskum fékk nýverið framhaldsstyrk úr Umhverfissjóði sjókvíaeldis að upphæð 5,5 m.kr. Verkefnið er eitt af sjö verkefnum sem fá styrk í ár en alls bárust sjóðnum 19 umsóknir.

Fiskeldi með laxfiska í sjókvíum hefur aukist hratt á skömmum tíma hér við land og vöktun laxalúsar á villtum laxfiskum er líklega besti mælikvarðinn á hvort eldisfiskur í sjókvíum hafi neikvæð áhrif á villta stofna í nágrenni við eldissvæði. Eldislaxinn er án lúsa þegar hann er settur í kvíar en þar sem saman er komin mikill fjöldi hýsla fyrir sníkjudýr eins og lúsina þá er hætta á mögnun lúsasmits og lúsaálags.

Í rannsóknum og vöktun á lús á villtum laxfiskum í Norður Atlantshafinu er lögð áhersla á tvær tegundir sjávarlúsa sem báðar sækja í laxfiska og eru utanáliggjandi sníkjukrabbadýr úr ættinni Caligidae. Önnur er af ættkvísl Caligus og er svokölluð fiskilús af tegundinni Caligus elongatus og hin er af ættkvísl Lepeophteirus en það er svokölluð laxalús af tegundinni Lepeophtheirus salmonis https://www.itis.gov/servlet/SingleRpt/SingleRpt?search_topic=TSN&search_value=89008#null

Fiskilúsin Caligus elongatus er ekki talin tegundaháð og hefur verið skráður hýsill á fleiri en 80 mismunandi fisktegundum um allan heim. Helstu hýslar laxalúsarinnar Lepeophtheirus salmonis í Norður- og Vestur Evrópu eru lax, sjóbirtingur og sjóbleikja, lúsin finnst mjög sjaldan á öðrum tegundum fiska (Kabata 1979).

Kabata, Z. 1979. Parasitic copepoda of British fishes. Ray Society, 152. London: Ray Society.


Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is