Æfintýri frá miðöldum í Arnarfirði

Fyrr í vetur fékk fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða úthlutað styrk (3.5 millj) úr Fornleifasjóði til að halda áfram rannsóknum í Arnarfirði. Jafnframt komu framlag frá safni og prófessrossjóði Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Að auki fékkst styrkur úr nýsköpunarsjóði námsmanna um þróun aðferðafræði við notkun á drónum með hitamyndavél. Gunnar Grímsson sem nýlega útskrifaðist frá HÍ mun starfa með hópnum við rannsóknina. Hann hefur hefur beitt þessari myndatöku í Þjóðgarðinum á Þingvöllum með góðum árangri. Gögn úr drónamyndum gagnast til að draga fram mishæðir í landslagi. Þannig geta fundist rústir sem hafa fyllst af gróðri eða jarðvegi. Nú verður þessari tækni einnig beitt að leita að óþekktu bæjarstæði í Arnarfirði og aðferðin þróuð lengra. Áfram verður unnið á Auðkúlu þar sem verið er að ljúka við uppgröft á stórum skála og önnur bygging í túninu verður rannsökuð í sumar.  

Áður hafa verið grafin upp járnvinnslusvæði, bænhús, kirkjugarður og öskuhaugur við skálann. Einnig verða rannsóknir teknar aftur upp á Hrafnseyri. Árið 2019 kom fram vísbendingar úr borkjarnarannsókn í túninu um mögulegan skála. Einnig var staðfest með sömu aðferð að á Litla Tjaldanesi er skáli, stórt útihús, mögulega fjós, smiðja og mögulega jarðhýsi. Það er því spennandi sumar framundan í Arnarfirði og kátur hópur sem leggur út í að graf upp þetta æfintýri. 

Styrkurúr Loftslagsjóði til fræðsluverkefnis um náttúru og vöktun dýra

Frá vinstri: Einar Ó. Þorleifsson, Bjarni Jónsson, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Jessica Aquino, Sand…

Náttúrustofa Norðurlands Vestra og Selasetur Íslands í samstarfi við ferðamáladeild Háskólans á Hólum og Hafrannsóknastofnun hafa hlotið styrk frá Loftslagsjóði í verkefni sem nefnist Krakkar í norðri: Náttúran og vöktun dýra.  Verkefnið verður unnið...

Myndarlegur styrkur úr loftslagssjóði

NAVE, Náttúrustofa Norðausturlands og RORUM fengu nýlega úthlutað vænum styrk til að fylgja eftir fræðslu um dýralíf í fjörðum á tímum loftslagsbreytinga. Strandsvæði sjávarbyggða geta orðið meðal fyrstu vistkerfanna sem breytast af völdum hamfarahlýnunar. Þau geta því nýst eins og sýnisbók um áhrifin sem við sjáum ekki í okkar nánasta umhverfi. En þessi vistkerfi geta verið uppeldisstöðvar, svæði sem tekur við alls kyns úrgangi og eru okkur til yndis og ánægju.

Til að geta tekist á við loftslagstengd mál eru samskipti nauðsynleg, ekki síst miðlun upplýsinga frá vísindalegum rannsóknum. Með því að nota gögnin sem samstarfsfélögin hafa safnað síðustu 30 ár mun styrkurinn nýtast til að setja fram aðgengilega og ítarlega mynd af líffræðilegum fjölbreytileika botndýra í íslenskum fjörðum með gröfum, töflum, tölum, hreyfimyndum og öðrum sjónrænum hjálpartækjum sem birt verða á gagnvirkri vefsíðu. Hér er frétt um úthlutunarathöfnina.

 

Eyrnamerking hreinkálfa

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. Þennan kálfa "kvígu" merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.Auk þess að kortleggja burðarsvæði Snæfellshjarðar hefur Náttúrustofa Austurlands komið að eyrnamerkingum og utanumhald merkinga á hreinkálfum. Frá 1980 hefur stofan haldið utan um merkingar á 136 kálfum og einstaka dýri sem losað var úr sjálfheldu. Til að slíkar merkingar geti gefið upplýsingar um ferðir og svæðisnotkun hreindýra þurfa dýrin að sjást sem oftast aftur og tilkynningar um það þurfa að berast Náttúrustofu Austurlands. Fyrstu árin bárust ekki margar tilkynningar um merktu dýrin (endurheimtur) en smám saman varð almenningur duglegri að tilkynna um merkt dýr auk þess sem aðgengi og umferð um landið hefur aukist. Þótt fá dýr hafi verið merkt með þessum hætti eftir 2004 (64 dýr) hafa endurheimtur verið 72% og gefið mikilvægar upplýsingar um farleiðir, flakk dýra milli veiðisvæða og almenna svæðisnotkun þeirra.

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. Þessa tvo kálfa merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.

Sævar Guðjónson á Eskifirði hefur merkt þó nokkra kálfa fyrir NA í gegnum árin. þennan kálf " tarf" merkti hann í Hraundal í Loðmundafirði 21. maí 2020.

 

Kortlagning NAá burðarsvæðum Snæfellshjarðar 2020

Hreinkýr, vetrungar og sprækir kálfar 22.maí 2020 við Djúpavatn í MiðfjarðarheiðiBurðartími hreindýra er að renna sitt skeið á enda þetta árið. Árleg burðarkortlagning Snæfellshjarðar lauk  sunnudaginn 24.maí síðastliðinn, með flugi yfir Brúaröræfi og Jökuldalsheiði. Frá 2005 hefur  Náttúrustofa Austurlands kortlagt burðarsvæði Snæfellshjarðar til að fá mynd af þeim og framgangi burðar í ólíkum árum. Svæðin eru kortlögð úr flugvél með því að staðsetja og mynda alla séða kúahópa á Snæfellsöræfum, Jökuldalsheiði, Fljótsdalsheiði og á heiðum norðvestan Vopnafjarðar. Í ár voru flognir um 2251km. Flugið tók um 15 klst og staðsettir voru um 76 hópar með frá einu og upp í um 50 fullorðnu dýri auk kálfa í hverjum hóp. Dreifing kúa á burðartíma fer að einhverju leiti eftir snjóalögum. Í snjóþyngri árum eins og nú virðast kýr dreifðar um stærra svæði og bera frekar á svæðum sem liggja lægra yfir sjó. 


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni