Gleðileg jól

[...]

Jólakveðja

2024 jolakvedja NA web

Þingeyski hálandahöfðinginn

Haustið 2019 hófst fuglamerkingarverkefni á vegum Fræðaseturs Háskóla Íslands sem snýr að ferðum og dreifingu íslenskra snjótittlinga. Snjótittlingar eru veiddir og á fætur þeirra settur rauður plasthringur með hvítum einkennisstöfum, auk hefðbundins álhrings. Tveir starfsmenn Náttúrustofunnar eru þátttakendur í þessu rannsóknarverkefni og annar þeirra merkti snjótittling sem hefur fengið viðurnefnið „Þingeyski hálandahöfðinginn“. Þessi tiltekni sjótittlingur var fyrst merktur við Víkingavatn í Kelduhverfi 3. apríl 2020 og hefur sést árlega frá 2022 á skíðasvæði í Cairngorms fjöllunum í Skosku hálöndunum.