Uppstoppaður hani gjöf til Náttúrugripasafnsins

20181103 151303Náttúrugripasafninu í Neskaupstað áskotnaðist um liðna helgi glæsilegur uppstoppaður hani. Haninn var boðinn upp á árlegum markaði Hosanna sem haldinn var í Safnahúsinu. Það var Pólska samfélagið í Neskaustað sem bauð best í hanann og ákvað að færa hann Náttúrugripasafninu að gjöf. Þannig voru slegnar tvær flugur í einu höggi með styrk til bæði Hosanna og Náttúrugripasafnsins. Það voru Kristín Ágústsdóttir og Guðmundur Sveinsson sem tóku við hananum fyrir hönd safnsins. 

Haninn hefur frá upphafi fylgt húsinu Brekku í Neskaupstað, en það voru núverandi hænsnabændur á Brekku sem gáfu Hosunum hanann uppstoppaða. Áður var hann eigu hjónanna Guðna og Úrsúlu á Brekku, bæði lífs og liðinn.

 

 

 

Stjörnumerkin og tunglið–stjörnuskoðun í kvöld

Í kvöld lítur út fyrir ágæt skilyrði til stjörnuskoðunar frá Hornafirði. Því ætlum við að bjóða öllum áhugasömum í heimsókn að stjörnuhúsinu á Markúsarþýfishóli við Ægissíðu. Ætlunin er að skimast eftir og staðsetja stjörnumerki haustsins og tunglinu sem er nærri fyllingu þessa dagana. Stjörnuskoðunin verður í kvöld (fimmtudagskvöld) 25. október milli kl. 19:00-20:00. Heitt kakó […]

The post Stjörnumerkin og tunglið – stjörnuskoðun í kvöld appeared first on Nattsa.

Aðalfundur Náttúrustofu Vestfjarða 2018

Aðalfundur (eigendafundur) aðildasveitarfélaga Náttúrustofu Vestfjarða var haldinn á Náttúrugripasafni Bolungarvíkur þann 17.október síðastliðinn. 

Auk stjórnar og forstöðumanns mættu tveir fulltrúar sveitarfélaga á fundinn og tveir gestir. Farið var yfir ársskýrslu og ársreikning stofunnar fyrir síðasta ár, kosin var ný stjórn og ákveðin þóknun hennar fyrir fundarsetu. Einnig voru önnur mál rædd á fundinum svosem fjármál NAVE, SNS (Samtök náttúrustofa), verkefni stofunnar og framtíðarsýn. 

 

Ungir tarfar samfastirá hornum í rafmagnsvír

43696175 2320370621331205 3403728867314106368 oSigurður Guðjónsson á Borg á Mýrum lét Náttúrustofuna vita af tveimur ungum törfum samföstum á hornum í rafmagnsvír. Honum tókst að fanga þá með netbyssu Náttúrustofunnar og losa með hjálp góðra manna undir vökulu auga héraðsdýralæknisins Wija Ariyani. Hún tók meðfylgjandi myndir. Náttúrustofan hvetur alla sem ganga fram á girðingarleyfar í náttúru að gera viðeigandi ráðstafanir.

 

 

 

43747749 2320370504664550 5630776711458062336 o 43639666 2320370521331215 6954829547296522240 n

Fræðsluáætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Um miðjan ágúst s.l. samþykkt stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fræðsluáætlun fyrir þjóðgarðinn en Vinir Vatnajökuls styrktu gerð hennar. Starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, stýrði gerð fræðsluáætlunar en að gerð hennar komu einnig fastir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, þau Agnes Brá Birgisdóttir, Guðmundur Ögmundsson, Helga Árnadóttir, Jóna Björk Jónsdóttir, Fanney Ásgeirsdóttir, Sigrún Sigurgeirsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Hrönn G. […]

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is