Ljósmælingar og tímaákvarðanir á myrkvastjörnum, þvergöngum fjarrreikistjarna og fjarlægðaákvörðun NGC 7654 – Yfirlit 2019.

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, þar sem greint er frá ljósmælingum á völdum myrkvatvístirnum og fjarreikistjörnum, sem flestar voru gerðar frá Hornafirði árið 2019. Á eftir inngangi til þess að útskýra bakgrunn mælinganna, er sagt frá ljósmælingum á myrkvatvístirnunum 473 Cam, OT UMa, GY Psc, V 801 And og V 712 And, […]

The post Ljósmælingar og tímaákvarðanir á myrkvastjörnum, þvergöngum fjarrreikistjarna og fjarlægðaákvörðun NGC 7654 – Yfirlit 2019. appeared first on Nattsa.

Vatnavöktun Náttúrustofunnar

Náttúrustofa Norðausturlands hefur haldið úti vöktun á lífríki láglendisvatna við Skjálfanda og Öxarfjörð að sumarlagi frá árinu 2006. Þar er fylgst með ástandi mýflugnastofna í Miklavatni, Sílalækjarvatni, Víkingavatni og Skjálftavatni allt sumarið. Krabbadýrum er safnað mánaðarlega í Miklavatni og Víkingavatni og hornsíli veidd síðsumars í Víkingavatni. Flugnagildrur voru settar upp við Miklavatn, Sílalækjarvatn 18. maí […]

Ársskýrsla 2019

Ársskýrsla Náttúrustofunnar 2019 er komin út. Líkt og síðustu ár kemur hún eingöngu út á rafrænu formi. Skýrsluna má lesa með því að smella á myndina.

Merkuráfangi í vöktun hreindýra

20200201 124642Þau stórmerku tíðindi gerðust fyrstu helgina í febrúar að Ivar Karl Hafliðason og Sveinbjörn Valur Jóhannsson náðu að hengja 6 GPS kraga um háls hreinkúa á veiðisvæðum 8 og 9 þ.e. í Suðursveit, á Mýrum og í Lóni. Bíðum við spennt eftir að sjá ferðir þeirra næstu mánuðina og munum við reyna að uppfæra þær upplýsingar reglulega á facebook síðu Náttúrustofunnar.

 

 

 

20200201 115424    frelsinu fegin mynd skjaskot snapchatvideo 

84332775 3234913193210272 7944754745212665856 o  86176356 3234913173210274 1801588744579448832 o 

 86192600 3234913366543588 3464022455733977088 o  86467709 3234913203210271 4685272981599944704 o

 

Vöktun kríu á Vestfjörðum

Krían (Sterna paradisaea) er komin á Vestfirði og fyrstu fréttir um að að hún hafi sést í ár var í Dýrafirði 8. maí, á Bíldudal 10. maí, á Pateksfirði 11. maí, á Ísafirði 13. maí og í Bolungarvík 16. maí.

 Krían flýgur lengst allra fugla á milli varpstöðva og vertrarstöðva og er algengur varpfugl hér á landi.

Krían er þekkt fyrir að verja varpland sitt af hörku og aðrir fuglar njóta góðs af því að verpa í nágrenni hennar[1]. Stærstu vörpin hafa verið á annnesjum, einkum vestanlands og norðan[2] en hún verpir á láglendum strandsvæðum og eyjum en einnig inn til landsins við ár og vötn eða við tjarnir í þéttbýli[3]. Sandsíli er aðalfæða kríunnar við sjávarsíðuna, en hornsíli inn til landsins. Önnur fæða er t.d. seyði hrognkelsa og marhnúts, skordýr, krabbadýr og burstaormar[4]. Kríuvarpi hefur hnignað víða á landinu frá og með 2005 þegar hrun varð í sandsílastofninum og varpárangur var lélegur flest árin eftir það í mörgum af stærstu kríubyggðum á Suður- og Vesturlandi[5]. Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2018 á 91 tegund fugla þá var krían ein af 41 fuglategund á válista en hún var ekki á fyrri válista Náttúrufræðistofnunar árið 2000[6]

Náttúrustofa Vestfjarðar fyrirhugar að vakta kríuvarp á Vestfjörðum og verður með langtímavöktun í talningum en marktækar talningar hafa hingað til verið tiltölulega fáar. Allar ábendingar um kríu eru vel þegnar og nú bíðum við eftir að frétta af komu Óðinshanans.

 

[1] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[2] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit 55

[3] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[4] Jóhann Óli Hilmarsson. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=14

[5] Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/kria-sterna-paradisaea

[6] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/midlun/utgafa/valistar/fuglar/valisti-fugla

 


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni