Uppstoppaður hreindýrstarfur á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað

uppstoppad hreindyrVorið 2017 fékk Náttúrustofa Austurlands styrk úr Samfélagssjóði Alcoa til að stoppa upp hrein­dýrs­tarf til sýningar á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað. Tarfurinn var veiddur með sérstöku leyfi umhverfis­ráðuneytisins, haustið 2017 á Bræðrahrygg á Hraunum og stoppaður upp af Reimari Ásgeirssyni á Egilsstöðum. Farið var víða í leitinni að rétta dýrinu en lagt var upp með að krúnan væri með allt sem prýðir íslensk hreindýrshorn, spaða, bakgreinar, langar krúnugreinar og góða samhverfu milli hornanna. Hann vó 96 kg og var sennilega 5 vetra. Það er mikill fengur að hafa svo glæsilegt eintak af einu helsta einkennistákni austfirskrar náttúru meðal safngripa.

Jólakveðja frá Náttúrustofu Suðausturlands 2018

Náttúrustofa Suðausturlands sendir öllum samstarfsfélögum, vinum og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

The post Jólakveðja frá Náttúrustofu Suðausturlands 2018 appeared first on Nattsa.

Hvítfugli fækkar en fjöldi svartfugla breytist lítið milli 2017 og 2018

Niðurstöður bjargfuglavöktunar ársins 2018 hafa nú litið dagsins ljós og lesa má nánar um niðurstöðurnar í framvinduskýrslu sem finna má á vef Náttúrustofunnar. Að þessari bjargfuglavöktun koma fimm náttúrustofur en Náttúrustofa Norðausturlands fer með verkefnisstjórn. Vöktunin er unnin samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun og fjármögnuð af sölu veiðikorta. Vöktunin nær til fýls, ritu, langvíu, stuttnefju og […]

Fréttir af nýjum og mögulegum landnemum

Í blaði dagsins er viðtal við Sindra um nýja og mögulega landnema hér við land. En Náttúrustofan fylgist með landnámi og heldur utan um útbreiðslu nýrra framandi tegunda í sjó hér við land. [...]

Ný grein um tengsl landbúnaðar og vaðfugla á Íslandi.

Í gær birtist grein í alþjóðlega vísindaritinu Agriculture, Ecosystems & Environment sem Lilja Jóhannesdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Suðausturlands, vann ásamt félögum sínum við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurlandi, Landbúnaðarháskóla Íslands, University of East Anglia í Bretlandi og University of Aveiro í Portúgal. Greinin ber heitið “Interacting effects of agriculture and landscape on breeding wader populations”.  Sem […]

The post Ný grein um tengsl landbúnaðar og vaðfugla á Íslandi. appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is