Vettvangsnámskeið líffræðinema við HÍ

Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru á dögunum með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er fjórð [...]

Skógarmýtlar fundust á ketti á Ísafirði

Þeir valda oftast ekki miklum skaða heldur óþægindum þegar þeir koma sér kirfilega fyrir í efsta lagi húðarinnar. Ef hins vegar mítillinn hefur bitið áður og ber með sér lyme-sjúkdóm þá er æskilegt að leita læknis eins fljótt og hann finnst. Einkenni sýkingar er roði í húðinni í kringum mýtilinn. Þetta er þó afar sjaldgæft. 

Úr Fréttabláðinu 18. júní 2020: Mikil­vægt er að beita réttum hand­tökum þegar skógarmítlar eru fjar­lægðir. Þór­ólfur Guðnason ­segir að best sé að nota flísa­töng. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, stein­olíu eða kveikja í honum og fleira. Það er al­gert bull. Frekar á að ná honum með venju­legri flísa­töng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er að­ferðin til að ná honum rétt út,“ Ítrekaði hann í sama viðtali að aldrei hefði verið staðfest smit hér á landi vegna bits. Ef hluti mítilsins verður eftir i húðinni getur myndast sýking. 

Meira um mítla má finna á Vísindaveg Háskóla Íslands eða í ágætri samantekt frá Náttúrustofu Norð-Austurlands.   Fólk skiptist líka á sögum og myndum á facebook undir fyrirsögninni mítla-vaktin . Einnig í Grein á NÍ þar sem finna má fleiri myndir. 

 

Skógarmítlar fundust á ketti á Ísafirði

Þeir valda oftast ekki skaða og það finnst lítið fyrir þeim þótt þeir komi sér kirfilega fyrir í efsta lagi húðarinnar. Ef hins vegar mítillinn hefur bitið áður og ber með sér lyme-sjúkdóm þá er æskilegt að leita læknis eins fljótt og hann finnst. Einkenni sýkingar er roði í húðinni í kringum mítilinn. Þetta er þó afar sjaldgæft. 

Fréttablaðið 18. júní 2020 vitnar í eldra viðtal: Mikil­vægt er að beita réttum hand­tökum þegar skógarmítlar eru fjar­lægðir. Þór­ólfur Guðnason ­segir að best sé að nota flísa­töng. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, stein­olíu eða kveikja í honum og fleira. Það er al­gert bull. Frekar á að ná honum með venju­legri flísa­töng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er að­ferðin til að ná honum rétt út,“ Ítrekaði hann í sama viðtali að aldrei hefði verið staðfest smit hér á landi vegna bits. Ef hluti mítilsins verður eftir i húðinni getur myndast sýking. 

Meira um mítla má finna á Vísindavef Háskóla Íslands eða í ágætri samantekt frá Náttúrustofu Norð-Austurlands.   Fólk skiptist líka á sögum og myndum á facebook undir fyrirsögninni mítla-vaktin .  í Grein á NÍ   má finna fleiri myndir. 

 

Ný grein: Mikilvægi gúanós fyrir Inkaveldið

Ánægjulegt að segja frá því að Dr. Joana Micael starfsmaður Náttúrustofunnar er annar tveggja höfunda nýrrar greinar sem birtist í nýjasta hefti vísindaritsins IBIS. En hún og Dr. Pedro Rodrigues eiginmaður hennar segja þar frá mikilvægi gúanós (lífrænt set myndað úr saur sjófugla) í stækkun og velmegun Inkaveldisins. [...]

Náttúrustofan óskar eftir gæsavængjum frá veiðimönnum

GæsirNáttúrustofa Austurlands leitar til áhugafólks um gæsir, veiðar og rannsóknir og óskar eftir að fá innsenda vængi af veiddum gæsum eða greiningarhæfar myndir af vængjum og afla.

Náttúrustofa Austurlands (NA) hefur um langt skeið tekið þátt í rannsóknum á gæsum og leiðir nú vöktun á íslenska grágæsastofninum samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun. Verkefnið er til þriggja (2020-2022) ára og er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og styrkt með fjármunum vegna sölu veiðikorta. Byggt er á vöktunaráætlun sem var samþykkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar sem m.a. í eiga sæti fulltrúar Skotvís. Lögð er sérstök áhersla á vöktun grágæsar vegna óvissrar stöðu stofnsins en vöktunin nær einnig til annara gæsategunda.

 VVængur á gæsöktun grágæsar er þríþætt:

- Talning hér á landi í nóvember samhliða talningum á vetrastöðvum á Bretlandseyjum.

- Talningar og mælingar á aldursamsetningu auk mælinga á fjölskyldustærðum síðsumars og að hausti.

- Aldurssamsetning afla með greiningu á vængjum.

 

Með því að mæla samhliða aldurshlutföll í hópum hér á landi (sem ekki hefur verið gert áður og bera saman hliðstæð gögn frá vetrarstöðum og ungahlutfall í veiði er vonast til að fá betri upplýsingar um varpárangur og ungaframleiðslu stofnsins og samband þessara þátta innbyrðis..

Við leitum því til veiðimanna og óskum eftir að fá gæsavængi eða myndir af þeim, þ.e. nærmynd af væng tekið ofan frá fyrir hverja gæs auk myndar af heildarafla (hópmynd) eftir hverja veiðiferð. Mikilvægt er að kviður hverrar gæsar vísi upp og sjáist vel.
Með myndum og vængjum skal fylgja veiðidagsetning og eins nákvæm staðsetning og veiðimenn vilja gefa upp.

Gagnasettið verður öllum opið, þó með þeim takmörkunum að nafn veiðimanns og nákvæm veiðistaðsetning verða ekki gefin upp.
Myndir má senda á vefpóstfang náttúrustofunnar na(hjá)na.is einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum facebook síðu stofunnar.
Vængi má senda inn með Landfluttningum eða Eimskip á

Náttúrustofu Austurlands
Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Náttúrustofan greiðir fyrir sendingakostnað.

Einnig má koma með vængi á skrifstofur stofunnar á Egilsstöðum og í Neskaupsstað.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, þá hikið ekki við að hafa samband.

 


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni