Vorið er komið og grundirnar gróa.

Heiðlóa. Mynd EÓÞ.

Undanfarna daga hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra. Farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana. Enn er einhver bið eftir þúfutittlingi, steindepli og maríuerlu. Af andfuglunum þá hafa flestar tegundir sést meðal annars tvö pör af hinni sjaldgæfu skeiðönd.

Náttúrustofa Vestfjarða Árrskýrsla 2022

Ársskýrsla náttúrustofu Vestfjarða er komin út. Í skýrslunni má sjá lýsingar á þeim verkefnum sem unnin voru á stofunni á […]

The post Náttúrustofa Vestfjarða Árrskýrsla 2022 appeared first on nave.is.

Náttúrustofan hlýtur styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til refarannsókna

Melrakkann, eina upprunalega landspendýr Íslands, er víða að finna í íslenskri náttúru. Rannsaka á s…

Refaveiðar eru stundaðar á vegum sveitarfélaga á Íslandi með því markmiði að draga úr skaða af völdum refa. Til að meta stöðu og áhrif refa á búsmala og vistkerfið í heild eru rannsóknir á stöðu refa í vistkerfinu nauðsynlegar. Skref í þá átt verður tekið í Skagafirði í sumar með rannsóknum og samantekt gagna um refi og útbreiðslu þeirra í héraðinu.

Ægir

Í nýjasta tölublaði Ægis sem var að koma út er fjallað um vöktun Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á grjótkrabba í Faxaflóa, [...]

Ný yfirlitsgrein um tjón af völdum framandi tegunda á Norðurlöndum

Í nýrri yfirlitsgrein í vísindaritinu Journal of Environmental Management er fjallað um niðurstöður samantektar á birtum heimildum um tjón af völdum framandi tegunda á Norðurlöndum. Um er að ræða Norrænt samstarfsverkefni sem Náttúrustofa Suðvesturlands ásamt Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í fyrir hönd Íslands.&Aacut [...]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni