Líffræðingur ráðinn til starfa

Fimmtán umsóknir bárust um starf líffræðings til rannsókna á náttúru Vesturlands og voru margir umsækjendur vel hæfir. Gengið hefur verið frá ráðningu Hafrúnar Gunnarsdóttur í starfið. Hún er líffræðingur með B.S. og M.S. gráðu frá Háskóla Íslands og hefur störf þann 1. júní nk. Hafrún mun taka virkan þátt í vettvangsvinnu sumarsins vegna athugana á […]

Auglýst eftir líffræðingi til náttúrurannsókna

Náttúrustofa Vesturlands (www.nsv.is) auglýsir eftir líffræðingi til að rannsaka lífríki Vesturlands. Starfið felur einkum í sér rannsóknir á fuglum og spendýrum á vettvangi og á rannsóknastofu, ásamt úrvinnslu gagna og skýrslu- og greinaskrifum á skrifstofu. Um er að ræða 100% stöðu náttúrufræðings/sérfræðings og mun starfsmaðurinn vinna náið með öðru starfsfólki Náttúrustofunnar í þeim verkefnum sem […]

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2021

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2021 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér. Ársfundur stofunnar var haldinn 24. mars og var honum streymt á fésbók stofunnar. Fyrir þá sem vilja skoða fundinn má sjá hann hér – en sjálfur fundurinn byrjar þegar 10 mínútur eru liðnar af streyminu.  

The post Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2021 appeared first on Nattsa.is.

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.

Starri Heiðmarsson, nýr forstöðumaður Náttúrustofunnar.

Stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra hefur ráðið Starra Heiðmarsson sem forstöðumann Náttúrustofunnar, ráðning Starra er tímabundin til eins árs þar sem fráfarandi forstöðumaður hefur óskað eftir leyfi. Starri er með doktorspróf í grasafræði frá háskólanum í Uppsölum í Svíþjóð. Hann hefur undanfarna tvo áratugi starfað á Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sérfræðingur og um áratugar skeiðsem fagsviðsstjóri í grasafræði.

Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands

Stjórn Náttúrustofu Suðausturlands hefur ráðið Lilju Jóhannesdóttur í starf forstöðumanns Náttúrustofu Suðausturlands frá og með 1. apríl n.k. Lilja er með doktorspróf í líffræði frá Háskóla Íslands og með M.Sc. og B.Sc. gráðu í náttúru- og umhverfisfræði frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá stofunni s.l. 4 ár, en var áður hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands […]

The post Nýr forstöðumaður Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni