Grjótkrabbinn í Fiskifréttum.

Í nýjasta hefti Fiskifrétta er rannsóknum á grjótkrabba gerð góð skil. Farið er yfir rannsóknirnar frá upphafi til dagsins í dag. [...]

Langreyður við Nesjar á Hvalsnesi

Langreyður fannst upprekin í fjöru við bæinn Nesjar á Hvalsnesi þann 7.janúar síðastliðinn. Slíkur fundur er óalgengur en langreyður tilheyrir undirættbálki skíðishvala og er næststærst allra hvala og því næststærsta núlifandi dýrategundin (aðeins steypireyður er stærri).Langreyðin sem hér fannst var ungt fullorði&e [...]

Alþjóðlegt samstarf um ágengar lífverur

Ágengar tegundir[1] eru taldar á meðal helstu umhverfisógna ásamt loftslagsbreytingum og eyðingu búsvæða. Náttúrustofa Vesturlands stundar rannsóknir á ágengum tegundum á Íslandi, einkum hinum amerískættuðu mink og alaskalúpínu. Á undanförnum árum hefur starfsfólk Náttúrustofunnar í auknum mæli tekið þátt í […]

Óskað eftir samstarfi við minkaveiðimenn

Náttúrustofa Vesturlands leitar nú eftir samvinnu við minkaveiðimenn vegna rannsóknarverkefnisins „Íslenski minkastofninn – stofngerð og áhrifaþættir stofnbreytinga“. Minkur er framandi og ágeng tegund hér á landi. Mikilvægt er að lágmarka tjón af hans völdum og auka þekkingu á stofninum. Nú […]

Guðrún í umhverfismálin

Þann 1. september hóf Guðrún Magnea Magnúsdóttir störf á Náttúrustofu Vesturlands sem verkefnisstjóri EarthCheck umhverfisvottunarverkefnis sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Guðrún hefur BA próf í mannfræði og MA próf í þróunarfræðum og alþjóðasamskiptum. Starf hennar felur m.a. í sér umsjón með framkvæmd […]

Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is