Blautir Botnarí blómaskrúð

Rúmlega tuttugu manns komu í fræðslugöngu og gengu að Háuklettum í Botnum þar sem þessi mynd var tekin í þó nokkurri rigninguSíðastliðinn föstudag, 21. júní, stóð náttúrustofan fyrir fræðslugöngu um Botna í meðallandi. Gangan var skipulögð í samstarfi við landeigendur, Vatnajökulsþjóðgarð og Ungmennafélagið ÁS í tilefni Dags hinna villtu blóma. Gengið var frá Botnabænum að Háuklettum, framhjá Trjágróf og að lokum var boðið upp á kaffi í glæsilegum garðskála.

The post Blautir Botnar í blómaskrúð appeared first on Nattsa.is.

Merkingaátak sumarsins á skúmum í Húsey á Héraðssandi

Skúmur

 

Náttúrustofa Austurlands lauk í vikunni merkingaátaki sumarsins á skúmum í Húsey á Héraðssandi.

Árangurinn var umfram væntingar, 11 gagnaritar endurheimtust af þeim 19 sem voru settir út í fyrra og 29 fóru út í ár.

Ólíkt síðustu tveimur árum þegar vöktun hófst, var varpið í miklum blóma og flest öll egg klakin eða við að klekjast. Skúmar á Íslandi hafa átt mjög undir högg að sækja og er skúmur ein þriggja hérlendra tegunda sem listaðar eru í bráðri hættu (CR) á válista Náttúrufræðistofnunnar Íslands.

Þetta átak er hluti alþjóðlegs verkefnis, SEATRACK , sem miðar að því að kortleggja útbreiðslu sjófugla úr varpbyggðum umhverfis Norður Atlantshaf.

Niðurstöður úr gagnaritunum eru enn óunnar en hrá-punktar gefa mynd um ferðalög skúma utan varptíma eins og þessi skúmur sem að fór frá Íslandi yfir í Norðursjó seinnipart ágúst, þaðan niður að Norðvesturströnd Afríku í október og svo yfir á Reykjaneshrygg áður í mars áður en hann snéri aftur í Húsey í lok apríl.

Árlegri vöktun á skúm í Húsey er þó ekki lokið enn því enn á eftir að fara að telja unga til að mæla varpárangur, sem gert verður um miðjan júlí. Það er hluti af verkefninu Vöktun Náttúruverndarsvæða sem er samstarfsverkefni Náttúrufræðistofnunar Íslands og náttúrustofa á landinu og var sett á laggirnar að frumkvæði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

 

Allar athugasemdir um að skúmar séu vondir eða ljótir fuglar eru vinsamlegast afþakkaðar, þeir eru nefnilega æðislegir.

Myndir Anouk Fuhrman

7702d543 2443 483c 91e8 70f69076f21f

Rplot01

53c23fd5 f242 417f 851b 356534000c56

 

Teistu talningarí Vigur og Æðey

Á fyrstu tveimur vikum maímánaðar lauk Náttúrustofa Vestfjarða þriðju árlegu athuguninni á teistubyggðum í Vigur. Í ár var Æðey einnig […]

The post Teistu talningar í Vigur og Æðey appeared first on nave.is.

Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2023

Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða er komin út og má nálgast hér og undir útgefið efni 2023.

The post Ársskýrsla Náttúrustofu Vestfjarða 2023 appeared first on nave.is.

Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum

Starfsmenn Náttúrustofunnar störtuðu fuglavinnu sumarsins með uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Látrabjarg. Myndavélar á Látra- og Hornbjargi eru notaðar við Bjargfuglavöktun en á hverri klukkustund taka vélarnar mynd af sama hluta bjargsins og fuglunum sem þar eru.

The post Bjargfuglavöktun á Vestfjörðum appeared first on nave.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni