Kríuvarp misfórst í Bolungarvík

Krían sést ekki lengur á varpsvæðinu í Bolungarvík og virðist sem varpið hafi misfarist þetta árið. Vanalega verpir krían 2 eggjum í júní-júlí sem klekjast eftir 21-24 daga og því ætti hún ætti því að vera á fullu í ungauppeldi um þetta leiti eins og á Ísafirði.  

Ekki hafði farið fram hreiðurtalning á svæðinu þetta árið en yfir 500 pör hafa verpt þar undanfarin ár.  Ekki hefur fundist einhlýt skýring á misfari varpsins en hugsanlega liggja fleiri en ein ástæða að baki. 

Krían er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. 

Kríuvarp misfórst í Bolungarvík

Krían sést ekki lengur á varpsvæðinu í Bolungarvík og virðist sem varpið hafi misfarist í ár. Vanalega verpur krían 2 eggjum í júní-júlí sem klekjast eftir 21-24 daga og því ætti hún ætti því að vera á fullu í ungauppeldi um þetta leyti eins og á Ísafirði.  

Ekki hafði farið fram hreiðurtalning á svæðinu sumarið 2019 en yfir 500 pör hafa verpt þar undanfarin ár.  Ekki hefur fundist einhlýt skýring á misfari varpsins en hugsanlega liggja fleiri en ein ástæða að baki. 

Krían er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. 

Merkingum á tjaldi er lokið

53 tjaldsungar úr 21 hreiðri voru hringmerktir á fæti á vegum Náttúrustofa Vestfjarða. Verkefnið tengist meistaraverkefni nemanda við Háskolasetur Vestfjarða um fæðuatferli tjaldsunga. Rannsókninni var stýrt af Rannsóknasetri Suðurlands. Í Skutulsfirði fundust 27 tjaldshreiður í sumar og voru 5 þeirra rænd. Hringmerktir tjaldar gáfu upplýsingar um fuglastofninn, umferð þeirra og aldursdreifingu.

Náttúrufræðinámskeið

20190626 112544   Nattnamskeid2019Frá árinu 2008 hafa Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar haldið árlegt náttúrufræðinámskeið fyrir krakka í gönguvikunni Á fætur í Fjarðabyggð í júní. Námskeiðið stendur yfir í 5 daga og í ár var það haldið dagana 24.-28. júní. Námskeiðið er ætlað fyrir börn á aldrinum 7-10 ára, í ár tóku 7 börn þátt. Nokkur þeirra voru að taka þátt í annað skiptið.

Margt skemmtilegt var skoðað við Mjóeyri, þ.á.m. skordýr og smádýr, fjaran og fuglalíf. Á fjörudeginum urðu flestir blautir í lappirnar en það var allt í lagi þar sem veðrið var svo gott.
Annað sem var skoðað var Helgustaðanáma, Óskafoss á Eskifirði, Urðirnar í Fólkvangnum í Neskaupstað og Náttúrugripasafnið í Neskaupstað. Á safninu var margt skemmtilegt að skoða, meðal annars nýi steinahellirinn. leðurblakan og tarfurinn en líka margkyns fuglategundir og fiskar.
Á síðasta deginum var lífríki ferskvatns skoðað. Farið var í Völutjörn sem er á Eskifirði þar sem hornsíli og önnur smádýr voru veidd og grandskoðuð. Síðan var farið á Mjóeyri og tjarnirnar og sílin þar skoðuð.

Það var mikið um skemmtilegar spurningar og margt nýtt sem bæði nemendur og kennarar lærðu. Á lokakvöldvöku gönguvikunnar sem var á Mjóeyri á laugardagskvöldinu fengu nemendurnir möppurnar sínar sem við höfðum unnið að allt námskeiðið ásamt viðurkenningu fyrir námskeiðið. stories/frettamyndir/2019/Natturunamskeid{/gallery}

Ágengar plöntutegundir í Þingeyjarsveit

Að beiðni Þingeyjarsveitar tók Náttúrustofan að sér kortlagningu á útbreiðslu ágengra plöntutegunda í sveitarfélaginu en um er að ræða tegundirnar bjarnarkló, skógarkerfil, spánarkerfil og alaskalúpínu. Verkefnið verður unnið á tveimur árum. Undanfarna daga hefur Náttúrustofan verið að störfum í Aðaldal, Laxárdal, Kaldakinn og Reykjadal. Næsta sumar verður útbreiðsla tegundanna kortlögð í Bárðardal, Ljósavatnsskarði og Fnjóskadal. […]

Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is