Helsingjamerkingar 2020– staðsetningarbúnaður settur á helsingja í fyrsta sinn

Dagana 13.-15. júlí tók Náttúrustofa Suðausturlands þátt í helsingjamerkingum í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum, en verkefninu er stýrt af Arnóri Þóri Sigfússyni dýravistfræðingi hjá Verkís. Þetta var fjórða sumarið í röð þar sem helsingjar eru merktir á Breiðamerkursandi en í ár voru í fyrsta skipti settir sendar á nokkra fugla sem gerir kleift að fylgjast nákvæmlega […]

The post Helsingjamerkingar 2020 – staðsetningarbúnaður settur á helsingja í fyrsta sinn appeared first on Nattsa.

Náttúrufræðinámskeiði lokið á Eskifirði

2020 hopurinn allur natturunamskeid ESK

Dagana 22-26. júní 2020 var haldið náttúrufræðinámskeið á Mjóeyri á Eskifirði í tengslum við Gönguvikuna í Fjarðarbyggð. Náttúrustofa Austurlands og Ferðaþjónusta Mjóeyrar hafa haldið utan um námskeiðið undanfarin ár og starfsfólk Náttúrustofunnar leiðbeinandi á námskeiðinu. Að þessu sinni tóku 11 galvaskir krakkar á aldrinum 8-12 ára þátt. Fuglar voru skoðaðir á ferð og tekin út hæð stígvélabrúnar við vað á eftir hornsílum í lækjum eða fjörudýrum og sprettfiskum í fjörum. Uppáhalds blómplöntur voru valdar og pressaðar og myrkfælnin mæld í Helgustaðarnámu. Krakkarnir báru mikla virðingu fyrir friðunarákvæðum á silfurberginu og er þetta líklega í fyrsta sinn sem ekki þurfti að tæma úr vösum ástríkra og kappsamra silfurbergssafnara. Einstaklingar eru aldrei betri vísindarmenn heldur en á þessum aldri og var mikið fjör og orka í þessum hóp. Náttúrustofa Austurlands þakkar þáttökuna.

stories/frettamyndir/2020/2020_Natturunamskeid_Eskif{/gallery}

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur

Náttúrugripasafn Bolungarvíkur verður lokað í sumar 2020 vegna endurskipulagningar

Umfangsmikil rannsókn á tíðni og álagi sjávarlúsa á villtum laxfiskum

Rannsókn á tíðni og álagi laxa- og fiskilúsa á villtum laxfiskum fékk veglegan styrk í ár og rannsóknir hefjast á næstu dögum. Árið 2017 var gerð umfangsmikil rannsókn á sjávarlúsum á villtum laxfiskum á Vestfjörðum, rannsóknin náði til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Arnarfjarðar, Dýrafjarðar, Önundarfjarðar, Súgandafjarðar og Nauteyri og Kaldalón í Ísafjarðardjúpi. Í ár verður farið í þessa sömu firði auk Reyðarfjarðar á Austfjörðum. Umhverfissjóður sjókvíaeldis hefur styrkt þessar rannsóknir. Hægt er að nálgast skýrslu um rannsóknina á heimasíðu Náttúrustofunnar „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum á Vestfjörðum 2017 NV nr. 32-18“ auk rannsóknar sem gerð var í Patreksfirði á síðasta ári „Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum í Patreksfirði 2019 NV nr. 19-19“ en Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðarstrandarsýslu styrkti þá rannsókn.  

 

Ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018

Út er komin skýrsla á vegum Náttúrustofu Suðausturlands um ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018. Verkefnið var styrkt af Atvinnu- og rannsóknarsjóði Sveitarfélagins Hornafjarðar 2018 og samstarfsaðilar voru landeigendur á Kvískerjum. Var skýrslan unnin veturinn 2018-2019 og vorið 2020. Helstu niðurstöður ástandsmatsins á Kvískerjum árið 2018 sýna að ástand gróðurs er sæmilegt. Á […]

The post Ástandsmat á beitarlandi á Kvískerjum í Öræfum 2018 appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni