Ársskýrsla 2019

Ársskýrsla Náttúrustofunnar 2019 er komin út. Líkt og síðustu ár kemur hún eingöngu út á rafrænu formi. Skýrsluna má lesa með því að smella á myndina.

Merkuráfangi í vöktun hreindýra

20200201 124642Þau stórmerku tíðindi gerðust fyrstu helgina í febrúar að Ivar Karl Hafliðason og Sveinbjörn Valur Jóhannsson náðu að hengja 6 GPS kraga um háls hreinkúa á veiðisvæðum 8 og 9 þ.e. í Suðursveit, á Mýrum og í Lóni. Bíðum við spennt eftir að sjá ferðir þeirra næstu mánuðina og munum við reyna að uppfæra þær upplýsingar reglulega á facebook síðu Náttúrustofunnar.

 

 

 

20200201 115424    frelsinu fegin mynd skjaskot snapchatvideo 

84332775 3234913193210272 7944754745212665856 o  86176356 3234913173210274 1801588744579448832 o 

 86192600 3234913366543588 3464022455733977088 o  86467709 3234913203210271 4685272981599944704 o

 

Vöktun kríu á Vestfjörðum

Krían (Sterna paradisaea) er komin á Vestfirði og fyrstu fréttir um að að hún hafi sést í ár var í Dýrafirði 8. maí, á Bíldudal 10. maí, á Pateksfirði 11. maí, á Ísafirði 13. maí og í Bolungarvík 16. maí.

 Krían flýgur lengst allra fugla á milli varpstöðva og vertrarstöðva og er algengur varpfugl hér á landi.

Krían er þekkt fyrir að verja varpland sitt af hörku og aðrir fuglar njóta góðs af því að verpa í nágrenni hennar[1]. Stærstu vörpin hafa verið á annnesjum, einkum vestanlands og norðan[2] en hún verpir á láglendum strandsvæðum og eyjum en einnig inn til landsins við ár og vötn eða við tjarnir í þéttbýli[3]. Sandsíli er aðalfæða kríunnar við sjávarsíðuna, en hornsíli inn til landsins. Önnur fæða er t.d. seyði hrognkelsa og marhnúts, skordýr, krabbadýr og burstaormar[4]. Kríuvarpi hefur hnignað víða á landinu frá og með 2005 þegar hrun varð í sandsílastofninum og varpárangur var lélegur flest árin eftir það í mörgum af stærstu kríubyggðum á Suður- og Vesturlandi[5]. Samkvæmt válista Náttúrufræðistofnunar Íslands árið 2018 á 91 tegund fugla þá var krían ein af 41 fuglategund á válista en hún var ekki á fyrri válista Náttúrufræðistofnunar árið 2000[6]

Náttúrustofa Vestfjarðar fyrirhugar að vakta kríuvarp á Vestfjörðum og verður með langtímavöktun í talningum en marktækar talningar hafa hingað til verið tiltölulega fáar. Allar ábendingar um kríu eru vel þegnar og nú bíðum við eftir að frétta af komu Óðinshanans.

 

[1] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[2] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit 55

[3] Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskur fulglavísir, Iðunn, Reykjavík

[4] Jóhann Óli Hilmarsson. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=14

[5] Kristinn Haukur Skarphéðinsson maí 2017, júní 2018, október 2018. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/biota/animalia/chordata/aves/charadriiformes/kria-sterna-paradisaea

[6] Náttúrufræðistofnun Íslands. 2020. Skoðað 18. maí 2020. https://www.ni.is/midlun/utgafa/valistar/fuglar/valisti-fugla

 

Fugladagurinn kaldurí ár

101 3817   hreidurÁrlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var haldinn að morgni 9.maí 2020 á Norðfirði og Reyðarfirði.
Þessi árlegi viðburður er notaleg samverustund fólks á öllum aldri sem á það sameiginlegt að hafa gaman af því að fylgjast með fuglalífi í sínu nánasta umhverfi eða bara koma saman. Stundin er alltaf góð þó veðrið sé misjafnt og í ár var fremur kalt, hiti undir frostmarki flestir voru þó vel klæddir og létu veðrið ekki stoppa sig. Á Covid-19 tímum var ekki boðið upp á sameiginlega notkun á fuglaskópi á vegum Náttúrustofunnar en flestir þátttakendur mættu með eigin sjónauka.

 
Á Norðfirði mættu 19 manns. Alls sáust 30 tegundir fugla en þær voru:
Grágæs, rauðhöfðaönd, stokkönd, æður, hávella, straumönd, toppönd, tjaldur, heiðlóa, sandlóa, lóuþræll, sendlingur, hrossagaukur, spói, stelkur, tildra, hettumáfur, silfurmáfur, bjartmáfur, svartbakur, kría, skógarþröstur, þúfutittilingur, maríuerla, hrafn, bjargdúfa, dílaskarfur, fýll, steindepill og síðast en ekki síst langvía.
Starfsmaður Náttúrustofu handsamaði mjög veikburða langvíu í fjörunni og fengu gestir að hlýða á heilmikinn fróðleik um langvíur og fannst börnunum sérstaklega gaman að komast í svo mikið návígi við fuglinn. Ástand langvíunnar var með því móti að þegar viðburði lauk var talið nauðsynlegt og mannúðlegast að aflífa hana með skjótum hætti og var hún svo krufin. Við nánari skoðun kom í ljós að fuglinn var kvenfugl og ungi frá 2019. Ekki er hægt að segja til um hvað nákvæmlega amaði að henni en fuglinn var mjög horaður, stór sár voru á báðum vængjum og merki voru um bólgur í innyflum.

Leiruskoðunin á Reyðarfirði byrjaði vel en lauk með verulegri snjókomu svo elstu menn mundu ekki eftir öðru eins, sem setti örugglega mark sitt á fjölda tegunda sem sást. Samantektin er eftirfarandi:
Átta manns mættu og fylgdust með fuglalífi milli kl. 10 og 12 og sáu alls 25 tegundir:
Hrafn, heiðlóa, hettumáfur, skúfönd, skógarþröstur, þúfutittlingur, hrossagaukur, grágæs, urtönd, rauðhöfðaönd, lóuþræll, stokkönd, kría, stelkur, sandlóa, æðarfugl, bjargdúfa, hávella, dílaskarfur, tildra, sendlingur, silfurmáfur, svartbakur, margæs og steindepill.

 

stories/frettamyndir/2020/2020_fugladagurinn{/gallery}

Nýútkomin grein um sjö tegundir framandi möttuldýra við Ísland

Grein um sjö nýjar framandi tegundir möttuldýra (e. ascidians) við Ísland er nú komin út í tímaritinu BioInvasions Records. Fimm af þessum sjö tegundum fundust í vöktunarverkefni  Náttúrustofu Suðvesturland á höfnum hér við land sem staðið hefur yfir sl. tvö ár.Niðurstöðurnar varpar ljósi á stöðuna í da [...]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni