Gleðileg jól!

mynd Silkitoppa EÓÞ.

Náttúrustofa Norðurlands vestra óskar vinum og velunnurum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

Engjaskófir hýsa bakteríur sem sýkja æðplöntur!

Engjaskófir hýsa bakteríur sem sýkja æðplöntur!

Í nýbirtri grein er greint frá rannsóknum á bakteríunni Pseudomonas syringae og útbreiðslu hennar á Íslandi. Umrædd baktería er

Jólakveðja

2023 jolakortNA samfelagsmidlar og vefur

Sviðsstjóri hreindýrarannsókna

Halfdan og Palli

Hálfdán Helgi Helgason hefur verið ráðinn sviðsstjóri hreindýrarannsókna hjá Náttúrustofu Austurlands. Hálfdán hefur starfað sem vistfræðingur á Náttúrustofunni síðan 2019. Hans meginverkefni hafa verið á sviði fuglarannsókna og nú undanfarið stofnrannsóknir á grágæsum á Íslandi auk annara veiðitegunda, í samstarfi við erlenda og innlenda aðila. Hann hefur jafnframt komið að hreindýratalningum og úrvinnslu hreindýragagna.

 

 

  

 

Ljósmynd: Hálfdán ásamt Páli Leifssyni við GPS merkingar á grágæs

Herfuglá Egilsstöðum

Laugardaginn 21. október bárust fréttir af Herfugli (Upupa epops) á Egilsstöðum. Herfuglar hafa heimkynni um Evrópu, Asíu og norður Afríku. Þeir eru með langann og mjóann gogg, áberandi kamb á höfðinu, hvít- og svart röndótt bak og eru auðgreindir á flugi vegna breiðra vængja og sérkennilegs fluglags.  Ekkert sást meir til fuglsins svo vitað sé síðan á laugardag þar til þriðjudagsins 24. október þegar hann gladdi starfsmann náttúrustofunnar sem var við göngu í Fellabæ. Þar flaug hann um bæinn og stillti sér prúður fyrir framan myndavélina. Herfuglar eru fremur sjaldgæfir flækingar á Íslandi og því afar skemmtilegt að rekast á einn hér á svæðinu. 

Gaman væri að heyra frá fólki ef það rekst á hann. 

Myndirnar tók Indriði Skarphéðinsson

DSC 1019 Herfugl

DSC 1022 Herfugl


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni