Grátrönur á Héraðssandi

Gratronur2Pétur Örn Hjaltason sendi stofunni skilaboð um að fjórar grátrönur væru út á Héraðssandi. Náttúrustofan snaraðist þangað í morgun og náði myndum af þeim. Um leið var það staðfest að einungis væri um fullorðna fugla að ræða. Greinilegt var að þær höfðu verið í berjamó. Tvær grátrönur höfðu sést fyrr í sumar nálægt Selfljótinu og aðrar tvær við Fögruhlíðará. Vonandi ber þessi fjölgun vott um að ungar sem skriðu úr eggi á Héraðssandi leiti á uppeldisstöðvarnar.

  Gratronur3Gratronur4Gratronur1

 

 

Litmerking helsingjaá Breiðamerkursandi

Líkt og tvö síðustu sumur tók Náttúrustofa Suðausturlands þátt í helsingjamerkingum á Breiðamerkursandi í júlí síðastliðnum. Verkefnið er drifið áfram af Arnóri Sigfússyni dýravistfræðing hjá Verkís ásamt fuglafræðingum hjá Wildfowl and Wetland Trust í Bretlandi. Verkefni sem þetta krefjast margra handa og eins og algengt er í vísindaheiminum byggir það á samstarfi stofnanna. Í ár […]

The post Litmerking helsingja á Breiðamerkursandi appeared first on Nattsa.

Ný grein í Fiskifréttum

Grein í nýjasta tölublaði Fiskifrétta um viðgang grjótkrabba hér við land og árlega vöktun Náttúrustofu Suðuvesturlands og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á honum. Fréttina má nú nálgast í heild hér á vef: Fiskifrétta [...]

Samfélagið

Í Samfélaginu á Rás 1 tók Leifur Hauksson í liðinni viku viðtal við Dr. Sindra Gíslason, forstöðumann Náttúrustofunnar um framandi sjávartegundir og nýútkomna grein í Náttúrufræðingnum um notkun dróna í fuglarannsóknum.Viðtalið má nálgast með að smella á myndina: hér að neðan [...]

Ný grein um dróna í Náttúrufræðingnum

Nýjasta afurð Náttúrustofunnar er komin út í Náttúrufræðingnum. Greinin ber titilinn: Notkun dróna við talningar í sjófuglabyggðum.Í greinni kemur fram nýjasta stofnmat súlu í Eldey. En þetta er í fyrsta skipti sem slík heildarúttekt er reynd hér á landi með dróna. Í greininni er jafnframt fjallað um notkun dr&oacu [...]

Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is