Náttúruvernd og efling byggða

KA 11juli2Náttúrustofa Austurlands, í samvinnu við Austurbrú, Múlaþing og Fjarðabyggð, boðar alla áhugasama til þriggja vinnustofa um samþættingu náttúruverndar og eflingu byggða.

Til umræðu verða þrjú svæði í nágrenni Djúpavogs, Gerpissvæðið og Úthérað og eru fundirnir opnir öllum.
Verkefnið er hluti af byggðaáætlun en tengist ekki vinnu við friðlýsingar heldur er um hugmyndavinnu að ræða. Vinnustofurnar hefjast á kynningu verkefnisins og í framhaldi verður rætt um sýn þátttakenda á framtíð svæðanna og umsjón þeirra, yrðu þau friðlýst eða núverandi fyrirkomulagi haldið óbreyttu.
Nálgast má tvær áfangaskýrslur verkefnisins á heimasíðu Náttúrustofunnar (na.is) og mun lokaskýrsla byggja á niðurstöðum vinnustofunnar.

Fundirnir fara fram á netinu.  Slóðir á fundina eru birtar hér en einnig má nálgast þær á Facebook-viðburðum hvers fundar sem auglýstir eru á fésbókarsíðu Náttúrustofunnar. Þar er einnig hægt að tilkynna þátttöku og skoða dagskrár fundanna.

Slóð á fundinn á Djúpavogi  - Upptaka frá fundinum  -  Skoðanakönnun

Slóð á fundinn um Gerpissvæðið  - Upptaka 1. Þorri  - Upptaka 2. Lilja  - Upptaka 3. Guðrún - Skoðanakönnun

Slóð á fundinn um Úthérað - Skoðanakönnun

 

IMG 6063 vodlavikJPG 

Vöðlavík

20200901 154552

Héraðssandur

Sóley - Vöktun blómgunar

Eitt af verkefnum Náttúrustofu Vestfjarða er vöktun blómgunar. Þetta er langtímaverkefni sem er í gangi víða um landið. Hjá Náttúrustofunni er skráð niður hvenær 6 plöntutegundir blómstra. Fylgst er með 20 plöntum af hverri tegund. Í ár er 12 árið sem fylgst er með blómguninni í Bolungarvík og á Ströndum.

Sú tegund sem blómstar fyrst af þeim sem fyglst er með er vetrarblóm. Fyrsta vetrarblómið sem fylgst er með blómstraði í ár 22. apríl a Ströndum. Á athugunartíma hefur það fyrst blómstrað 6. apríl árið 2012 en síðast 29. apríl árið 2015. Algengast er að það blómstri um 20. apríl.

Aðrar tegundir sem fylgst er með eru: klóelfting, lambagras, ilmreyr, hrafnaklukka og svo þjóðarblómið holtasóley. Vetarblómið er fyst að blómsta og svo kemur klóelftingin hinar tegundirnar eru að blómstra í um og eftir miðjan maí og í júní.  

Krækilyng er farið að blómstrar snemma eins og vetrarblómið. Blómin á því eru ekki stór eða áberandi en falleg engu að síður.

Við hvetjum alla til að skoða blómin því þau gleðja. 

 

Náttúrustofuþing 2021 - rafrænt

Náttúrustofuþing verður haldið fimmtudaginn 29. apríl, kl. 13:00-15:15. Í ár verður þingið haldið rafræn og er það í fyrsta skipti, allir velkomnir. Spennandi daskrá verður að vanda. Tengjast má þinginu með því að smella á dagskránna hér að neðan. [...]

Náttúrustofuþing 2021 rafrænt

Náttúrustofuþing 2021  3

Náttúrustofuþing 2021

Náttúrustofuþing verður haldið rafrænt 29. apríl 2021 kl 13:00-15:15. 

Dagskrá:

- Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ávarpar fundinn

- Þorkell Lindberg Þórarinsson forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands flytur ávarp

- Minkur, plasmacytosis og COVID-19. Róbert A. Stefánsson og Menja von Schmalensee, Náttúrustofu Vesturlands. 

- Tilraunir NA með notkun flygilda við fuglatalningar. Hálfdán Helgi Helgason, Náttúrustofu Austurlands. 

- Vöktun framandi sjávarlífvera við Ísland. Sindri Gíslason, Náttúrustofu Suðvesturlands.

- Vöktun plasts í fýlum. Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Náttúrustofu Norðausturlands. 

- Jöklar og jöklabreytingar. Snævarr Guðmundsson, Náttúrustofu Suðausturlands. 

- Hvað gera fornleifafræðingar á Náttúrustofu? Margrét Hrönn Hallmundsdóttir og Kristín Sylvía Ragnarsdóttir, Náttúrustofu Vestfjarða. 

- Stofnvistfræði og verndun íslenskra nætursjófugla. Erpur S. Hansen, Náttúrustofu Suðurlands. 


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni