Grindhvalavaða heldur til við Ólafsvík

Grindhvalavaða hefur haldið til við Ólafsvík síðustu tvo sólarhringa. Nokkrum sinnum hefur hópurinn komið mjög nærri landi og verið nálægt því að stranda.Í gær tókst björgunarsveitarfólki að reka hópinn frá landi norðvestan Ennis en síðdegis í dag fundu starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hópinn (um 50 dýr) aftur og nú við […]

Vöktun fugla á fartíma

Í dag, 31. maí, lauk fuglatalningum á leirum í Helgafellssveit. Fjögur rannsóknarsvæði í nágrenni við Stykkishólm voru talin á fjöru allan maímánuð – samtals í 11 talningum. Markmið vöktunarrannsóknarinnar, sem hófst í maí 2022, er að mæla tímasetningu og útslag sveiflu í fjölda varpfugla sem fara um fjörur sunnanverðs Breiðafjarðar hvert vor. Allir fuglar voru […]

Gróðurframvinda í lúpínubreiðum á Austurlandi

 

 

Þann 25. maí tók Náttúrustofan þátt í fyrirlestraröð sem Skriðuklaustur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi og fleiri stofnanir standa fyrir. Í þetta sinn fjallaði Guðrún Óskarsdóttir, plöntuvistfræðingur, um rannsókn á gróðurframvindu í lúpínubreiðum á Austurlandi. Við þökkum fyrir tækifærið til að kynna þessar niðurstöður og góðar umræður í kjölfarið.


Til að hlusta á upptöku af viðburðinum má smella hér.  viðburðurinn hefst á mínútu 7.
Skýrslu um rannsóknina má lesa með því að smella hér. 
Að lokum má nálgast skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem þessi rannsókn byggði á, hér. 

Kolefnisflæði og forði mældur í Norðfirði

Mælibúnaðurinn sem var notaður. Kúpullinn (e. chamber) mælir flæði CO2 úr jarðvegi og mælirinn til hægri mælir raka og hita jarðvegs.

Mælibúnaðurinn sem var notaður. Kúpullinn (e. chamber) mælir flæði CO2 úr jarðvegi og mælirinn til hægri mælir raka og hita jarðvegs.

Sumarið 2022 fór af stað vöktunarverkefni á Austurlandi við mælingar á kolefnisforða og -flæði úr jarðvegi og heldur verkefnið áfram nú í sumar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsluna sem útveguðu mælibúnað sem mælir bæði bindingu og losun CO2 úr jarðvegi. Markmið verkefnisins er að mæla kolefnisforða ásamt CO2 flæði á fjórum stöðum í svipuðu gróðurlendi og er verkefnið hluti af stærra verkefni á landsvísu. Þrír mælingarstaðir eru inn í Fannardal og einn fyrir ofan byggðina í Neskaupstað. Yfir sumartímann frá lok maí til byrjun september er mælt vikulega á öllum svæðum og síðan hálfsmánaðarlega út október. Með þessum mælingum verður hægt að áætla heildarlosun eða binding með nokkuð góðri vissu sem kemur til með að nýtast á landsvísu til að ná árangri í loftslagsmálum.

 

Horft til norðurs yfir mælingarsvæðið fyrir ofan byggð í Neskaupstað. Glöggir sjá glitta í appelsínugult flagg sem markar um staðsetningu mælistaðar.

Horft til norðurs yfir mælingarsvæðið fyrir ofan byggð í Neskaupstað. Glöggir sjá glitta í appelsínugult flagg sem markar um staðsetningu mælistaðar.

Ársskýrsla 2022...

Ársskýrsla 2022

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni