Ný grein í Fiskifréttum

Grein í nýjasta tölublaði Fiskifrétta um viðgang grjótkrabba hér við land og árlega vöktun Náttúrustofu Suðuvesturlands og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum á honum. Fréttina má nú nálgast í heild hér á vef: Fiskifrétta [...]

Samfélagið

Í Samfélaginu á Rás 1 tók Leifur Hauksson í liðinni viku viðtal við Dr. Sindra Gíslason, forstöðumann Náttúrustofunnar um framandi sjávartegundir og nýútkomna grein í Náttúrufræðingnum um notkun dróna í fuglarannsóknum.Viðtalið má nálgast með að smella á myndina: hér að neðan [...]

Ný grein um dróna í Náttúrufræðingnum

Nýjasta afurð Náttúrustofunnar er komin út í Náttúrufræðingnum. Greinin ber titilinn: Notkun dróna við talningar í sjófuglabyggðum.Í greinni kemur fram nýjasta stofnmat súlu í Eldey. En þetta er í fyrsta skipti sem slík heildarúttekt er reynd hér á landi með dróna. Í greininni er jafnframt fjallað um notkun dr&oacu [...]

Vöktun grjótkrabba í Faxaflóa

Árlegri vöktun grjótkrabba í innanverðum Faxaflóa er nú senn á enda. Þetta er tólfta árið sem vöktuninni er haldið úti. Náttúrustofan og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum halda utan um vöktunina. Byggist vöktunin á gildruveiðum fullorðinna krabba og eins á  svifsýnatökum með háfum til að fylgjast með fj [...]

Umhverfisvottun Vestfjarða hjá NAVE

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa lýst metnaði í umhverfismálum með því að fá umhverfisvottun innan þess ramma sem settur er af áströlsku samtökunum Earth Check. Þessi samtök eru þau einu sem taka að sér að votta starfsemi sveitarfélaga en einkum er miðað við áfangastaði ferðaþjónustunnar. Ætlast er til þess að að metnaðurinn nái til allra þátta sjálfbærrar þróunar. Sumarið 2019 var þessi málaflokkur fluttur úr umsjón Vestfjarðastofu og til Náttúrustofu Vestfjarða. María Maack, sem haldið hefur utan um málið að undanförnu fluttist vegna þessa til NAVE. Starfstöðvar hennar eru á Hólmavík og Reykhólum. Ferli vottunarinnar er kynnt á síðum Vestfjarðastofu, enda um byggðamál Vestfjarða að ræða. Nú er verið að afla allra nauðsynlegra gagna frá árinu 2018 til að freista þess að fá enn og aftur silfurvottun frá Earth Check


Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is