Lyngbúi horfinn úr Norðfirði?

Lyngbúi. Latneska tegundaheitið pyramidalis vísar til pýramídalögun plöntunnar vegna krossstæðra blaðanna sem fara síminnkandi upp á við. Mynd: GÓ.

Myndatexti: Lyngbúi. Latneska tegundaheitið pyramidalis vísar til pýramídalögun plöntunnar vegna krossstæðra blaðanna sem fara síminnkandi upp á við. Mynd: GÓ.

Lyngbúi (Ajuga pyramidalis) er sjaldgæf og friðuð planta hér á landi1. Samkvæmt skráningum fundarstaða í gagnagrunni Náttúrufræðistofnunar finnst lyngbúi einungis á nokkrum stöðum á Austurlandi, frá Njarðvík suður í Hellisfjörð2 og telst því meðal einkennisplantna Austurlands3. Auk þess eru fregnir af fundarstað í Vopnafirði skráðar í bók Helga Hallgrímssonar, Vallastjörnur.

Nokkrir þekktir fundarstaðir eru í Norðfirði, í hlíðinni fyrir ofan Neskaupstað og innan Fólkvangsins, en alaskalúpína (Lupinus nootkatensis) hefur í nokkurn tíma vaxið í nágrenni þeirra allra. Áhyggjur af áhrifum lúpínu á lyngbúann í Norðfirði eru ekki nýjar á nálinni, sbr. frétt í Morgunblaðinu frá 2004 þar sem Guðrún Áslaug Jónsdóttir, þá plöntuvistfræðingur hjá Náttúrustofunni, benti á að lúpínubreiðan fyrir ofan bæinn myndi án nokkurs vafa eyðileggja þann vaxtarstað innan nokkurra ára4.

Nú er svo komið að þrátt fyrir töluverða leit starfsfólks Náttúrustofunnar á öllum skráðum vaxtarstöðum lyngbúa í Norðfirði, hefur hann ekki fundist undanfarin ár.  Myndin hér fyrir neðan sýnir einn fundarstaðinn, þar sem lyngbúi óx áður í lyngmóa.

Það eru því allar líkur á að lyngbúinn sé útdauður í Norðfirði, en það væri gleðiefni ef hægt væri að leiðrétta þær fregnir, ef einhver vita af lyngbúa innan fjarðarins. Við skorum því á náttúruskoðara að hafa augun opin og láta okkur vita ef þeir sjá lyngbúa á ferðum sínum.Tegundin getur þó enn glatt þau sem leggja leið sína í Hellisfjörð, þar sem syðsti skráði fundarstaður hennar er. Þar eru þó blikur á lofti þar sem lúpína er einnig tekin að breiðast út í Hellisfirði, en svæðið er nú friðlýst5. Umhverfisstofnun hefur lagt áherslu á að sporna við útbreiðslu framandi ágengra tegunda innan friðlýstra svæða6 sem eykur okkur bjartsýni um að þar eigi lyngbúinn möguleika á framhaldslífi.

1 Auglýsing um um friðun æðplantna, mosa og fléttna, nr. 1385 (18. nóvember 2021).
2 Hörður Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. 2018. Flóra Íslands. Blómplöntur og byrkningar. Vaka-Helgafell.
3 Helgi Hallgrímsson. 2017. Vallarstjörnur. Útgáfufélag Glettings.
4 Morgunblaðið. 2004. Lúpína ógnar friðlýstum plöntum.
5 Umhverfisstofnun. Án árs. Gerpissvæðið.
6 Umhverfisstofnun. 2012. Ágengar framandi tegundir.

 

Einn af skráðum fundarstöðum lyngbúa í Norðfirði, við leit starfsfólk Náttúrustofunnar þar í júní 2023. Mynd: GÓ.

Einn af skráðum fundarstöðum lyngbúa í Norðfirði, við leit starfsfólk Náttúrustofunnar þar í júní 2023. Mynd: GÓ.

 

 

 

Glókollur verpir í Tunguskógi

Glókollur hefur sést nokkrum sinnum á Vestfjörðum síðustu ár. Fuglarnir hafa sést jafnt að sumri sem vetri en varp hefur […]

The post Glókollur verpir í Tunguskógi appeared first on nave.is.

Gagnaritará súlur í Skrúð

20240715 230632Um miðjan júlí fóru starfsmenn Náttúrustofunnar, Jóhann Finnur Sigurjónsson og Gildwin Philipot út í Skrúð til að freista þess að koma  gagnaritum á súlur. Óðinn Logi Þórisson ferjaði og leiðsagði leiðangursmönnum um Skrúðinn og var þeim til aðstoðar og Ingólfur Davíð Sigurðsson náttúruljósmyndari festi Súlurnar og annað fuglalíf á filmu… eða minniskort.


Siglt var út frá Fáskrúðsfirði að kvöldi og unnið fram á nótt og siglt til baka snemma morguns, en oft er veðursælast við Skrúðinn að nóttu til. Leiðangurinn gekk ljómandi vel og voru settir út 15 dægurritar (GLS) og fimm staðsetningaritar (GPS) á varpfugla í byggðinni.


Þessi leiðangur er hluti framlags Náttúrustofu Austurlands í SEATRACK-verkefninu sem er alþjóðlegt samstarfsverkefni sem miðar að því að kortleggja ferðir sjófugla úr byggðum umhverfis Norður Atlantshafið, utan varptíma. Fleiri náttúrustofur taka þátt í SEATRACK samstarfinu og undanfarin ár hafa dægurritar verið settir á lunda, ritur, sílamáfa, silfurmáfa, hvítmáfa, toppskarfa, langvíur, suttnefjur, álkur, æðarfugla og skúma hér á landi og nú bætast súlur í hópinn.


Við bíðum nú spennt fram á næsta sumar þegar reynt verður að endurheimta gagnaritana og munum þá vonandi fá frekari upplýsingar um hvar súlurnar í Skrúð hafa haldið sig yfir vetrarmánuðina.

 

20240715 234917

20240715 232556

Við bjóðum Veroniku velkomna til starfa

Veronika KavanováVeronika Kavanová (M.Sc.) hóf störf á Náttúrustofu Austurlands í byrjun júlí sl. Hún mun sinna hreindýrarannsóknum en auk þess taka þátt fjölmörgum öðrum fjölbreyttum verkefnum stofunnar. 

Hún er með meistaragráðu í dýrafræði (vistfræði spendýra) frá háskólanum í Suður-Bæheimi í Tékklandi og er núna í doktorsnámi þar með fókus á hjartardýr. Veronika hefur mikla reynslu af rannsókum á heimskautasvæðum, nánar tiltekið á Svalbarða, en einnig Ísland. Á Svalbarða rannsakaði hún hreindýrin þar, sem var viðfangsefni meistararitgerðar hennar og vísindagreinar.  Auk áherslu á hjartardýr hefur Veronika aðstoðað við ýmsar rannsóknir,  t.d. tengdum gangverki jökla, þróun landslags, mengun o.fl. 

 

Ný grein um hinn nýja landnema svartserk

Grein um hinn framandi sjávarsnigil svartserk kom út í dag í vísindaritinu Journal of the Marine Biological Association of the United Kingdom, en um er að ræða samstarfsverkefni Hafrannsóknastofnunar og Náttúrustofu Suðvesturlands.Eggjamassar úr óþekktu lindýri hafa fundist á Suðvesturlandi Ísland síðan 2020, en það var ekki fyrr en í ágú [...]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni