Fiðrildagildrur tendraðar og yfirlit yfir fiðrildin frá 2017

Í gær, 16. apríl 2018 var kveikt á þremur fiðrildagildrum á vegum Náttúrustofu Suðausturlands, en fiðrildavöktun er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. (sjá vef NÍ) Árið 2017 voru gildrurnar einnig þrjár á Suðausturlandi. Tvær í Einarslundi við Hornafjörð og ein í garðinum við Mörtungu í Skaftárhreppi. Þann 17. apríl var kveikt á þeim og loguðu […]

The post Fiðrildagildrur tendraðar og yfirlit yfir fiðrildin frá 2017 appeared first on Nattsa.

Fyrirlestur um márhalminn í Breiðafirði

Hafdís Sturlaugsdóttir, starfsmaður Náttúrustofu Vestfjarða á Hólmavík, hélt fróðlegan fyrirlestur um rannsóknir á marhálm í Breiðafirði á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands sem haldinn var í Bolungarvík þann 11. apríl.

Marhálmur (Zostera angustifolia) er graskennd sjávarjurt sem vex víða við vestanvert landið einkum við Breiðafjörð en er sjaldgæfur annarsstaðar. Hann er frekar hávaxin dökkgræn jurt með bandlaga blöð sem vex á leirum en einnig í lygnum vogum og vikum. Hann veitir litlum fiskum og öðrum dýrum skjól á flóði. Marhálmur er mikilvæg fæða fyrir t.d. margæsir og álftir. Marhálmur er undir sérstakri vernd samkvæmt OSPAR samningsins (Samningur um verndun Norð Austur Atlantshafsins) sem fullgiltur var á Íslandi 1997.

Erindin á ársfundinum voru tekin upp og eru aðgengileg á facebook síðu Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands.

Hörfandi jöklar

Út er komin skýrslan; Hörfandi jöklar – Tillögur að gönguleiðum við sunnanverðan Vatnajökul. Eins og heitið bendir til eru í henni kynntar gönguleiðir, þaðan sem hægt er að fá glögga sýn á þær breytingar sem orðið á jöklum á síðustu áratugum. Hörfandi jöklar er samvinnuverkefni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Vatnajökulsþjóðgarðs. Aðrir samstarfsaðilar eru Veðurstofa Íslands, […]

The post Hörfandi jöklar appeared first on Nattsa.

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2017

Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands fyrir árið 2017 er komin á netið.  Hægt er að nálgast skýrsluna hér.

The post Ársskýrsla Náttúrustofu Suðausturlands 2017 appeared first on Nattsa.

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2018

Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands ses. verður haldinn í Nýheimum, Hornafirði þriðjudaginn 20. mars 2017  kl. 17:15. Á eftir venjubundnum fundarstörfum verða haldin þrjú erindi á vegum Náttúrustofu Suðausturlands. Skúmey í Jökulsárlóni – landmótun og lífríki: Kristín Hermannsdóttir kynnir verkefnið og frumsýnd verður kvikmynd um verkefnið. Jöklamyndir fyrr og nú: Snævarr Guðmundsson. Stjörnusjónauki, fornlurkar og Hoffellsjökull: Stutt […]

The post Ársfundur Náttúrustofu Suðausturlands 2018 appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is