Birdspot vefforrit

Birdspot (fuglastaður) er nýtt vefforrit búið til af Náttúrustofu Vestfjarða, í samvinnu við Birgi Erlendsson vefforritara með styrk frá Ranníba. Vefforritinu var formlega hleypt af stokkunum 5. ágúst og er aðgengilegt öllum tækjum sem eru nettengd.

Til að byrja með verður fuglastaður merktur með áberandi ímmiða á fimm stöðum í nágrenni Látrabjargs. Með því að slá inn birdspot.is í símanum og deila stöðu þinni muntu geta kynnt þér fuglalífið á þinni staðsetninu. Hægt er að fá helstu upplýsingar um tegundir fugla og nánari lýsingu á þeim á fjórum mismunandi tungumálum. Það er von okkar hjá Náttúrustofu Vestfjarða að birdspot.is muni gera fuglaskoðun einfaldari og aðgengilegri fyrir þá ferðamenn sem hafa áhuga á að kynna sér fuglalífið nánar, en ferðast ekki með fuglahandbók eða sjónauka.

Farðu á birdspot.is og kynntu þér nánar fuglana okkar!

Víxlnefur á Vatnsnesi

Víxlnefur. Mynd Einar Þorleifsson.

Hinn sjaldgæfi erlendi gestur víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnarstaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum.

Kríuvarp misfórst í Bolungarvík

Krían sést ekki lengur á varpsvæðinu í Bolungarvík og virðist sem varpið hafi misfarist þetta árið. Vanalega verpir krían 2 eggjum í júní-júlí sem klekjast eftir 21-24 daga og því ætti hún ætti því að vera á fullu í ungauppeldi um þetta leiti eins og á Ísafirði.  

Ekki hafði farið fram hreiðurtalning á svæðinu þetta árið en yfir 500 pör hafa verpt þar undanfarin ár.  Ekki hefur fundist einhlýt skýring á misfari varpsins en hugsanlega liggja fleiri en ein ástæða að baki. 

Krían er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. 

Kríuvarp misfórst í Bolungarvík

Krían sést ekki lengur á varpsvæðinu í Bolungarvík og virðist sem varpið hafi misfarist í ár. Vanalega verpur krían 2 eggjum í júní-júlí sem klekjast eftir 21-24 daga og því ætti hún ætti því að vera á fullu í ungauppeldi um þetta leyti eins og á Ísafirði.  

Ekki hafði farið fram hreiðurtalning á svæðinu sumarið 2019 en yfir 500 pör hafa verpt þar undanfarin ár.  Ekki hefur fundist einhlýt skýring á misfari varpsins en hugsanlega liggja fleiri en ein ástæða að baki. 

Krían er friðuð samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. 

Merkingum á tjaldi er lokið

53 tjaldsungar úr 21 hreiðri voru hringmerktir á fæti á vegum Náttúrustofa Vestfjarða. Verkefnið tengist meistaraverkefni nemanda við Háskolasetur Vestfjarða um fæðuatferli tjaldsunga. Rannsókninni var stýrt af Rannsóknasetri Suðurlands. Í Skutulsfirði fundust 27 tjaldshreiður í sumar og voru 5 þeirra rænd. Hringmerktir tjaldar gáfu upplýsingar um fuglastofninn, umferð þeirra og aldursdreifingu.


Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is