Í Hænuvík við Patreksfjörð rak smáhveli

Helstu einkenni grindhvalsins sjást ekki vel af þessum myndum, lengdin er óskilgreind og talsverðir áverkar eru sjáanlegir á búknum. Ennið er kúpt, hvalurinn dökkur yfirlitum og það sést vel í nokkrar smáar tennur. Þetta líkist mest grindhval. Bægsli á kvið grindhvala geta verið um 1/3 af lengd dýrsins. Bakhornið sést ekki. Ljós blettur framan við kviðlæg bægsli er heldur ekki auðsjánlegur. Latneska heitið á grindhval er Globicephala melas sem þýðir svo sem hinn dökki kúluhaus. Ennið nota hvalirnir til að nema hljóð og greina það. Hauskúpan er af þessum sökum ósamhverf. Þeir senda frá sér alls kyns hljóð og nema bergmálið til að staðsetja bráð. Þeir lifa á smokkfiski, fiski og öðrum sjávardýrum. Vanalega fara grindhvalir margir saman í vöðum og er algengt að sjá þá inni á fjörðum eða utar í kringum landið vaða ölduna. 

Vettvangsnámskeið líffræðinema við HÍ

Starfsmenn Náttúrustofunnar og Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum fóru á dögunum með nemendur á þriðja ári í líffræði við Háskóla Íslands í sýnatökur á Sundin við Reykjavík. Sjóferðin er hluti af fjölbreyttu og umfangsmiklu vettvangsnámskeiði í vistfræði. Þetta er fjórð [...]

Skógarmýtlar fundust á ketti á Ísafirði

Þeir valda oftast ekki miklum skaða heldur óþægindum þegar þeir koma sér kirfilega fyrir í efsta lagi húðarinnar. Ef hins vegar mítillinn hefur bitið áður og ber með sér lyme-sjúkdóm þá er æskilegt að leita læknis eins fljótt og hann finnst. Einkenni sýkingar er roði í húðinni í kringum mýtilinn. Þetta er þó afar sjaldgæft. 

Úr Fréttabláðinu 18. júní 2020: Mikil­vægt er að beita réttum hand­tökum þegar skógarmítlar eru fjar­lægðir. Þór­ólfur Guðnason ­segir að best sé að nota flísa­töng. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, stein­olíu eða kveikja í honum og fleira. Það er al­gert bull. Frekar á að ná honum með venju­legri flísa­töng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er að­ferðin til að ná honum rétt út,“ Ítrekaði hann í sama viðtali að aldrei hefði verið staðfest smit hér á landi vegna bits. Ef hluti mítilsins verður eftir i húðinni getur myndast sýking. 

Meira um mítla má finna á Vísindaveg Háskóla Íslands eða í ágætri samantekt frá Náttúrustofu Norð-Austurlands.   Fólk skiptist líka á sögum og myndum á facebook undir fyrirsögninni mítla-vaktin . Einnig í Grein á NÍ þar sem finna má fleiri myndir. 

 

Skógarmítlar fundust á ketti á Ísafirði

Þeir valda oftast ekki skaða og það finnst lítið fyrir þeim þótt þeir komi sér kirfilega fyrir í efsta lagi húðarinnar. Ef hins vegar mítillinn hefur bitið áður og ber með sér lyme-sjúkdóm þá er æskilegt að leita læknis eins fljótt og hann finnst. Einkenni sýkingar er roði í húðinni í kringum mítilinn. Þetta er þó afar sjaldgæft. 

Fréttablaðið 18. júní 2020 vitnar í eldra viðtal: Mikil­vægt er að beita réttum hand­tökum þegar skógarmítlar eru fjar­lægðir. Þór­ólfur Guðnason ­segir að best sé að nota flísa­töng. „Það er oft talað um að það eigi að hella á hann ýmsum efnum, stein­olíu eða kveikja í honum og fleira. Það er al­gert bull. Frekar á að ná honum með venju­legri flísa­töng og þá þarf að ná undir nefið á honum. Klípa þar og lyfta honum beint upp. Það er að­ferðin til að ná honum rétt út,“ Ítrekaði hann í sama viðtali að aldrei hefði verið staðfest smit hér á landi vegna bits. Ef hluti mítilsins verður eftir i húðinni getur myndast sýking. 

Meira um mítla má finna á Vísindavef Háskóla Íslands eða í ágætri samantekt frá Náttúrustofu Norð-Austurlands.   Fólk skiptist líka á sögum og myndum á facebook undir fyrirsögninni mítla-vaktin .  í Grein á NÍ   má finna fleiri myndir. 

 

Ný grein: Mikilvægi gúanós fyrir Inkaveldið

Ánægjulegt að segja frá því að Dr. Joana Micael starfsmaður Náttúrustofunnar er annar tveggja höfunda nýrrar greinar sem birtist í nýjasta hefti vísindaritsins IBIS. En hún og Dr. Pedro Rodrigues eiginmaður hennar segja þar frá mikilvægi gúanós (lífrænt set myndað úr saur sjófugla) í stækkun og velmegun Inkaveldisins. [...]

Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni