Hreinsun kerfils í Bolungarvík

Bolungarvíkurkaupstaður í samstarfi við Náttúrustofu Vestfjarða hefur hafið átak í að sporna við útbreiðslu kerfils og lúpínu í bæjarlandinu. Átakið er langtímaverkefni og krefst mikillar þolinmæði og vinnu. 

Bæjarstarfsmenn hafa slegið bæjarlandið með sláttuorfum og haldinn var sameiginlegur hreinsunardagur 11. júlí. Þar mættu tæplega 30 manns og var notast við ruddasláttuvél, vélorf, skóflur og gafla. Hreinsunin tókst vel og að lokum var boðið upp á grillaðar pylsur.

Við hvetjum fólk að halda áfram næstu daga að rífa og slá plöntur, alveg þangað til þær fara að mynda fræ.  

Hér er að finna bæklinginn sem sendur var í hús:

http://www.bolungarvik.is/media/2018/er_skogarkerfill_eda_alaskalupina_i_thinum_gardi.pdf

Hér er þriggja ára aðgerðaráætlun um hreinsun svæða í bæjarlandinu:

http://www.bolungarvik.is/media/2018/adgerdaraaetlun_gegn_lupinu_kerfli_2018-2022.pdf

 

Lurkafundurá Breiðamerkursandi

Breiðamerkurjökull hopar ört og þar sem ísinn leysir burt, birtist nýtt land. Á undanförnum árum hafa fundist gróðurleifar á Breiðamerkursandi þar sem áður lá jökull yfir. Á þeim er ljóst að gróður óx á svæðinu áður en jöklar gengu fram á litlu-ísöld (12-16. öld). Sumar þessara gróðurleifa hafa verið aldursgreindar og eru frá mun eldri […]

The post Lurkafundur á Breiðamerkursandi appeared first on Nattsa.

Gráspör sást á Ísafirði

Einn gráspör hefur sést á vappi á Ísafirði síðastliðinn mánuð. Gráspör er mjög sjaldgæfir flækingar á Íslandi en vitað er til þess að lítill hópur hafi verpt á Borgarfirði eystri 1971-1980 og annar á Hofi í Öræfum 1985-2015 en þeir hafa ekki sést þar síðan. Náttúrustofan biðja þá sem sjá hópa af þessari tegunda að láta stofuna vita.

Fjöruferð með Náttúrustofu Suðvesturlands

Þriðjudaginn 10. júlí stendur Útivist í Geopark í samstarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands fyrir fjöruferð á Reykjanesi.Gengið verður frá bílastæðum við Kirkjubólsvöll (golfvellinum í Sandgerði) klukkan 20:00. Frá golfvellinum liggur leiðin í fjöruna og út að Garðskagavita. Starfsfólk Náttúrustof [...]

Nýir starfsmenn hjá Náttúrustofu Suðausturlands

Þann 1. júní tóku tveir nýjir starfsmenn til starfa hjá Náttúrustofu Suðausturlands. Lilja Jóhannesdóttir verður með starfsaðstöðu í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Hún er með doktorspróf í vistfræði og starfaði áður hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurlandi. Hennar verkefni munu að mestu snúa að verkefnum sem tengjast fuglum og vistfræði. Lilja er alin upp […]

The post Nýir starfsmenn hjá Náttúrustofu Suðausturlands appeared first on Nattsa.


Samtök náttúrustofu | Mýrargötu 10 | 740 Neskaupsstað | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is