Fuglar og fuglaskoðun á Reykjanesskaga

Sumarið er gengið í garð og sá tími árs þegar farfuglarnir flykkjast til landsins. Reykjanesið er upplagt til fuglaskoðunar og þar er aðgengi að flestum skoðunarstöðum gott. Til fuglaskoðunar þarf lítið annað en góð föt, nesti og góðan kíki. Sjónauki á fæti og myndavél með góðri aðdráttarlinsu gera leikinn [...]

Fuglar og fuglaskoðun á Reykjanesskaga

Sumarið er gengið í garð og sá tími árs þegar farfuglarnir flykkjast til landsins. Reykjanesið er upplagt til fuglaskoðunar og þar er aðgengi að flestum skoðunarstöðum gott. Til fuglaskoðunar þarf lítið annað en góð föt, nesti og góðan kíki. Sjónauki á fæti og myndavél með góðri aðdráttarlinsu gera leikinn [...]

Rjúpnavöktun

Nú fara fram vortalningar á körrum um land allt. Þessi árstími hentar einkar vel því á vorin eru karrar mjög áberandi, tylla sér á háa staði, hreykja sér hátt og verja sín óðul. Út frá þessum talningum er stofnvísitala rjúpnastofnsins metin. Árlega eru gengin ákveðin snið á varpsvæðum rjúpun [...]

Rjúpnavöktun

Nú fara fram vortalningar á körrum um land allt. Þessi árstími hentar einkar vel því á vorin eru karrar mjög áberandi, tylla sér á háa staði, hreykja sér hátt og verja sín óðul. Út frá þessum talningum er stofnvísitala rjúpnastofnsins metin. Árlega eru gengin ákveðin snið á varpsvæðum rjúpun [...]

Hvalrekií Jökulsárhlíð

BurhvalsrekiJón Ingi Sigurbjörnsson hafði samband við Náttúrustofuna og lét vita af því að Kári Valur Hjörvarsson hefði séð hval rekinn austan Fögruhlíðaráróss í landi Ketilsstaða í Jökulsárhlíð. Kári staðfesti það og á mynd sem hann tók 21. apríl sést að líklega var það búrhvalur. Síðar kom í ljós að Róbert Elvar Sigurðsson hafði séð hann þann 19. apríl.
Náttúrustofan tilkynnti hvalrekann til hvalasérfræðinga Hafrannsóknastofnunar og heimsótti hræið á sumardaginn fyrsta, myndaði og mældi og safnaði sýnum. Þetta reyndist vera 15 metra langur búrhvalstarfur. Stefán Geirsson á Ketilsstöðum mun færa hvalasérfræðingum tönn úr hvalnum svo hægt verði að aldursgreina hann en ekkert er vitað um dánarorsök hans. Talið er að búrhvalir geti orðið a.m.k. 70 ára. Ugg vekur að hvalrekum hefur fjölgað mjög á síðustu árum.
Á heimasíðu Hafrannsóknastonunar má lesa um „Hvalakomur og hvalrekar við strendur Íslands“ og þar eru „verklagsreglur um aðkomu opinberra aðila þegar hvali rekur á land“.
Á heimasíðu NAMMCO  segir að fullorðnir búrhvalstarfar geti orðið 16 metra langir og jafnvel lengri. Á fyrrgreindri heimasíðu er margvíslegur fróðleikur um tegundina. Þar kemur m.a. fram að hann heitir Avgustur á færeysku.
Að lokum skal bent á frétt á heimasíðu Náttúrustofunnar um búrhvalsreka á Breiðdalsvík 2014 en þar má líka finna fróðleik um tegundina.

stories/frettamyndir/2020/2020_04_24_burhvalsreki{/gallery}


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni