Vöktun grjótkrabba í Faxaflóa

Árlegri vöktun grjótkrabba í innanverðum Faxaflóa er nú senn á enda. Þetta er tólfta árið sem vöktuninni er haldið úti. Náttúrustofan og Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum halda utan um vöktunina. Byggist vöktunin á gildruveiðum fullorðinna krabba og eins á  svifsýnatökum með háfum til að fylgjast með fj [...]

Umhverfisvottun Vestfjarða hjá NAVE

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa lýst metnaði í umhverfismálum með því að fá umhverfisvottun innan þess ramma sem settur er af áströlsku samtökunum Earth Check. Þessi samtök eru þau einu sem taka að sér að votta starfsemi sveitarfélaga en einkum er miðað við áfangastaði ferðaþjónustunnar. Ætlast er til þess að að metnaðurinn nái til allra þátta sjálfbærrar þróunar. Sumarið 2019 var þessi málaflokkur fluttur úr umsjón Vestfjarðastofu og til Náttúrustofu Vestfjarða. María Maack, sem haldið hefur utan um málið að undanförnu fluttist vegna þessa til NAVE. Starfstöðvar hennar eru á Hólmavík og Reykhólum. Ferli vottunarinnar er kynnt á síðum Vestfjarðastofu, enda um byggðamál Vestfjarða að ræða. Nú er verið að afla allra nauðsynlegra gagna frá árinu 2018 til að freista þess að fá enn og aftur silfurvottun frá Earth Check

Arnarfjörður á miðöldum

Starfsmenn Fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða hafa undanfarið unnið að uppgreftri á víkingaskála í landi Auðkúlu í Arnarfirði, í tengslum við rannsóknina Arnarfjörður á miðöldum sem fornleifadeild Náttúrustofu Vestfjarða hefur staðið að síðan árið 2011.

Verkefnið Arnarfjörður á Miðöldum er í ár unnið með styrk frá prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar við  Háskóla Íslands og safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Rannsóknin hefur undanfarin ár einnig fengið styrk frá fornminjasjóð en það varð þó ekki þetta árið.

Á Auðkúlu hefur verið grafin skáli, járnvinnslusvæði, öskuhaugur bænhús og kirkjugarður og var járnvinnsla stunduð þar frá 900 en skálinn er mögulega frá byrjun 11. aldar. Skálinn er stór og gripir benda til mikillar efnis menningar. Rannsóknir fara einnig fram á Hrafnseyri í ár og á Litla Tjaldanesi en mjög spennandi niðurstöður borkjarnarannsókna er að vænta frá þeim jörðum sem greint verður frá síðar.

Starf forstöðumanns laust til umsóknar

Náttúrustofa Vestfjarða auglýsir þessa dagana starf forstöðumanns laust til umsóknar.

Umsóknarfrestur til 26. ágúst 2019

Forstöðumaður leiðir alhliða rannsóknar- og þjónustustofnun í náttúrufræðum á Vestfjörðum, með aðsetur í Bolungarvík og starfsstöðvar á Hólmavík og Patreksfirði. Verkefni Náttúrustofunnar varða fyrst og fremst öflun upplýsinga um náttúru og umhverfi Vestfjarða og úrvinnslu á þeim. Starfsmenn Náttúrustofu sinna fjölbreyttum verkefnum á sínu starfsssviði fyrir sveitarfélög, stofnanir eða einkaaðila. Auk þess sér Náttúrustofan um rekstur safna fyrir Bolungarvíkurkaupstað.

Helstu verkefni forstöðumanns:
Ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun mannauðs.
Leiðir rannsóknir á verkefnasviði Náttúrustofunnar.
Fjármál, áætlanagerð og innleiðing stefnumótunar í samstarfi við stjórn.
Ábyrgð á verkefnasamningum við sveitarfélög á Vestfjörðum.
Samskipti við stjórnvöld, aðildarsveitarfélög, önnur sveitarfélög á starfssvæðinu, samstarfsaðila og
viðskiptavini.

Menntunar og hæfniskröfur:
Háskólapróf í líffræði og framhaldsmenntun í dýrafræði, vistfræði eða sambærileg menntun.
Reynsla af sjálfstæðum rannsóknum og skýrslugerð.
Reynsla af styrkumsóknum og sjálfstæðum vinnubrögðum.
Stjórnunar- og rekstrarreynsla.
Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og uppbyggilegt viðmót.
Hæfni í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Náttúrustofan er rekin skv. lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 og er stofnunin rekin af sex sveitarfélögum á Vestfjörðum með stuðningi ríkisins. Náttúrustofa Vestfjarða er ein af átta náttúrustofum sem starfa víðsvegar um landið og hafa með sér formlegt samstarf innan SNS, samtökum náttúrustofa.

Allar nánari upplýsingar veitir Friðbjörg Matthíasdóttir, fridbjorg@nave.is, sími 898 2563

Umsóknir berist á netfangið fridbjorg@nave.is

Heildarþekja kerfilstegunda í landi Húsavíkur nú á við sjö knattspyrnuvelli

Á síðustu árum hefur Náttúrustofan kortlagt útbreiðslu kerfilstegunda í landi Húsavíkur, allt frá Bakka að Saltvík. Í landi Húsavíkur er bæði að finna skógar- og spánarkerfil en mun meira er þó af skógarkerfli. Skógarkerfill er hávaxin planta (0,3 – 1,5 m) af sveipjurtaætt. Hann var að öllum líkindum fluttur hingað til lands sem garðjurt á […]

Samtök náttúrustofu | Hafnarstétt 3 | 640 Húsavík | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is