Grindhvalavaða heldur til við Ólafsvík

Grindhvalavaða hefur haldið til við Ólafsvík síðustu tvo sólarhringa. Nokkrum sinnum hefur hópurinn komið mjög nærri landi og verið nálægt því að stranda.Í gær tókst björgunarsveitarfólki að reka hópinn frá landi norðvestan Ennis en síðdegis í dag fundu starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands og Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi hópinn (um 50 dýr) aftur og nú við […]

Vöktun fugla á fartíma

Í dag, 31. maí, lauk fuglatalningum á leirum í Helgafellssveit. Fjögur rannsóknarsvæði í nágrenni við Stykkishólm voru talin á fjöru allan maímánuð – samtals í 11 talningum. Markmið vöktunarrannsóknarinnar, sem hófst í maí 2022, er að mæla tímasetningu og útslag sveiflu í fjölda varpfugla sem fara um fjörur sunnanverðs Breiðafjarðar hvert vor. Allir fuglar voru […]

Ársskýrsla 2022...

Ársskýrsla 2022

Vorið er komið og grundirnar gróa.

Heiðlóa. Mynd EÓÞ.

Undanfarna daga hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra. Farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana. Enn er einhver bið eftir þúfutittlingi, steindepli og maríuerlu. Af andfuglunum þá hafa flestar tegundir sést meðal annars tvö pör af hinni sjaldgæfu skeiðönd.

Náttúrustofa Vestfjarða Árrskýrsla 2022

Ársskýrsla náttúrustofu Vestfjarða er komin út. Í skýrslunni má sjá lýsingar á þeim verkefnum sem unnin voru á stofunni á […]

The post Náttúrustofa Vestfjarða Árrskýrsla 2022 appeared first on nave.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni