Hvaða fiðrildi eru á ferli svona seint að hausti?

Margir hafa eflaust tekið eftir talsverðum fjölda fiðrilda flögrandi um eða sitjandi á húsveggjum síðustu daga og vikur. Hvaða fiðrildi eru á ferli þegar svo langt er liðið á haustið? Þetta er hinn svokallaði haustfeti (Operophtera brumata), sem ber nafn með rentu, enda verða flestir lítið varir við hann fyrr en í september og er […]

Ný vísindagrein

Ný vísindagrein, sem fjallar um fjárhagslegan kostnað af og stjórnun á framandi ágengra tegunda á Norðurlöndum (The economic costs, management and regulation of biological invasions in the Nordic countries), er komin út. Greinin, sem birtist í tímaritinu Journal of Environmental Management, er afrakstur samstarfs margra sérfræðinga, en fulltrúar Íslands í þessu starfi voru Menja von […]

Ný yfirlitsgrein um tjón af völdum framandi tegunda á Norðurlöndum

Í nýrri yfirlitsgrein í vísindaritinu Journal of Environmental Management er fjallað um niðurstöður samantektar á birtum heimildum um tjón af völdum framandi tegunda á Norðurlöndum. Um er að ræða Norrænt samstarfsverkefni sem Náttúrustofa Suðvesturlands ásamt Náttúrustofu Vesturlands tóku þátt í fyrir hönd Íslands.&Aacut [...]

Ný stjórn NNv

Húsakynni Náttúrustofu Norðurlands vestra í „Gamla barnaskólanum“ við Aðalgötu 2.

Ný stjórn Náttúrustofu Norðurlands vestra, sem skipuð var í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor, hélt sinn fyrsta fund í byrjun október. Stjórnin er skipuð fulltrúum þeirra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem aðild eiga að Náttúrustofunni en það eru Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd og Húnaþing Vestra. Í stjórn NNv sitja fjórir fulltrúar, tveir frá Skagafirði, Sigurður Bjarni Rafnsson og Jóhanna Ey Harðardóttir, Halldór Gunnar Ólafsson frá Skagaströnd og Elín Lilja Gunnarsdóttir úr Húnaþingi Vestra. Formaður stjórnar var kjörinn Sigurður Bjarni.

Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi  

  Náttúrufræðingur Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir náttúrufræðing til starfa. Um er að ræða fullt starf sem fer fram bæði í vettvangsrannsóknum og við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, kolefnisflæði, jöklum og […]

The post Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi   appeared first on Nattsa.is.


Samtök náttúrustofu | kt 660802 2580 | netfang: sns (hjá) sns.is | Póstur skal berast til formanns hverju sinni